Leikhúsgestur á Broadway stökk upp á svið til að hlaða símann sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2015 12:59 Leikkonan Sarah Stiles birti þessa mynd á Instagram síðu sinni þar sem hún og kollegar hennar taka sjálfsmynd við innstunguna góðu. Flestir eru meðvitaðir um hvernig sé viðeigandi að hegða sér í leikhúsi. Grunnreglurnar eru þrjár: Ekki mæta of seint, ekki tala á meðan á sýningu stendur og bannað að fara upp á svið. Þannig hefst frétt Guardian um furðulega uppákomu sem átti sér stað rétt í þann mund sem sýning á Hand to God átti að hefjast á fimmtudaginn í síðustu viku. Einn leikhúsgesta virðist hafa séð innstungu á sviðinu og væntanlega verið með því sem næst rafhlöðulausan síma. Hann gerði sér því lítið fyrir og vippaði sér upp á svið í þeim tilgangi að hlaða símann sinn en hann var með hleðslutæki með sér. Því miður fyrir hann reyndist innstungan hluti af leikmyndinni og því ekki nothæf. „Þetta var alveg fáránlegt allan tímann,“ segir Chris York, einn leikhúsgesta sem vakti máls á uppákomunni á Facebook-síðu sinni. Hann segir að gesturinn hafi skellt sér á svið um tveimur mínútum áður en sýningin átti að hefjast. Símaeigandinn hafi verið á þrítugsaldri og þurft að stökkva upp á svið enda engar tröppur í boði. Í fyrstu hafi leikhúsgestir talið að uppákoman væri hluti af sýningunni. Um leið og fólk hafi áttað sig á því að svo var ekki fór fólk að hlæja að manninum og gera grín að honum. Í kjölfarið voru gestir í salnum minntir á að óheimilt væri að hlaða síma sína á sviðinu. Sarah Stiles, leikkona í Hand to God, velti fyrir sér hvort tunglið hefði verið fullt þetta kvöld.A guy jumped on the stage and plugged his phone into the fake outlet on our set just before we started. @HandtoGodBway #fullmoon or #idiot ?— Sarah Stiles (@Lulubellestiles) July 3, 2015 Þá benti annar leikari, Marc Kudisch, vinsamlega á að innstungan væri ekki ætluð til símahleðslu.Dear general audience, an electrical socket that's a part of the set of the play is NOT for you to charge your iPhone.....just an FYI.....— Marc Kudisch (@MarcKuds) July 4, 2015 Nokkrir leikarar í sýningunni brugðu á leik að henni lokinni og þóttust taka mynd af sér með símaeigandanum. Selfies with the infamous charger at fight call. #yesitreallyhappened @handtogodbway A photo posted by Sarah Stiles (@lulubellestiles) on Jul 7, 2015 at 5:04pm PDT Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
Flestir eru meðvitaðir um hvernig sé viðeigandi að hegða sér í leikhúsi. Grunnreglurnar eru þrjár: Ekki mæta of seint, ekki tala á meðan á sýningu stendur og bannað að fara upp á svið. Þannig hefst frétt Guardian um furðulega uppákomu sem átti sér stað rétt í þann mund sem sýning á Hand to God átti að hefjast á fimmtudaginn í síðustu viku. Einn leikhúsgesta virðist hafa séð innstungu á sviðinu og væntanlega verið með því sem næst rafhlöðulausan síma. Hann gerði sér því lítið fyrir og vippaði sér upp á svið í þeim tilgangi að hlaða símann sinn en hann var með hleðslutæki með sér. Því miður fyrir hann reyndist innstungan hluti af leikmyndinni og því ekki nothæf. „Þetta var alveg fáránlegt allan tímann,“ segir Chris York, einn leikhúsgesta sem vakti máls á uppákomunni á Facebook-síðu sinni. Hann segir að gesturinn hafi skellt sér á svið um tveimur mínútum áður en sýningin átti að hefjast. Símaeigandinn hafi verið á þrítugsaldri og þurft að stökkva upp á svið enda engar tröppur í boði. Í fyrstu hafi leikhúsgestir talið að uppákoman væri hluti af sýningunni. Um leið og fólk hafi áttað sig á því að svo var ekki fór fólk að hlæja að manninum og gera grín að honum. Í kjölfarið voru gestir í salnum minntir á að óheimilt væri að hlaða síma sína á sviðinu. Sarah Stiles, leikkona í Hand to God, velti fyrir sér hvort tunglið hefði verið fullt þetta kvöld.A guy jumped on the stage and plugged his phone into the fake outlet on our set just before we started. @HandtoGodBway #fullmoon or #idiot ?— Sarah Stiles (@Lulubellestiles) July 3, 2015 Þá benti annar leikari, Marc Kudisch, vinsamlega á að innstungan væri ekki ætluð til símahleðslu.Dear general audience, an electrical socket that's a part of the set of the play is NOT for you to charge your iPhone.....just an FYI.....— Marc Kudisch (@MarcKuds) July 4, 2015 Nokkrir leikarar í sýningunni brugðu á leik að henni lokinni og þóttust taka mynd af sér með símaeigandanum. Selfies with the infamous charger at fight call. #yesitreallyhappened @handtogodbway A photo posted by Sarah Stiles (@lulubellestiles) on Jul 7, 2015 at 5:04pm PDT
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira