Elliði vísar því á bug að mega heita pilsfaldakapítalisti Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2015 14:40 Elliði Vignisson: Það sparast því ekkert með því að einkaaðili fjármagni skipið með veði í leigusamningi við ríkið. Ríkið borgar ætíð reikninginn og ljóst að það fjármagnar sig enginn á betri kjörum en ríkið. Vísir Bæjarstjórn Vestmannaeyja, hvar Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson er bæjarstjóri, leggst eindregið gegn því að ferja í Landeyjahöfn verði í eigu og rekstri einkaaðila. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, en Elliði er einn hressasti frjálshyggjumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum, þeirra sem komist hafa til valda og áhrifa. Er þetta ekki hreinn og klár pilsfaldakapítalismi; að vilja einkavæða gróðann en ríkisvæða tapið? „Með afgreiðslu sinni er Vestmannaeyjabær að leggist eindregið gegn þeim þætti pilsfaldakapítalismans sem fellst í því að ágóði sé hjá einkaaðila en kostnaðurinn og ábyrgðin hjá hinu opinbera. Hafa þarf hugfast að með afgreiðslu sinni var bæjarráð ekki að leggjast gegn því að reksturinn sem slíkur væri á hendi einkaaðila heldur því að eignarhaldið á skipinu væri hjá einkaaðilum,“ segir Elliði.Skammgóður vermir að skreyta ársreikningaOg Elliði heldur áfram, en þetta er honum greinilega hjartans mál: „Málið er einfaldlega það að búið er að hanna skip til að sigla í þeim erfiðu aðstæðum sem eru við Landeyjahöfn. Hönnun er algerlega fullfrágengin frá litavali á sætisáklæðum yfir í vélar og skrúfubúnað, og allt þar á milli. Það sparast því ekkert með því að einkaaðili fjármagni skipið með veði í leigusamningi við ríkið. Ríkið borgar ætíð reikninginn og ljóst að það fjármagnar sig enginn á betri kjörum en ríkið. Ég hefði þvert á móti haldið að reynslan hafi kennt okkur sem förum með almannafé að slíkur leikur er varasamur og liggur í raun nærri pilsfaldakapítalisma. Í einhverjum tilvikum kann sú leið að skreyta ársreikninga eða fárlög en það er skammgóður vermir.“ Elliði bendir jafnframt á, í þessu samhengi, að horfa þurfi til þess að þjóðvegurinn við Vestmannaeyjar er eins og allir aðrar þjóðvegir hér á landi rekin á ábyrgð og kostnað ríkisins: Þess betur sem fjármagnið nýtist, þeim mun meiri þjónustu er hægt að veita. Og bæjarráð vísar því í skýrslu Analityca þar sem segir: „Það er mat Analytica að eignarhald ríkis og/eða sveitarfélags á nýrri Vestmannaeyjaferju sé ódýrara fyrirkomulag en eignarhald einkaðila.“Messað yfir sannkristnum kórnumEn, hvað varð um þá möntru frjálshyggjumanna að allur rekstur sé betur kominn í höndum einkaaðila? „Mikilvægi þess að gera þetta á sem hagkvæmastan máta er svo enn aukið þegar til þess er litið að nýsmíði Vestmannaeyjaferju er sannarlega nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda þess að hægt verði að tryggja samgöngur allt árið um Landeyjahöfn. Þess vegna er nauðsynlegt að ráðast sem fyrst í framkvæmdir sem snúa að höfninni sjálfri og þá sérstaklega dýpkunarframkvæmdum og fleira. Innanríkisráðherra er afar ábyrg þegar kemur að bæði samgöngumálum og almannafé, þess vegna efast ég ekki um hún fer rétta leið í þessu eins og öðru. Við treystum henni fullkomlega og þessi afgreiðsla bæjarráðs er því án vafa eins og að verið sé að messa yfir sannkristinum kórnum,“ segir bæjarstjórinn og frjálshyggjumaðurinn Elliði Vignisson. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Bæjarstjórn Vestmannaeyja, hvar Sjálfstæðismaðurinn Elliði Vignisson er bæjarstjóri, leggst eindregið gegn því að ferja í Landeyjahöfn verði í eigu og rekstri einkaaðila. Þetta kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir, en Elliði er einn hressasti frjálshyggjumaðurinn í Sjálfstæðisflokknum, þeirra sem komist hafa til valda og áhrifa. Er þetta ekki hreinn og klár pilsfaldakapítalismi; að vilja einkavæða gróðann en ríkisvæða tapið? „Með afgreiðslu sinni er Vestmannaeyjabær að leggist eindregið gegn þeim þætti pilsfaldakapítalismans sem fellst í því að ágóði sé hjá einkaaðila en kostnaðurinn og ábyrgðin hjá hinu opinbera. Hafa þarf hugfast að með afgreiðslu sinni var bæjarráð ekki að leggjast gegn því að reksturinn sem slíkur væri á hendi einkaaðila heldur því að eignarhaldið á skipinu væri hjá einkaaðilum,“ segir Elliði.Skammgóður vermir að skreyta ársreikningaOg Elliði heldur áfram, en þetta er honum greinilega hjartans mál: „Málið er einfaldlega það að búið er að hanna skip til að sigla í þeim erfiðu aðstæðum sem eru við Landeyjahöfn. Hönnun er algerlega fullfrágengin frá litavali á sætisáklæðum yfir í vélar og skrúfubúnað, og allt þar á milli. Það sparast því ekkert með því að einkaaðili fjármagni skipið með veði í leigusamningi við ríkið. Ríkið borgar ætíð reikninginn og ljóst að það fjármagnar sig enginn á betri kjörum en ríkið. Ég hefði þvert á móti haldið að reynslan hafi kennt okkur sem förum með almannafé að slíkur leikur er varasamur og liggur í raun nærri pilsfaldakapítalisma. Í einhverjum tilvikum kann sú leið að skreyta ársreikninga eða fárlög en það er skammgóður vermir.“ Elliði bendir jafnframt á, í þessu samhengi, að horfa þurfi til þess að þjóðvegurinn við Vestmannaeyjar er eins og allir aðrar þjóðvegir hér á landi rekin á ábyrgð og kostnað ríkisins: Þess betur sem fjármagnið nýtist, þeim mun meiri þjónustu er hægt að veita. Og bæjarráð vísar því í skýrslu Analityca þar sem segir: „Það er mat Analytica að eignarhald ríkis og/eða sveitarfélags á nýrri Vestmannaeyjaferju sé ódýrara fyrirkomulag en eignarhald einkaðila.“Messað yfir sannkristnum kórnumEn, hvað varð um þá möntru frjálshyggjumanna að allur rekstur sé betur kominn í höndum einkaaðila? „Mikilvægi þess að gera þetta á sem hagkvæmastan máta er svo enn aukið þegar til þess er litið að nýsmíði Vestmannaeyjaferju er sannarlega nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda þess að hægt verði að tryggja samgöngur allt árið um Landeyjahöfn. Þess vegna er nauðsynlegt að ráðast sem fyrst í framkvæmdir sem snúa að höfninni sjálfri og þá sérstaklega dýpkunarframkvæmdum og fleira. Innanríkisráðherra er afar ábyrg þegar kemur að bæði samgöngumálum og almannafé, þess vegna efast ég ekki um hún fer rétta leið í þessu eins og öðru. Við treystum henni fullkomlega og þessi afgreiðsla bæjarráðs er því án vafa eins og að verið sé að messa yfir sannkristinum kórnum,“ segir bæjarstjórinn og frjálshyggjumaðurinn Elliði Vignisson.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira