Birgitta Haukdal: Fósturmissirinn tók mikið á Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2015 14:04 Birgitta Haukdal á von á sínu öðru barni. Mynd/Ásta Kristjánsdóttir „Þegar ég varð ekki barnshafandi eftir fyrstu meðferðina fékk ég sjokk og upplifði þá tilfinningu að kannski yrði ég aldrei mamma, að kannski yrði ég aldrei ein af þeim,“ segir Birgitta Haukdal í opinskáu viðtali í nýjasta tölublaði MAN sem kemur út á morgun. Þar lýsir hún raunum sínum og eiginmanns síns, Benediks Einarssonar, við að eignast barn sem gekk ekki þrautalaust en tókst að lokum með hjálp tækninnar Birgitta á von á sínu öðru barni í október. Eftir að hafa farið í gegnum fimm tæknisæðingar varð hún loks barnshafandi í fyrra skiptið, í október 2008. „Við komumst að því tveimur dögum eftir brúðkaupið okkar að við ættum von á barni. Víkingur, sonur okkar sem er sex ára í dag, fæddist svo níu mánuðum eftir brúðkaupið. Hann var því með okkur í brúðkaupinu og var besta brúðkaupsgjöfin,” segir Birgitta við MAN.Missti fósturEftir að sonurinn fæddist ákváðu þau fljótlega að byrja að reyna að eignast annað barn. Næstu árin fóru þau í margar tæknisæðingar sem ekki báru árangur og reyndu að lokum glasafrjóvgun sem tókst.Birgitta er í forsíðuviðtal við MAN sem kemur út á morgunMYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTIR„Það var mikil hamingja eftir fjögur ár af vonbrigðum en einhverra hluta vegna missti ég fóstrið eftir tveggja mánaða meðgöngu. Fósturmissirinn tók mikið á. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve sárt það er að missa fóstur og ég dáist að konum sem halda áfram að reyna að eignast börn þrátt fyrir ítrekaðan fósturmissi,” segir Birgitta. Hún hafi þó ákveðið að drífa sig aftur í glasameðferð, um leið og líkami hennar var tilbúinn. Hún hafi gengið og eiga þau hjónin von á sínu öðru barni í október. Segir reynslun hafa breytt sér Birgitta segir í samtali við MAN engan sem ekki hafi gengið í gegnum slíka erfiðleika geta ímyndað sér hversu erfitt það sé að geta ekki eignast barn. Í dag er Birgitta sannfærð um að erfiðleikarnir við að eignast börn hafi kennt henni að meta þau enn betur. „Ég hljóma kannski eins og Pollýanna en það er svona reynsla sem breytir manni,” segir söngkonan geðþekka. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Þegar ég varð ekki barnshafandi eftir fyrstu meðferðina fékk ég sjokk og upplifði þá tilfinningu að kannski yrði ég aldrei mamma, að kannski yrði ég aldrei ein af þeim,“ segir Birgitta Haukdal í opinskáu viðtali í nýjasta tölublaði MAN sem kemur út á morgun. Þar lýsir hún raunum sínum og eiginmanns síns, Benediks Einarssonar, við að eignast barn sem gekk ekki þrautalaust en tókst að lokum með hjálp tækninnar Birgitta á von á sínu öðru barni í október. Eftir að hafa farið í gegnum fimm tæknisæðingar varð hún loks barnshafandi í fyrra skiptið, í október 2008. „Við komumst að því tveimur dögum eftir brúðkaupið okkar að við ættum von á barni. Víkingur, sonur okkar sem er sex ára í dag, fæddist svo níu mánuðum eftir brúðkaupið. Hann var því með okkur í brúðkaupinu og var besta brúðkaupsgjöfin,” segir Birgitta við MAN.Missti fósturEftir að sonurinn fæddist ákváðu þau fljótlega að byrja að reyna að eignast annað barn. Næstu árin fóru þau í margar tæknisæðingar sem ekki báru árangur og reyndu að lokum glasafrjóvgun sem tókst.Birgitta er í forsíðuviðtal við MAN sem kemur út á morgunMYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTIR„Það var mikil hamingja eftir fjögur ár af vonbrigðum en einhverra hluta vegna missti ég fóstrið eftir tveggja mánaða meðgöngu. Fósturmissirinn tók mikið á. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hve sárt það er að missa fóstur og ég dáist að konum sem halda áfram að reyna að eignast börn þrátt fyrir ítrekaðan fósturmissi,” segir Birgitta. Hún hafi þó ákveðið að drífa sig aftur í glasameðferð, um leið og líkami hennar var tilbúinn. Hún hafi gengið og eiga þau hjónin von á sínu öðru barni í október. Segir reynslun hafa breytt sér Birgitta segir í samtali við MAN engan sem ekki hafi gengið í gegnum slíka erfiðleika geta ímyndað sér hversu erfitt það sé að geta ekki eignast barn. Í dag er Birgitta sannfærð um að erfiðleikarnir við að eignast börn hafi kennt henni að meta þau enn betur. „Ég hljóma kannski eins og Pollýanna en það er svona reynsla sem breytir manni,” segir söngkonan geðþekka.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira