Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum á þessu ári

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabankans.
Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabankans. vísir/gva
Seðlabanki Íslands áætlar að veita lífeyrissjóðum hér á landi undanþágu frá gjaldeyrishöftum svo þeir megi fjárfesta í útlöndum á þessu ári.

Undanþágan mun miðast við að heimild hvers aðila gildi til loka þessa árs. Samanlagt munu sjóðirnir mega fjárfesta fyrir 10 milljarða króna. Sá peningur mun skiptast á milli þeirra þannig að annars vegar verður horft til stærðar viðkomandi, sem fær 70% vægi, og hins vegar verður horft til hreins innstreymis, sem fær 30% vægi.

Samkvæmt frétt Seðlabankans mun útreikningurinn byggja á nýjustu útreikningum Fjármálaeftirlitsins um lífeyrissjóð, en það eru tölur frá árinu 2013.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×