Tónlist

Fylgstu með ATP á Twitter og Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gestir á ATP eru virkir á samskiptamiðlunum.
Gestir á ATP eru virkir á samskiptamiðlunum. vísir

Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties, eða ATP, hófst í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Á meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Belle and Sebastian, Public Enemy, Run the Jewels og Iggy Pop.

ATP hátíðin var fyrst haldin árið 1999 í Camber Sands í Sussex í Englandi en nú er hátíðin haldin víða um heim, meðal annars í Ástralíu og Japan. ATP var fyrst haldin í Ásbrú í Keflavík árið 2013 við góðar viðtökur. Í ár sækja um fimm þúsund manns  hátíðina heim, þar af rúmlega helmingurinn erlendir gestir.

Hér að neðan má fylgjast með umræðunni á Twitter og Instagram í tengslum við hátíðina en gestir hátíðarinnar eru beðnir um að notast við kassamerkið #atpiceland.

Myndir frá gestum ATP á Instagram:
Umræðan um ATP á Twitter:


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.