„Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2015 10:30 Jóhann Gunnar Arnarsson fékk að kenna á því um helgina. Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. „Þær elska mig allar...sumar kannski aðeins of mikið,“ segir Jóhann Gunnar. Hann telur bitin líklega á milli 100 og 200 en þeim sé strax farið að fækka. „Stelpan sagði einmitt: Þú ert eins og kallinn í Something about Mary,“ segir Jóhann hlæjandi og vísar í samnefnda bíómynd. Þar fær ein aðalpersónan útbrot sem svipar til þeirra sem Jóhann Gunnar fékk.Dom „Woogie“ Woganowski í kvikmyndinni Something about Mary.Sextán ára dóttirin slappLíkt og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun varð tónlistarmaðurinn Karl Tómasson bitinn í sumarbústað fjölskyldunnar við Meðalfellsvatn í Kjós um helgina. Var hann bitinn á meðan hann svaf og er nú allur undirlagður biti. Saga Jóhanns er áþekk sem einnig var bitinn í svefni. Sama gildir um eiginkonu hans en sextán ára dóttir þeirra slapp með skrekkinn. „Ætli þetta gerist ekki á svona tveimur sólarhringum. Maður vaknar með smá en svo kemur þetta meira í gegn sólarhring síðar,“ segir Jóhann Gunnar sem eðlilega klæjar. Hann segir þau hjónin hafa eitrað og lokað öllum gluggum. Síðan hafi hann ekki heyrt neitt suð og treystir á að vágesturinn sé á bak og burt.Áreksturinn í Reykjavíkurhöfn.MYND/BERGHILDUR ERLA BERNHARÐSDÓTTIRÁrás Rússa í Reykjavíkurhöfn Hann segist hafa heyrt fleiri í bústöðum í Kjósinni kvarta yfir bitum um helgina. Hefur Vísir heyrt af fleirum sem eru út úr bitnir eftir afslöppun í bústað á sömu slóðum um helgina. Jóhann Gunnar deildi mynd af sér á Facebook þar sem sést glögglega hversu illa hann er farinn eftir næturheimsóknina. „Fyrst ræðst rússneska heimsveldið á mig og svo skæruliðaherdeild bitmýsins...ég fór verr út úr því. Hvað ætli komi næst?“ segir Jóhann Gunnar sem starfar sem bryti á varðskipinu Þór. Hann var um borð í skipinu þegar rússneska skólaskipið sigldi utan í Þór og Tý á dögunum.Karl fékk að kenna á nýjasta Íslandsvininum.Vísir/ErnirVerri en moskító Náttúrufræðistofnun hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Starfsmaður stofnunarinnar segir að bitmýið sé líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl Tómasson í Fréttablaðinu í morgun. Tengdar fréttir Rússneskt seglskip sigldi utan í skip gæslunnar og laskaði þau Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skipið siglir utan í önnur skip. 11. júní 2015 17:44 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. „Þær elska mig allar...sumar kannski aðeins of mikið,“ segir Jóhann Gunnar. Hann telur bitin líklega á milli 100 og 200 en þeim sé strax farið að fækka. „Stelpan sagði einmitt: Þú ert eins og kallinn í Something about Mary,“ segir Jóhann hlæjandi og vísar í samnefnda bíómynd. Þar fær ein aðalpersónan útbrot sem svipar til þeirra sem Jóhann Gunnar fékk.Dom „Woogie“ Woganowski í kvikmyndinni Something about Mary.Sextán ára dóttirin slappLíkt og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun varð tónlistarmaðurinn Karl Tómasson bitinn í sumarbústað fjölskyldunnar við Meðalfellsvatn í Kjós um helgina. Var hann bitinn á meðan hann svaf og er nú allur undirlagður biti. Saga Jóhanns er áþekk sem einnig var bitinn í svefni. Sama gildir um eiginkonu hans en sextán ára dóttir þeirra slapp með skrekkinn. „Ætli þetta gerist ekki á svona tveimur sólarhringum. Maður vaknar með smá en svo kemur þetta meira í gegn sólarhring síðar,“ segir Jóhann Gunnar sem eðlilega klæjar. Hann segir þau hjónin hafa eitrað og lokað öllum gluggum. Síðan hafi hann ekki heyrt neitt suð og treystir á að vágesturinn sé á bak og burt.Áreksturinn í Reykjavíkurhöfn.MYND/BERGHILDUR ERLA BERNHARÐSDÓTTIRÁrás Rússa í Reykjavíkurhöfn Hann segist hafa heyrt fleiri í bústöðum í Kjósinni kvarta yfir bitum um helgina. Hefur Vísir heyrt af fleirum sem eru út úr bitnir eftir afslöppun í bústað á sömu slóðum um helgina. Jóhann Gunnar deildi mynd af sér á Facebook þar sem sést glögglega hversu illa hann er farinn eftir næturheimsóknina. „Fyrst ræðst rússneska heimsveldið á mig og svo skæruliðaherdeild bitmýsins...ég fór verr út úr því. Hvað ætli komi næst?“ segir Jóhann Gunnar sem starfar sem bryti á varðskipinu Þór. Hann var um borð í skipinu þegar rússneska skólaskipið sigldi utan í Þór og Tý á dögunum.Karl fékk að kenna á nýjasta Íslandsvininum.Vísir/ErnirVerri en moskító Náttúrufræðistofnun hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Starfsmaður stofnunarinnar segir að bitmýið sé líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl Tómasson í Fréttablaðinu í morgun.
Tengdar fréttir Rússneskt seglskip sigldi utan í skip gæslunnar og laskaði þau Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skipið siglir utan í önnur skip. 11. júní 2015 17:44 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Rússneskt seglskip sigldi utan í skip gæslunnar og laskaði þau Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skipið siglir utan í önnur skip. 11. júní 2015 17:44
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00