Kærleikurinn krefst aðgerða Anna Lára Steindal skrifar 12. júní 2015 07:00 Um daginn var mér boðið í bíó af vinum sem hafa alið manninn á Íslandi upp á síðkastið en eru fæddir og uppaldir í Danmörku af tyrkneskum foreldrum. Dásamlegt sómafólk sem ég hef miklar mætur á. Fyrir um það bil ári stofnuðu þau, í félagi við aðra einstaklinga sem deila draumnum um að hafa áhrif til góðs, Félag Horizon. Félagsskap sem grundvallast á hugmyndafræði Gulen-hreyfingarinnar um þjónustu og að gera gott í heiminum. Bíómyndin sem við horfðum á um leið og við mauluðum alls konar tyrkneskt góðgæti fjallar einmitt um Gulen-hreyfinguna, hugmyndafræðina sem hún grundvallast á, upphafsmanninn Fethullah Gulen, sem Time Magazine útnefndi einn áhrifaríkasta mann heims árið 2013, og verkefnin sem fólkið sem hann veitir innblástur sinnir úti um allan heim, oft við aðstæður sem aðrir hafa gefist upp á. Myndin heitir Love is a verb og er allt í senn falleg, áhrifamikil og eykur bjartsýni og tiltrú á að við getum leyst úr alls konar flækjum sem of oft eru látnar líta út fyrir að vera óleysanlegar – ekki síst þegar kemur að samskiptum Vesturlanda og heims íslams. Í grundvallaratriðum snúast verkefni Gulen-hreyfingarinnar – og þeirra sem starfa á sömu forsendum eins og Félag Horizon – um að undirstrika sammannleg gildi og þjappa okkur saman um þau í bróðerni og kærleika. Vera kærleiksríkt afl til jákvæðra breytinga og vinna þannig gegn þeirri tilhneigingu að einblína á það sem skilur okkur að, sem sundrar og skemmir. Gulen-hreyfingin er stofnuð af súnní-múslimum og er undir nokkrum áhrifum súfisma en er ekki trúarleg í eiginlegum skilningi. Fethullah Gulen, sem er allt í senn aktívisti, kennari og predikari, lagði ríka áherslu á að vegna vel hér og nú og deila lífi sínu með öðrum – öllum manneskjum af öllum trúarbrögðum. Í því skyni taldi hann nauðsynlegt að leggja áherslu á menntun, lýðræði, jafnræði og jafnrétti. Í dag eru þessi gildi grundvallaratriði í starfi Gulen-hreyfingarinnar um veröld víða. Þetta er ekki fyrsti viðburðurinn sem ég sæki í boði Félags Horizon. Í vetur efndi félagið, í samvinnu við Neskirkju, til menningarhátíðarinnar Azhura sem rekur rætur sínar til sögunnar af Nóa, sögu sem er að finna bæði í Biblíunni og Kóraninum. Þar heillaðist ég af hugmyndafræði Félags Horizon, vinum mínum og félögum sem að félaginu standa og sannfærðist um mikilvægi þess starfs sem þau beita sér fyrir; að leggja áherslu á sammannleg gildi, sameina en ekki sundra, sýna kærleika í stað ótta, byggja upp traust og vináttu milli ólíkra einstaklinga. Ef þið einhvern tíma fáið tækifæri til að kynna ykkur það sem það stendur fyrir eða taka þátt í starfi þess skuluð þið ekki láta það fram hjá ykkur fara! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var mér boðið í bíó af vinum sem hafa alið manninn á Íslandi upp á síðkastið en eru fæddir og uppaldir í Danmörku af tyrkneskum foreldrum. Dásamlegt sómafólk sem ég hef miklar mætur á. Fyrir um það bil ári stofnuðu þau, í félagi við aðra einstaklinga sem deila draumnum um að hafa áhrif til góðs, Félag Horizon. Félagsskap sem grundvallast á hugmyndafræði Gulen-hreyfingarinnar um þjónustu og að gera gott í heiminum. Bíómyndin sem við horfðum á um leið og við mauluðum alls konar tyrkneskt góðgæti fjallar einmitt um Gulen-hreyfinguna, hugmyndafræðina sem hún grundvallast á, upphafsmanninn Fethullah Gulen, sem Time Magazine útnefndi einn áhrifaríkasta mann heims árið 2013, og verkefnin sem fólkið sem hann veitir innblástur sinnir úti um allan heim, oft við aðstæður sem aðrir hafa gefist upp á. Myndin heitir Love is a verb og er allt í senn falleg, áhrifamikil og eykur bjartsýni og tiltrú á að við getum leyst úr alls konar flækjum sem of oft eru látnar líta út fyrir að vera óleysanlegar – ekki síst þegar kemur að samskiptum Vesturlanda og heims íslams. Í grundvallaratriðum snúast verkefni Gulen-hreyfingarinnar – og þeirra sem starfa á sömu forsendum eins og Félag Horizon – um að undirstrika sammannleg gildi og þjappa okkur saman um þau í bróðerni og kærleika. Vera kærleiksríkt afl til jákvæðra breytinga og vinna þannig gegn þeirri tilhneigingu að einblína á það sem skilur okkur að, sem sundrar og skemmir. Gulen-hreyfingin er stofnuð af súnní-múslimum og er undir nokkrum áhrifum súfisma en er ekki trúarleg í eiginlegum skilningi. Fethullah Gulen, sem er allt í senn aktívisti, kennari og predikari, lagði ríka áherslu á að vegna vel hér og nú og deila lífi sínu með öðrum – öllum manneskjum af öllum trúarbrögðum. Í því skyni taldi hann nauðsynlegt að leggja áherslu á menntun, lýðræði, jafnræði og jafnrétti. Í dag eru þessi gildi grundvallaratriði í starfi Gulen-hreyfingarinnar um veröld víða. Þetta er ekki fyrsti viðburðurinn sem ég sæki í boði Félags Horizon. Í vetur efndi félagið, í samvinnu við Neskirkju, til menningarhátíðarinnar Azhura sem rekur rætur sínar til sögunnar af Nóa, sögu sem er að finna bæði í Biblíunni og Kóraninum. Þar heillaðist ég af hugmyndafræði Félags Horizon, vinum mínum og félögum sem að félaginu standa og sannfærðist um mikilvægi þess starfs sem þau beita sér fyrir; að leggja áherslu á sammannleg gildi, sameina en ekki sundra, sýna kærleika í stað ótta, byggja upp traust og vináttu milli ólíkra einstaklinga. Ef þið einhvern tíma fáið tækifæri til að kynna ykkur það sem það stendur fyrir eða taka þátt í starfi þess skuluð þið ekki láta það fram hjá ykkur fara!
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun