„Hann er spilltur pólitíkus“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. júlí 2015 16:22 Arnold Schwarzenegger við frumsýningu Terminator: Genesis í Suður-Kóreu. Vísir/Getty „Hann leikur hetjur í kvikmyndum en hann er ekki alvöru hetja. Hann er spilltur pólitíkus,“ segir Fred Santos í samtali við bandarísku fréttastofuna CNN um leikarann Arnold Schwarzenegger. Rétt áður en hann lauk síðara kjörtímabili sínu sem ríkisstjóri Kaliforníu-fylkis í Bandaríkjunum árið 2011 ákvað Schwarzenegger að milda dóm yfir Esteban Nunez sem hafði játað aðild að morði sonar Fred Santos, Luis, sama ár. Það er ekki nýmæli að ríkisstjóri ákveði að milda dóma en CNN segir hvorki fjölskyldu Santos né embætti saksóknara í San Diego-sýslu hafa haft minnstan grun um að þessi ákvörðun væri á leiðinni. Sagt var frá ákvörðuninni í fjölmiðlum og fékk fjölskylda Santos upplýsingar um hana í gegnum blaðamann.Fabian Nunez og Arnold Schwarzenegger.Vísir/Getty„Pólitísk frændhygli“ „Sonur minn var stunginn í hjartað á meðan hann var á lífi. Schwarzenegger stakk hann síðan í bakið með þessari ákvörðun,“ segir Fred Santos. CNN segir Fred hafa velt því fyrir sér í fyrstu hvers vegna Schwarzenegger hefði áhuga á þessu máli en segist þó hafa óttast frá upphafi að pólitík gæti haft áhrif á það. Esteban Nunez er nefnilega sonur Fabian Nunez sem er einn valdamesti Demókratinn í Kaliforníu. Nunez þessi var þingforseti Kaliforníuríkis um skeið á þeim tíma þegar Schwarzenegger var ríkisstjóri Kaliforníuríkis á vegum Repúblikanaflokksins. „Þetta er pólitísk frændhygli af verstu gerð,“ segir Santos. Það var í október árið 2008 sem mikið æði rann á Esteban Nunez og félaga hans Ryan Jett þegar þeim var meinaður aðgangur að samkvæmi bræðralags nærri lóð San Diego-ríkisháskólans. Hvorugur þeirra stundaði nám þar og vildu þeir hefna sín, að því er fram kom við réttarhöld málsins. Voru þeir sagðir hafa ætlað að sýna bræðralaginu hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á heimaslóðum þeirra í Sacramento. Luis Santos og félagi hans urðu síðar um kvöldið á vegi þeirra og fór svo að Luis var stunginn af Ryan Jett og lést hann af sárum sínum. Nunez stakk tvo aðra félaga Santos sem sluppu þó lifandi frá þeirri árás.Sluppu með 16 ár gegn játningu Fyrir dómi var Jett ákærður fyrir að myrða Santos og Nunez ákærður fyrir tilraun til manndráps og aðild að manndrápi. Áttu þeir yfir höfði sér 15 ára til lífstíðarfangelsisvist fyrir þennan glæp en gegn játningu var dómurinn þeirra mildaður á þá leið að þeir myndu að hámarki sitja inni sextán ár. Báðir fengu þeir sextán ára fangelsisdóm. 2. janúar árið 2011, sex mánuðum eftir að Esteban Nunez hafði verið fangelsaður, degi fengu foreldrar Luis Santos símtal frá fréttamanni sem tjáði þeim að eitt af síðustu verkum Schwarzeneggers í embætti hefði verið að milda dóm Nunez um helming sem þýddi að hann gat sótt um reynslulausn í apríl árið 2016. Schwarzenegger lét af embætti 3. janúar 2011.Fabian Nunez neitar að hafa beðið Schwarzenegger um að milda dóm sonar hans.Vísir/GettyNeitar að hafa beitt Schwarzenegger þrýstingi Fabian Nunez hefur neitað því opinberlega að hafa þrýst á Schwarzenegger um að launa sér greiða með því að milda dóm sonar hans. Nunez hefur hins vegar ítrekað haldið því fram að sonur hans hefði fengið harkalega meðferð fyrir að vera afkvæmi stjórnmálamanns. Hann segir ummæli fjölskyldu Santos, verjenda hennar og embættis saksóknara í San Diego sýslu hafa einfaldað málið niður í spennandi frásögn: Esteban Nunez samþykkti skilyrði um játningu og fékk síðan dóminn mildaðan vegna áhrifa föður hans. Sonur hans hafi sóst eftir því að dómurinn yrði mildaður til að leiðrétta ranglæti sem hann varð fyrir af hálfu saksóknara og dómara. „Hann vildi aldrei samkomulagið sem fylgdi játningunni ef það þýddi sextán ára fangelsisvist. Hann vildi fara fyrir dóm og verja sig gegn ásökunum saksóknara að hann hefði gengið hart fram,“ segir Fabian Nunez og tekur fram að stór hópur hefði átt þátt í átökunum og bendir á að tveir þeirra sem fengu skilorðsbundinn dóm gegn játningu hefðu borið jafn mikla ábyrgð á dauða Luis Santos og sonur hans.Fóru með málið fyrir dóm Foreldrar Santos ásamt embætti saksóknara í San Diego-sýslu stefndu þessari ákvörðun Schwarzeneggers fyrir dóm árið 2011. Voru þau á því að hann hefði brotið gegn lögum Kaliforníu-fylkis sem kveða á um að fjölskyldur fórnarlamba fái að tjá sig við allan málarekstur sem tengist máli þeirra. Tveir dómarar mátu þessa ákvörðun Schwarzeneggers ósanngjarna og að hún gæfi tilefni til að ávíta hann en að hún hefði ekki brotið gegn lögum Kaliforníuríkis því lögin næðu aðeins yfir ákvarðanir um reynslulausn en ekki náðun.Fengu fram lagabreytingu Schwarzenegger er sagður hafa sloppið þar fyrir horn en með þessari baráttu náði fjölskylda Luis Santos og embætti saksóknara í San Diego-sýslu að fá fram lagabreytingu í Kaliforníuríki sem kveður á um að ríkisstjóra sé skylt að tilkynna fjölskyldum fórnarlamba og saksóknurum um náðum með tíu daga fyrirvara. Schwarzenegger neitaði að tjá sig við CNN um málið þegar eftir því var óskað. Sjá umfjöllun CNN um málið hér. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Hann leikur hetjur í kvikmyndum en hann er ekki alvöru hetja. Hann er spilltur pólitíkus,“ segir Fred Santos í samtali við bandarísku fréttastofuna CNN um leikarann Arnold Schwarzenegger. Rétt áður en hann lauk síðara kjörtímabili sínu sem ríkisstjóri Kaliforníu-fylkis í Bandaríkjunum árið 2011 ákvað Schwarzenegger að milda dóm yfir Esteban Nunez sem hafði játað aðild að morði sonar Fred Santos, Luis, sama ár. Það er ekki nýmæli að ríkisstjóri ákveði að milda dóma en CNN segir hvorki fjölskyldu Santos né embætti saksóknara í San Diego-sýslu hafa haft minnstan grun um að þessi ákvörðun væri á leiðinni. Sagt var frá ákvörðuninni í fjölmiðlum og fékk fjölskylda Santos upplýsingar um hana í gegnum blaðamann.Fabian Nunez og Arnold Schwarzenegger.Vísir/Getty„Pólitísk frændhygli“ „Sonur minn var stunginn í hjartað á meðan hann var á lífi. Schwarzenegger stakk hann síðan í bakið með þessari ákvörðun,“ segir Fred Santos. CNN segir Fred hafa velt því fyrir sér í fyrstu hvers vegna Schwarzenegger hefði áhuga á þessu máli en segist þó hafa óttast frá upphafi að pólitík gæti haft áhrif á það. Esteban Nunez er nefnilega sonur Fabian Nunez sem er einn valdamesti Demókratinn í Kaliforníu. Nunez þessi var þingforseti Kaliforníuríkis um skeið á þeim tíma þegar Schwarzenegger var ríkisstjóri Kaliforníuríkis á vegum Repúblikanaflokksins. „Þetta er pólitísk frændhygli af verstu gerð,“ segir Santos. Það var í október árið 2008 sem mikið æði rann á Esteban Nunez og félaga hans Ryan Jett þegar þeim var meinaður aðgangur að samkvæmi bræðralags nærri lóð San Diego-ríkisháskólans. Hvorugur þeirra stundaði nám þar og vildu þeir hefna sín, að því er fram kom við réttarhöld málsins. Voru þeir sagðir hafa ætlað að sýna bræðralaginu hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á heimaslóðum þeirra í Sacramento. Luis Santos og félagi hans urðu síðar um kvöldið á vegi þeirra og fór svo að Luis var stunginn af Ryan Jett og lést hann af sárum sínum. Nunez stakk tvo aðra félaga Santos sem sluppu þó lifandi frá þeirri árás.Sluppu með 16 ár gegn játningu Fyrir dómi var Jett ákærður fyrir að myrða Santos og Nunez ákærður fyrir tilraun til manndráps og aðild að manndrápi. Áttu þeir yfir höfði sér 15 ára til lífstíðarfangelsisvist fyrir þennan glæp en gegn játningu var dómurinn þeirra mildaður á þá leið að þeir myndu að hámarki sitja inni sextán ár. Báðir fengu þeir sextán ára fangelsisdóm. 2. janúar árið 2011, sex mánuðum eftir að Esteban Nunez hafði verið fangelsaður, degi fengu foreldrar Luis Santos símtal frá fréttamanni sem tjáði þeim að eitt af síðustu verkum Schwarzeneggers í embætti hefði verið að milda dóm Nunez um helming sem þýddi að hann gat sótt um reynslulausn í apríl árið 2016. Schwarzenegger lét af embætti 3. janúar 2011.Fabian Nunez neitar að hafa beðið Schwarzenegger um að milda dóm sonar hans.Vísir/GettyNeitar að hafa beitt Schwarzenegger þrýstingi Fabian Nunez hefur neitað því opinberlega að hafa þrýst á Schwarzenegger um að launa sér greiða með því að milda dóm sonar hans. Nunez hefur hins vegar ítrekað haldið því fram að sonur hans hefði fengið harkalega meðferð fyrir að vera afkvæmi stjórnmálamanns. Hann segir ummæli fjölskyldu Santos, verjenda hennar og embættis saksóknara í San Diego sýslu hafa einfaldað málið niður í spennandi frásögn: Esteban Nunez samþykkti skilyrði um játningu og fékk síðan dóminn mildaðan vegna áhrifa föður hans. Sonur hans hafi sóst eftir því að dómurinn yrði mildaður til að leiðrétta ranglæti sem hann varð fyrir af hálfu saksóknara og dómara. „Hann vildi aldrei samkomulagið sem fylgdi játningunni ef það þýddi sextán ára fangelsisvist. Hann vildi fara fyrir dóm og verja sig gegn ásökunum saksóknara að hann hefði gengið hart fram,“ segir Fabian Nunez og tekur fram að stór hópur hefði átt þátt í átökunum og bendir á að tveir þeirra sem fengu skilorðsbundinn dóm gegn játningu hefðu borið jafn mikla ábyrgð á dauða Luis Santos og sonur hans.Fóru með málið fyrir dóm Foreldrar Santos ásamt embætti saksóknara í San Diego-sýslu stefndu þessari ákvörðun Schwarzeneggers fyrir dóm árið 2011. Voru þau á því að hann hefði brotið gegn lögum Kaliforníu-fylkis sem kveða á um að fjölskyldur fórnarlamba fái að tjá sig við allan málarekstur sem tengist máli þeirra. Tveir dómarar mátu þessa ákvörðun Schwarzeneggers ósanngjarna og að hún gæfi tilefni til að ávíta hann en að hún hefði ekki brotið gegn lögum Kaliforníuríkis því lögin næðu aðeins yfir ákvarðanir um reynslulausn en ekki náðun.Fengu fram lagabreytingu Schwarzenegger er sagður hafa sloppið þar fyrir horn en með þessari baráttu náði fjölskylda Luis Santos og embætti saksóknara í San Diego-sýslu að fá fram lagabreytingu í Kaliforníuríki sem kveður á um að ríkisstjóra sé skylt að tilkynna fjölskyldum fórnarlamba og saksóknurum um náðum með tíu daga fyrirvara. Schwarzenegger neitaði að tjá sig við CNN um málið þegar eftir því var óskað. Sjá umfjöllun CNN um málið hér.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira