Innlent

Svona voru aðstæðurnar þegar segllausu skútunni var bjargað - Myndband

Oddur V. Gíslason
Oddur V. Gíslason MYND/OTTI RAFN SIGMARSSON
Ölduhæð var mikil og veður vont þegar björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom þýskri skútu til aðstoðar í gærkvöldi nítján sjómílum suður af Grindavík. Hafði skútan misst vélarafl auk þess sem aðalseglið rifnaði, var því skútan stjórnlaus. Fimm manns voru um borð sem að sögn björgunarmanna voru orðnir örþreyttir og sjóveikir eftir baráttuna við hafið.

Björgunarmenn komu taug í bátinn og drógu hann til hafnar í Grindavík. Skútan er komin í viðgerð á meðan skipverjar safna kröftum áður en haldið verður áfram. Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan sem Björgunarsveitin Þorbjörn birti í dag voru aðstæður erfiðar.

Þysk skuta i vandræðum

Hér má sjá myndband sem Steinar Þór Kristinsson formaður björgunarsveitarinnar tók þegar björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom að þýsku skútunni í gærkvöldi. Skútan hafði misst vélarafl fyrir einhverjum dögum síðan en töpuðu svo seglunum um kvöldmatarleytið í gær. Áhöfn skútunnar var algjörlega að þrotum komin, bæði af sjóveiki og þreytu eftir veltinginn og baráttu við seglin þegar þeir komu til Grindavíkur í nótt. Núna eru allir hressir og skútan bíður viðgerðar í Grindavík svo hún geti haldið för sinni áfram :)

Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Thursday, 13 August 2015

Tengdar fréttir

Skipverjar heilir á húfi en örþreyttir

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom til hafnar í Grindavík um klukkan hálf eitt í nótt með þýska skútu í togi, en þar voru fimm manns um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×