Bókarinn á Hróaskeldu: „Ég elska íslenska tónlist" Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júní 2015 13:00 Nordic Playlist vefsíðan er í sérstöku samstarfi við Hróaskelduhátíðina á þessu ári og senda út fréttir frá henni daglega frá 1. – 5. júlí. Ritstjóri síðunnar, Francine Gorman, fylgist einnig með Rising og Apollo sviðunum en þar er búin að vera dagskrá í gangi síðan á sunnudag. Hún náði tali af Stefan Gejsing sem er aðalbókari Hróarskelduhátíðarinnar og ræddi meðal annars við hann um íslensku listamennina á hátíðinni og hvernig hann velur hljómsveitirnar yfir höfuð.Nordic Playlist er vegvísir Stefan segist hafa mikið dálæti á Nordic Playlist og að hann og kollegar hans noti síðuna til að fylgjast með því sem sé að gerast í tónlist á Norðurlöndum. Hann segir bæði áhugavert að fylgjast með lögunum sem eru valin á listann og einnig listamennina sem taka þá saman. Þetta sé einskonar vegvísir fyrir fólk í tónlistargeiranum.Kem árlega á Iceland Airwaves Stefan bókaði fjórar íslenskar hljómsveitir á Hróarskeldu á þessu ári. Hann segist elska íslenska tónlist og komi á Iceland Airwaves árlega til að fylgjast með. Hann segir Grím Atlason, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves, hafa bent sér á að fara og sjá Kippa Kanínus í Hörpu í fyrra og ákvað að bóka bandið í framhaldinu. Stefan sá síðan Young Karin og féll alveg fyrir þeim. Hann segir söngkonuna Karin eiga framtíðina fyrir sér. Hann hefur trú á að Danir sem og alþjóðlegir áhorfendur eigi eftir að taka eftir þessu bandi. Vök sá Stefan á By:Larm fyrir á þessu ári. Hann segist hafa verið dolfallinn á stórkostlegum tónleikum með þeim og þau séu sú hljómsveit sem að hann hafi hlustað mest á undanfarið ár. Margrét Rán segist hafa farið þrisvar á Hróarskeldu, fyrst 15 ára gömul og það sé mikill heiður fyrir hana að fá spila á hátíðinni. Fjórða bandið sem Stefan nefnir er Vintage Caravan. Hann segir sögu þeirra sérstaka. Þeir hafi flutt til Sønderborg sem er nálægt þýsku landamærunum. „Yfirleitt flytja bönd til Kaupmannahafnar en Vintage Caravan völdu að vera nálægt þýska markaðnum. Mér fannst það skemmtilegur vinkill í þeirra sögu,” segir Stefan og bætir við að hann hafi mikið dálæti á hljómsveitinni sem sé með stórkostlega sviðsframkomu. Nordic Playlist sendir út pistla um hátíðina daglega sem birtast á www.youtube.com/nordicplaylist Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Nordic Playlist vefsíðan er í sérstöku samstarfi við Hróaskelduhátíðina á þessu ári og senda út fréttir frá henni daglega frá 1. – 5. júlí. Ritstjóri síðunnar, Francine Gorman, fylgist einnig með Rising og Apollo sviðunum en þar er búin að vera dagskrá í gangi síðan á sunnudag. Hún náði tali af Stefan Gejsing sem er aðalbókari Hróarskelduhátíðarinnar og ræddi meðal annars við hann um íslensku listamennina á hátíðinni og hvernig hann velur hljómsveitirnar yfir höfuð.Nordic Playlist er vegvísir Stefan segist hafa mikið dálæti á Nordic Playlist og að hann og kollegar hans noti síðuna til að fylgjast með því sem sé að gerast í tónlist á Norðurlöndum. Hann segir bæði áhugavert að fylgjast með lögunum sem eru valin á listann og einnig listamennina sem taka þá saman. Þetta sé einskonar vegvísir fyrir fólk í tónlistargeiranum.Kem árlega á Iceland Airwaves Stefan bókaði fjórar íslenskar hljómsveitir á Hróarskeldu á þessu ári. Hann segist elska íslenska tónlist og komi á Iceland Airwaves árlega til að fylgjast með. Hann segir Grím Atlason, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves, hafa bent sér á að fara og sjá Kippa Kanínus í Hörpu í fyrra og ákvað að bóka bandið í framhaldinu. Stefan sá síðan Young Karin og féll alveg fyrir þeim. Hann segir söngkonuna Karin eiga framtíðina fyrir sér. Hann hefur trú á að Danir sem og alþjóðlegir áhorfendur eigi eftir að taka eftir þessu bandi. Vök sá Stefan á By:Larm fyrir á þessu ári. Hann segist hafa verið dolfallinn á stórkostlegum tónleikum með þeim og þau séu sú hljómsveit sem að hann hafi hlustað mest á undanfarið ár. Margrét Rán segist hafa farið þrisvar á Hróarskeldu, fyrst 15 ára gömul og það sé mikill heiður fyrir hana að fá spila á hátíðinni. Fjórða bandið sem Stefan nefnir er Vintage Caravan. Hann segir sögu þeirra sérstaka. Þeir hafi flutt til Sønderborg sem er nálægt þýsku landamærunum. „Yfirleitt flytja bönd til Kaupmannahafnar en Vintage Caravan völdu að vera nálægt þýska markaðnum. Mér fannst það skemmtilegur vinkill í þeirra sögu,” segir Stefan og bætir við að hann hafi mikið dálæti á hljómsveitinni sem sé með stórkostlega sviðsframkomu. Nordic Playlist sendir út pistla um hátíðina daglega sem birtast á www.youtube.com/nordicplaylist
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira