Innlent

Dregur úr skjálftavirkni á Reykjanesi

Gissur Sigurðsson skrifar
Sterkasti skjálftinn í nótt var 2,2 stig.
Sterkasti skjálftinn í nótt var 2,2 stig. Vísir/Getty Images
Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni út af Reykjanesi í nótt, en þar hófst skjálftahrina í fyrrakvöld  með skjálfta upp í fimm stig í fyrrinótt. Sterkasti skjálftinn í nótt var 2,2 stig og varð hann um þrjú leitið. 

Síðan hafa allir mælst innan við eitt stig auk þess sem smáskjálftum fer líka ört fækkandi. 

Engin merki hafa sést um kvikuhlaup samfara skjálftahrinunni þannig að ólíklegt er talið að smágos hafi orðið neðansjávar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×