Gerið eitthvað! Þórunn Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 09:35 Á rútubílastöð tæpum tíu kílómetrum frá heimili mínu situr hópur fólks og bíður örlaga sinna. Flóttafólkið, eins og það kallast í daglegu tali. Samheiti yfir fjölbreyttan hóp fólks sem á það kannski eitt sameiginlegt að hafa lagt upp í lífshættulegt ferðalag til að flýja stríðsátök, ofsóknir, dráp og annan hrylling í heimalöndum sínum. Þar sitja læknar, hreingerningarfólk, ömmur, fótboltastjörnur, blaðamenn, kennarar, leikskólabörn, bræður, háskólanemar, húsmæður, leigubílstjórar, og ungbörn. Alls konar fólk. Þau tala alls konar tungumál, eiga sér alls konar drauma og áttu sér einu sinni alls konar líf. Í augnablikinu eiga þau það þó öll sameiginlegt að sitja á rútubílastöð í Suður-Evrópu og éta brauðmola úr lófum forréttindafólks sem stendur og öskrar og æpir og neitar þeim um meira því meira er ekki til. Ekki hérna. Ábótin er norðurfrá, á diskum annarra forréttindahópa. Í höndum ríkisstjórna sem svelgja í sig reyktan lax og yppta öxlum yfir aðstæðum flóttafólksins þarna suðurfrá. Þau æptu af fögnuði, hoppuðu, dönsuðu og grétu af gleði þegar báturinn náði landi. Hættan liðin hjá. Þau eru komin til Evrópu, í skjól fyrir vopnum og stríðsátökum og vonin um öruggari tilveru er næstum áþreifanleg. Við, óbreyttir borgararnir sem tökum á móti þeim, reynum að láta þeim líða eins og þau séu velkomin. Þau hafa nefnilega enn ekki fengið að vita að nærveru þeirra sé ekki óskað. Óeirðalögreglan í Aþenu er enn ekki orðin hluti af raunveruleika þeirra. Hundabúrin. Óþefurinn, örbirgðin og höfnunin. Afmanneskjuvæðingin er ekki hafin fyrir alvöru, en hún er ekki nema einni rútuferð í burtu. Ég skammast mín fyrir að vera hluti af samfélagi sem lítur undan þegar neyðin er svo mikil. Ber við getuleysi og blankheitum. Menningarmun. Ótta. Rasisma. Skömm er tilfinning sem auðvelt er að koma í orð. En tilfinningin gagnvart því að vera hluti af samfélagi sem dæmir fólk í þessum ótrúlegu aðstæðum, hana nær orðaforði minn ekki utan um. Þessa dagana vellur rasisminn nefnilega viðstöðulaust um alla Evrópu eins og ræpa úr rassgati nóróveirusjúklings. Skyndilega eru flestir meðaljónar álfunnar sérfræðingar í einkamálum „þessa fólks“ sem situr hér á rútubílastöðinni og bíður örlaga sinna. Fólk er með fjárhag þeirra og fyrirætlanir á hreinu, trú þeirra ógnar öryggi svínakjötsáts á skandinavískum leikskólum og feðraveldið er sannfært um að ekkert þeirra kunni að meðhöndla konur eins og vestrænum fulltrúum þess sæmir. Ótti. Rasismi. Rætni. Það skiptir engu andskotans máli hvort fólkið sem leitar á náðir forréttinda okkar borðar lifrarkæfu eða með hvaða liði það heldur í enska boltanum. Það skiptir máli að það lifi af. Það skiptir máli að það njóti grundvallarmannréttinda og að komið sé fram við það af virðingu. Og það skiptir öllu máli að við hættum að óttast um forréttindi okkar og sýnum ábyrgð. Ef forréttindi okkar hafa gert okkur að þessum skrímslum, þá erum við betur komin án þeirra hvort sem er. Og vitið til, að sameinast um það stóra verkefni að hjálpa fólki í neyð, að kynnast því, læra af því - slíkt verkefni getur ekki verið annað en samfélaginu til góðs. Umræðan um þetta stóra verkefni einkennist af ótta. Órökréttum ótta - ólíkt ótta þeirra sem sitja og bíða þess svöng og örmagna að við náum áttum. Sjálf óttast ég mest af öllu skeytingarleysi og kynþáttafordóma vestrænna systkina minna. Það er það sem í raun ber að óttast. Hér eru hundruð þúsund manns við það að deyja úr rasisma og vestrænum forréttindum. Mér líður svolítið eins og að ég sitji í bíl sem keyrir framhjá bílslysi án þess að koma til hjálpar. Ekki vegna þess að allir farþegar bifreiðarinnar séu sammála um að líta undan og halda áfram. Þvert á móti. Það er ökumaðurinn sem tekur þessa ákvörðun og neitar að stoppa. Við verðum að sannfæra hann um að stoppa. Eða hoppa út á ferð. Allir geta lent í bílslysi og allir geta lent í stríði. Og ef enginn kemur til bjargar, þá deyr fólk. Í þessu tilfelli ekki af sárum sínum, heldur úr hungri. Úr rasisma og vestrænum forréttindum. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þann 10. desember 1948. Skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Á þeim tímamótum heimssögunnar sá alþjóðasamfélagið nefnilega ástæðu til þess að fara í aðgerðir sem ættu að vernda íbúa heimsins fyrir öðru eins. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru nú yfir fimmtíu milljón íbúar þessa heims á flótta. Slíkar tölur hafa ekki sést síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Áður en við samþykktum formlega að standa saman og láta annað eins ekki yfir okkur ganga. Á Íslandi búa 330.000 hræður á 103.000 ferkílómetrum. Lítil þjóð í stóru landi með ríkisstjórn sem er viljug til að spandera landinu okkar undir virkjanir og stóriðju, en þegar kemur að því að búa til pláss fyrir nauðstadda samborgara okkar skreppur landið skyndilega saman, verður að nánast engu. Opnum nú huga okkar, hjörtu og landamæri og gerum skyldu okkar gagnvart óttaslegnum, sveltandi systkinum okkar. Við eigum fjöldann allan af fagfólki, plássi og auðlindum sem geta borið uppi mun stærra og fjölbreyttara samfélag. Linnum ekki látunum fyrr en við höfum boðið þúsundir flóttafólks hjartanlega velkomið. Setjum fordæmi og sýnum heiminum að við þorum, getum og viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á rútubílastöð tæpum tíu kílómetrum frá heimili mínu situr hópur fólks og bíður örlaga sinna. Flóttafólkið, eins og það kallast í daglegu tali. Samheiti yfir fjölbreyttan hóp fólks sem á það kannski eitt sameiginlegt að hafa lagt upp í lífshættulegt ferðalag til að flýja stríðsátök, ofsóknir, dráp og annan hrylling í heimalöndum sínum. Þar sitja læknar, hreingerningarfólk, ömmur, fótboltastjörnur, blaðamenn, kennarar, leikskólabörn, bræður, háskólanemar, húsmæður, leigubílstjórar, og ungbörn. Alls konar fólk. Þau tala alls konar tungumál, eiga sér alls konar drauma og áttu sér einu sinni alls konar líf. Í augnablikinu eiga þau það þó öll sameiginlegt að sitja á rútubílastöð í Suður-Evrópu og éta brauðmola úr lófum forréttindafólks sem stendur og öskrar og æpir og neitar þeim um meira því meira er ekki til. Ekki hérna. Ábótin er norðurfrá, á diskum annarra forréttindahópa. Í höndum ríkisstjórna sem svelgja í sig reyktan lax og yppta öxlum yfir aðstæðum flóttafólksins þarna suðurfrá. Þau æptu af fögnuði, hoppuðu, dönsuðu og grétu af gleði þegar báturinn náði landi. Hættan liðin hjá. Þau eru komin til Evrópu, í skjól fyrir vopnum og stríðsátökum og vonin um öruggari tilveru er næstum áþreifanleg. Við, óbreyttir borgararnir sem tökum á móti þeim, reynum að láta þeim líða eins og þau séu velkomin. Þau hafa nefnilega enn ekki fengið að vita að nærveru þeirra sé ekki óskað. Óeirðalögreglan í Aþenu er enn ekki orðin hluti af raunveruleika þeirra. Hundabúrin. Óþefurinn, örbirgðin og höfnunin. Afmanneskjuvæðingin er ekki hafin fyrir alvöru, en hún er ekki nema einni rútuferð í burtu. Ég skammast mín fyrir að vera hluti af samfélagi sem lítur undan þegar neyðin er svo mikil. Ber við getuleysi og blankheitum. Menningarmun. Ótta. Rasisma. Skömm er tilfinning sem auðvelt er að koma í orð. En tilfinningin gagnvart því að vera hluti af samfélagi sem dæmir fólk í þessum ótrúlegu aðstæðum, hana nær orðaforði minn ekki utan um. Þessa dagana vellur rasisminn nefnilega viðstöðulaust um alla Evrópu eins og ræpa úr rassgati nóróveirusjúklings. Skyndilega eru flestir meðaljónar álfunnar sérfræðingar í einkamálum „þessa fólks“ sem situr hér á rútubílastöðinni og bíður örlaga sinna. Fólk er með fjárhag þeirra og fyrirætlanir á hreinu, trú þeirra ógnar öryggi svínakjötsáts á skandinavískum leikskólum og feðraveldið er sannfært um að ekkert þeirra kunni að meðhöndla konur eins og vestrænum fulltrúum þess sæmir. Ótti. Rasismi. Rætni. Það skiptir engu andskotans máli hvort fólkið sem leitar á náðir forréttinda okkar borðar lifrarkæfu eða með hvaða liði það heldur í enska boltanum. Það skiptir máli að það lifi af. Það skiptir máli að það njóti grundvallarmannréttinda og að komið sé fram við það af virðingu. Og það skiptir öllu máli að við hættum að óttast um forréttindi okkar og sýnum ábyrgð. Ef forréttindi okkar hafa gert okkur að þessum skrímslum, þá erum við betur komin án þeirra hvort sem er. Og vitið til, að sameinast um það stóra verkefni að hjálpa fólki í neyð, að kynnast því, læra af því - slíkt verkefni getur ekki verið annað en samfélaginu til góðs. Umræðan um þetta stóra verkefni einkennist af ótta. Órökréttum ótta - ólíkt ótta þeirra sem sitja og bíða þess svöng og örmagna að við náum áttum. Sjálf óttast ég mest af öllu skeytingarleysi og kynþáttafordóma vestrænna systkina minna. Það er það sem í raun ber að óttast. Hér eru hundruð þúsund manns við það að deyja úr rasisma og vestrænum forréttindum. Mér líður svolítið eins og að ég sitji í bíl sem keyrir framhjá bílslysi án þess að koma til hjálpar. Ekki vegna þess að allir farþegar bifreiðarinnar séu sammála um að líta undan og halda áfram. Þvert á móti. Það er ökumaðurinn sem tekur þessa ákvörðun og neitar að stoppa. Við verðum að sannfæra hann um að stoppa. Eða hoppa út á ferð. Allir geta lent í bílslysi og allir geta lent í stríði. Og ef enginn kemur til bjargar, þá deyr fólk. Í þessu tilfelli ekki af sárum sínum, heldur úr hungri. Úr rasisma og vestrænum forréttindum. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þann 10. desember 1948. Skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Á þeim tímamótum heimssögunnar sá alþjóðasamfélagið nefnilega ástæðu til þess að fara í aðgerðir sem ættu að vernda íbúa heimsins fyrir öðru eins. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru nú yfir fimmtíu milljón íbúar þessa heims á flótta. Slíkar tölur hafa ekki sést síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Áður en við samþykktum formlega að standa saman og láta annað eins ekki yfir okkur ganga. Á Íslandi búa 330.000 hræður á 103.000 ferkílómetrum. Lítil þjóð í stóru landi með ríkisstjórn sem er viljug til að spandera landinu okkar undir virkjanir og stóriðju, en þegar kemur að því að búa til pláss fyrir nauðstadda samborgara okkar skreppur landið skyndilega saman, verður að nánast engu. Opnum nú huga okkar, hjörtu og landamæri og gerum skyldu okkar gagnvart óttaslegnum, sveltandi systkinum okkar. Við eigum fjöldann allan af fagfólki, plássi og auðlindum sem geta borið uppi mun stærra og fjölbreyttara samfélag. Linnum ekki látunum fyrr en við höfum boðið þúsundir flóttafólks hjartanlega velkomið. Setjum fordæmi og sýnum heiminum að við þorum, getum og viljum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar