Frysting nýjasta megrunaræðið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. júlí 2015 09:09 Meðferðin er sögð brenna 800 kaloríum. Nýjasta megrunaræðið vestanhafs er að láta frysta sig í þar til gerðum klefa. New York Post greinir frá þessu. Lindsay Lohan og Mandy Moore eru meðal þeirra sem hafa prófað æðið. Meðferðin kallast á ensku „cryotherapy“ eða lághitameðferð og felst í því að kúnnar dvelja í þrjár mínútur inni í klefa sem dælir út ísköldu lofti, á bilinu - 180 til - 120 gráður á celsius. Meðferðin á að hraða brennslu, liðka vöðva, fletja útþaninn maga, minnka appelsínuhúð og á meðan henni stendur brenna kúnnarnir 800 kaloríum – að sögn meðferðaraðila. Stofnanir sem sérhæfa sig í meðferðinni hafa skotið upp kollinum á Manhattan í New York ríki á árinu en þar ber að nefna KryoLife og Elite Total Body Cryotherapy. CryoYourMind #ZimmerIceLab I'm at it again!! @liketoknow.it www.liketk.it/1twG6 #liketkit A photo posted by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) on Jun 15, 2015 at 8:25am PDT Hún hefur þó frískandi áhrif á skap og líðan; á sama hátt og sjósund og köld böð. „Mér leið eins og ég hefði drukkið fjórar dósir af Red bull og væri Disney-starfsmaður í vímu,“ sagði blaðamaður hjá tímariti í New York sem kaus að gefa ekki upp nafn sitt. Þrátt fyrir að þessi tiltekna meðferð sé tiltölulega nýorðin vinsæl eru ekki nýjar fréttir að ískuldi geti haft góð áhrif á heilsu þína. Húsráð á borð við að setja frystivörur á bólgin svæði eftir tognanir eða höfuðáverka eða frystar gúrkur á bólgin augu eru ekki ný af nálinni. Til dæmis skrifaði Hippókrates, sá er eiður læknanema er kenndur eftir, hvernig nota má ís til þess að lina sársauka fyrir mörg þúsund árum. Íþróttamenn hafa þá jafnframt notast við ísböð til að minnka bólgur eftir æfingar og auka afköst í íþróttum. Japanir þróuðu meðferðina sem er nú að verða uppáhalds megrunaraðferð stórstjarna árið 1978 gegn gigt. Crying laughing omg #ZimmerIceLab @brittanymbyrd #virgin2Cryotherapy hahahaha A photo posted by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) on Jun 15, 2015 at 8:31am PDT Lýtalæknirinn Steven Levine segir að kæla líkamann hafi bólguminnkandi áhrif en varar við því að sveipa meðferðina einhvers konar kraftaverkaljóma. „Ef það væri leið til þess að brenna 800 kaloríum á þremur mínútum þá væri meðferðin enn vinsælli en raun ber vitni,“ sagði Levine í samtali við New York Post. „Og talsvert dýrari.“ 180 sekúndna meðferð kostar níutíu dollara eða rétt um tólfþúsund krónur íslenskar. Starting our Monday off right! A little #risenation and #cryotherapy with this gem, @chaseweideman. A photo posted by Mandy Moore (@mandymooremm) on Apr 20, 2015 at 11:34am PDT Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Nýjasta megrunaræðið vestanhafs er að láta frysta sig í þar til gerðum klefa. New York Post greinir frá þessu. Lindsay Lohan og Mandy Moore eru meðal þeirra sem hafa prófað æðið. Meðferðin kallast á ensku „cryotherapy“ eða lághitameðferð og felst í því að kúnnar dvelja í þrjár mínútur inni í klefa sem dælir út ísköldu lofti, á bilinu - 180 til - 120 gráður á celsius. Meðferðin á að hraða brennslu, liðka vöðva, fletja útþaninn maga, minnka appelsínuhúð og á meðan henni stendur brenna kúnnarnir 800 kaloríum – að sögn meðferðaraðila. Stofnanir sem sérhæfa sig í meðferðinni hafa skotið upp kollinum á Manhattan í New York ríki á árinu en þar ber að nefna KryoLife og Elite Total Body Cryotherapy. CryoYourMind #ZimmerIceLab I'm at it again!! @liketoknow.it www.liketk.it/1twG6 #liketkit A photo posted by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) on Jun 15, 2015 at 8:25am PDT Hún hefur þó frískandi áhrif á skap og líðan; á sama hátt og sjósund og köld böð. „Mér leið eins og ég hefði drukkið fjórar dósir af Red bull og væri Disney-starfsmaður í vímu,“ sagði blaðamaður hjá tímariti í New York sem kaus að gefa ekki upp nafn sitt. Þrátt fyrir að þessi tiltekna meðferð sé tiltölulega nýorðin vinsæl eru ekki nýjar fréttir að ískuldi geti haft góð áhrif á heilsu þína. Húsráð á borð við að setja frystivörur á bólgin svæði eftir tognanir eða höfuðáverka eða frystar gúrkur á bólgin augu eru ekki ný af nálinni. Til dæmis skrifaði Hippókrates, sá er eiður læknanema er kenndur eftir, hvernig nota má ís til þess að lina sársauka fyrir mörg þúsund árum. Íþróttamenn hafa þá jafnframt notast við ísböð til að minnka bólgur eftir æfingar og auka afköst í íþróttum. Japanir þróuðu meðferðina sem er nú að verða uppáhalds megrunaraðferð stórstjarna árið 1978 gegn gigt. Crying laughing omg #ZimmerIceLab @brittanymbyrd #virgin2Cryotherapy hahahaha A photo posted by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) on Jun 15, 2015 at 8:31am PDT Lýtalæknirinn Steven Levine segir að kæla líkamann hafi bólguminnkandi áhrif en varar við því að sveipa meðferðina einhvers konar kraftaverkaljóma. „Ef það væri leið til þess að brenna 800 kaloríum á þremur mínútum þá væri meðferðin enn vinsælli en raun ber vitni,“ sagði Levine í samtali við New York Post. „Og talsvert dýrari.“ 180 sekúndna meðferð kostar níutíu dollara eða rétt um tólfþúsund krónur íslenskar. Starting our Monday off right! A little #risenation and #cryotherapy with this gem, @chaseweideman. A photo posted by Mandy Moore (@mandymooremm) on Apr 20, 2015 at 11:34am PDT
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira