Formúla 1

Montezemolo: Bianchi átti að taka sæti Raikkonen

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jules Bianchi ók bíl númer 17. Númerið verður ekki notað aftur.
Jules Bianchi ók bíl númer 17. Númerið verður ekki notað aftur. Vísir/getty
Jules Bianchi átti framtíð fyrir sér hjá Ferrari þegar samningur Kimi Raikkonen myndi renna sitt skeið á enda samkvæmt fyrrum forseta Ferrari, Luca di Montezemolo.

Bianchi lést á föstudag eftir níu mánaða baráttu við höfuðmeiðsl sem han varð fyrir í japanska kappakstrinum í fyrra.

Bianchi hafði verið hluti af ökumannsakademíu Ferrari og hafði nokkrum sinnum sinnt þróunarakstri fyrir liðið.

„Jules Bianchi var einn af okkur, hann var hluti af Ferrari fjölskyldunni. Hann var ökumaður sem átti framtíðina fyrir sér hjá Ferrari um leið og samstarfinu með Kimi Raikkonen lyki,“ sagði Montezemolo.

„Slysið á Suzuka tók frá okkur frábæran mann, hlédrægan, fljótan, mjög kurteisan, afar hliðhollan Ferrari, einhvern sem við gátum unnið vel með og átti góð samskipti við liðið, því erum við að missa ökumann sem átti að aka Ferrari bíl,“ bætti Montezemolo við.

„Bitur örlög hafa tekið hann frá okkur, við sitjum eftir með ólæknandi ör og finnum fyrir miklum söknuði,“ sagði Montezemolo.

FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að keppnisnúmer Jules Bianchi í Formúlu 1, númerið 17, verið ekki í boði í framtíðinni. Þetta er gert af virðingu við minningu Jules Bianchi.


Tengdar fréttir

Jules Bianchi látinn

Formúlu 1-ökumaðurinn, Jules Bianchi, er látinn, níu mánuðum eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsl í alvarlegu slysi í japanska kappakstrinum í október í fyrra.

Fjölmargir hafa minnst Bianchi

Fjölmargir hafa minnst franska ökuþórsins Jules Bianchi sem lést í morgun eftir að hafa legið í dái í níu mánuði vegna alvarlegra höfuðáverka sem hann varð fyrir í japanka kappakstrinum í október í fyrra.

Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka

Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka.

Jules Bianchi ók of hratt

Formúlu 1 ökumaðurinn Jules Bianchi varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum þegar hann lenti á vinnuvél í rigningu í japanska kappakstrinum.

Jules Bianchi ekki lengur haldið sofandi

Jules Bianchi er ekki lengur haldið sofandi, hann hefur verið fluttur heim til Frakklands. Hann er þó enn meðvitundarlaus og ástand hans er enn alvarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×