Leikhúsgestur á Broadway stökk upp á svið til að hlaða símann sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2015 12:59 Leikkonan Sarah Stiles birti þessa mynd á Instagram síðu sinni þar sem hún og kollegar hennar taka sjálfsmynd við innstunguna góðu. Flestir eru meðvitaðir um hvernig sé viðeigandi að hegða sér í leikhúsi. Grunnreglurnar eru þrjár: Ekki mæta of seint, ekki tala á meðan á sýningu stendur og bannað að fara upp á svið. Þannig hefst frétt Guardian um furðulega uppákomu sem átti sér stað rétt í þann mund sem sýning á Hand to God átti að hefjast á fimmtudaginn í síðustu viku. Einn leikhúsgesta virðist hafa séð innstungu á sviðinu og væntanlega verið með því sem næst rafhlöðulausan síma. Hann gerði sér því lítið fyrir og vippaði sér upp á svið í þeim tilgangi að hlaða símann sinn en hann var með hleðslutæki með sér. Því miður fyrir hann reyndist innstungan hluti af leikmyndinni og því ekki nothæf. „Þetta var alveg fáránlegt allan tímann,“ segir Chris York, einn leikhúsgesta sem vakti máls á uppákomunni á Facebook-síðu sinni. Hann segir að gesturinn hafi skellt sér á svið um tveimur mínútum áður en sýningin átti að hefjast. Símaeigandinn hafi verið á þrítugsaldri og þurft að stökkva upp á svið enda engar tröppur í boði. Í fyrstu hafi leikhúsgestir talið að uppákoman væri hluti af sýningunni. Um leið og fólk hafi áttað sig á því að svo var ekki fór fólk að hlæja að manninum og gera grín að honum. Í kjölfarið voru gestir í salnum minntir á að óheimilt væri að hlaða síma sína á sviðinu. Sarah Stiles, leikkona í Hand to God, velti fyrir sér hvort tunglið hefði verið fullt þetta kvöld.A guy jumped on the stage and plugged his phone into the fake outlet on our set just before we started. @HandtoGodBway #fullmoon or #idiot ?— Sarah Stiles (@Lulubellestiles) July 3, 2015 Þá benti annar leikari, Marc Kudisch, vinsamlega á að innstungan væri ekki ætluð til símahleðslu.Dear general audience, an electrical socket that's a part of the set of the play is NOT for you to charge your iPhone.....just an FYI.....— Marc Kudisch (@MarcKuds) July 4, 2015 Nokkrir leikarar í sýningunni brugðu á leik að henni lokinni og þóttust taka mynd af sér með símaeigandanum. Selfies with the infamous charger at fight call. #yesitreallyhappened @handtogodbway A photo posted by Sarah Stiles (@lulubellestiles) on Jul 7, 2015 at 5:04pm PDT Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Flestir eru meðvitaðir um hvernig sé viðeigandi að hegða sér í leikhúsi. Grunnreglurnar eru þrjár: Ekki mæta of seint, ekki tala á meðan á sýningu stendur og bannað að fara upp á svið. Þannig hefst frétt Guardian um furðulega uppákomu sem átti sér stað rétt í þann mund sem sýning á Hand to God átti að hefjast á fimmtudaginn í síðustu viku. Einn leikhúsgesta virðist hafa séð innstungu á sviðinu og væntanlega verið með því sem næst rafhlöðulausan síma. Hann gerði sér því lítið fyrir og vippaði sér upp á svið í þeim tilgangi að hlaða símann sinn en hann var með hleðslutæki með sér. Því miður fyrir hann reyndist innstungan hluti af leikmyndinni og því ekki nothæf. „Þetta var alveg fáránlegt allan tímann,“ segir Chris York, einn leikhúsgesta sem vakti máls á uppákomunni á Facebook-síðu sinni. Hann segir að gesturinn hafi skellt sér á svið um tveimur mínútum áður en sýningin átti að hefjast. Símaeigandinn hafi verið á þrítugsaldri og þurft að stökkva upp á svið enda engar tröppur í boði. Í fyrstu hafi leikhúsgestir talið að uppákoman væri hluti af sýningunni. Um leið og fólk hafi áttað sig á því að svo var ekki fór fólk að hlæja að manninum og gera grín að honum. Í kjölfarið voru gestir í salnum minntir á að óheimilt væri að hlaða síma sína á sviðinu. Sarah Stiles, leikkona í Hand to God, velti fyrir sér hvort tunglið hefði verið fullt þetta kvöld.A guy jumped on the stage and plugged his phone into the fake outlet on our set just before we started. @HandtoGodBway #fullmoon or #idiot ?— Sarah Stiles (@Lulubellestiles) July 3, 2015 Þá benti annar leikari, Marc Kudisch, vinsamlega á að innstungan væri ekki ætluð til símahleðslu.Dear general audience, an electrical socket that's a part of the set of the play is NOT for you to charge your iPhone.....just an FYI.....— Marc Kudisch (@MarcKuds) July 4, 2015 Nokkrir leikarar í sýningunni brugðu á leik að henni lokinni og þóttust taka mynd af sér með símaeigandanum. Selfies with the infamous charger at fight call. #yesitreallyhappened @handtogodbway A photo posted by Sarah Stiles (@lulubellestiles) on Jul 7, 2015 at 5:04pm PDT
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein