Formúla 1

Allison: Raikkonen jafn fljótur og Vettel

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Það fer vel á með núverandi Ferrari ökumönnum. Ætli þeir verið liðsfélagar á næsta ári?
Það fer vel á með núverandi Ferrari ökumönnum. Ætli þeir verið liðsfélagar á næsta ári? Vísir/Getty
Kimi Raikkonen hefur færri stig en liðsfélagi sinn hjá Ferrari, Sebastian Vettel. Ekki vegna þess að Finninn er hægari heldur vegna þess að Vettel gerir nánast aldrei mistök, samkvæmt tæknistjóra liðsins James Allison.

Framtíð Finnans hefur verið til skoðunar í fjölmiðlum undanfarið, aðallega vegna þess að hann er 59 stigum á eftir Vettel.

Vettel hefur náð sex sinnum á verðlaunapall en Raikkonen aðeins einu sinni síðan þeir urðu liðsfélagar.

Hraðinn sjálfur er ekki vandamálið, fjöldi mistaka er aðal atriðið, sérstaklega mistök í tímatökum, samkvæmt Allison.

„Stundum er Kimi fljótari, í önnur skipti er Seb fljótari. Við höfum einungis séð einu sinni í ár, í Barein að hann (Vettel) getur gert mistök,“ segir Allison.

„Stundum eru það minnstu mistökin sem skemma heilu helgina, hraðinn er þarna ennþá. Kimi veit það líka alveg,“ sagði Allison að lokum.

Orðrómur er á kreiki um að það verði einn Finni fyrir annan, að Raikkonen verði skipt út fyrir Valtteri Bottas á næsta ári. Enn hefur orðrómurinn ekki fengist staðfestur.


Tengdar fréttir

21 kappakstur á næsta ári

Met verður slegið á næsta tímabili í Formúlu 1. 21 kappakstur verður ef áætlanir FIA, alþjóða akstursíþróttasambandsins ganga eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×