Tónlist

Fylgstu með ATP á Twitter og Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gestir á ATP eru virkir á samskiptamiðlunum.
Gestir á ATP eru virkir á samskiptamiðlunum. vísir
Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties, eða ATP, hófst í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Á meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Belle and Sebastian, Public Enemy, Run the Jewels og Iggy Pop.

ATP hátíðin var fyrst haldin árið 1999 í Camber Sands í Sussex í Englandi en nú er hátíðin haldin víða um heim, meðal annars í Ástralíu og Japan. ATP var fyrst haldin í Ásbrú í Keflavík árið 2013 við góðar viðtökur. Í ár sækja um fimm þúsund manns  hátíðina heim, þar af rúmlega helmingurinn erlendir gestir.

Hér að neðan má fylgjast með umræðunni á Twitter og Instagram í tengslum við hátíðina en gestir hátíðarinnar eru beðnir um að notast við kassamerkið #atpiceland.

Myndir frá gestum ATP á Instagram:
Umræðan um ATP á Twitter:Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.