Fræhrökkbrauð með feta-og sítrónumauki sigga dögg skrifar 6. júlí 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Svava bloggar um mat á vefsíðunni Ljúmeti og lekkerheit og má þar finna ógrynni af uppskriftum, bæði hollum og líka dísætum. Þessi réttur er kjörin til að taka með sér í útileguna eða sumarbústaðinn eða bara til að hafa sem saðsamt en létt og hollt nasl á borðum. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ 3/4 dl sólblómafræ 1/4 dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Það má brjóta hrökkbrauðið í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá er betra að skera það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Hrökkbrauð með ídýfu frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheitVísir/Skjáskot Feta- og sítrónumauk 200 g fetakubbur 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (t.d. chili explotion krydd) Aðferð Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Nú er bara að bera fram og njóta! Brauð Uppskriftir Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Svava bloggar um mat á vefsíðunni Ljúmeti og lekkerheit og má þar finna ógrynni af uppskriftum, bæði hollum og líka dísætum. Þessi réttur er kjörin til að taka með sér í útileguna eða sumarbústaðinn eða bara til að hafa sem saðsamt en létt og hollt nasl á borðum. Fræhrökkbrauð 0,5 dl sesamfræ 0,5 dl hörfræ 3/4 dl sólblómafræ 1/4 dl graskersfræ 2 dl maísmjöl 0,5 dl ólífuolía 2-2,5 dl sjóðandi vatn gróft salt, t.d. maldonsalt rósmarín Aðferð Hitið ofninn í 150°. Setjið öll hráefni fyrir utan vatnið í skál og hrærið saman. Hellið sjóðandi vatni yfir (ég nota á milli 2 og 2,5 dl) og hrærið saman í deig. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið deigið yfir. Notið sleikju og dreifið úr deiginu þannig að það fylli út í bökunarplötuna (reynið að ná því eins þunnt og þið getið). Stráið salti og rósmarín yfir og bakið í 45 mínútur. Það má brjóta hrökkbrauðið í óreglulega bita þegar það hefur kólnað en ef þið viljið fá reglulegri hrökkbrauðssneiðar þá er betra að skera það með pizzaskera áður en það fer í ofninn. Hrökkbrauð með ídýfu frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheitVísir/Skjáskot Feta- og sítrónumauk 200 g fetakubbur 1 msk rifið sítrónuhýði (passið að taka bara ysta lagið, ekki rífa sítrónuna djúpt niður) 1-2 msk ferskur sítrónusafi 1 hvítlauksrif, hakkað 6 msk extra virgin ólífuolía smá af rauðum piparflögum (t.d. chili explotion krydd) Aðferð Setjið fetaostinn, sítrónuhýðið, 1 msk af sítrónusafa, hvítlauk og ólífuolíu í matvinnsluvél og látið vélina ganga þar allt hefur blandast vel en er enn með aðeins grófri áferð. Smakkið til, ef hræran er of sölt þá er meiri sítrónu bætt við. Setjið í skál, sáldrið smá ólífuolíu yfir og kryddið með rauðum piparflögum. Nú er bara að bera fram og njóta!
Brauð Uppskriftir Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira