„Reiðhjólamenn græða ekki á bensínlækkun“ Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 13:55 Þingmaður Framsóknarflokksins segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hafa tekist dæmalaust vel og komi meðal- og lágtekjufólki til góða. Þingmenn Vinstri grænna benda hins vegar á að um 20 milljarðar fari til tekjuhæstu heimila landsins og yngsti hópurinn fái minnst. Þingmenn vinstri grænna gagnrýndu það á Alþingi í morgun hvernig skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar dreifist á heimili landsins, samkæmt skýrslu fjármálaráðherra sem formaður flokksins óskaði eftir. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði leiðréttinguna fela í sér mikla tilfærslu fjármuna milli kynslóða. „Uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. Það er að segja unga fólkið sem keypti íbúðir á þessum óhagstæðu árum fær minnst,“ sagði Steingrímur. Stærstur hluti leiðréttingarinnar færi skiljanlega til höfuðborgarsvæðisins. „Tuttugu milljarðar fara til hinna tekjuhæstu. Þeirra tveggja tekjutíunda sem eru með sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira. Þeir fá tuttugu milljarða af þessum sjötíu,“ segir Steingrímur. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að það séu tólfhundruð og heimili sem hafa fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir það að það eru 55,800 heimili sem skipta með sér um 88,5 milljörðum króna. Og hvernig skiptist þetta? Þetta skiptist gróflega þannig að stærsti hluti þessar leiðréttingar kemur í hlut þeirra sem eru með meðaltekjur og minni,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók undir með flokksbróður sínum Steingrími. „Og auðvitað er ekki hægt að segja að þetta sé almenn aðgerð eins og stjórnarmeirihlutinn hefur haldið hér fram og það er rakið afskaplega vel að svo er ekki,“ sagði Bjarkey. Þorsteinn sagði rangt að ekki væri um almenna aðgerð að ræða. Algeng leiðrétting væri uppá 1,5 milljónir sem þýddi lækkun greiðslubyrði um tíu til tólf þúsund krónur á mánuði og að auki bættist séreingarsparnaður við. Samanlagt gætu þessar leiðir lækkað greiðslubyrði meðaltekjuhjóna húsnæðisláns til tuttugu ára um sex milljónir króna. „Þegar þessi aðgerð kom fyrst til fóru menn að leita að þeim sem ekki fengu lausn. Leigjendur fengu t.d. ekki lausn af því að þeir voru ekki með húsnæðisskuldir. Alveg eins og reiðhjólamenn græða ekki á bensínlækkun. Það er bara svoleiðis,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hafa tekist dæmalaust vel og komi meðal- og lágtekjufólki til góða. Þingmenn Vinstri grænna benda hins vegar á að um 20 milljarðar fari til tekjuhæstu heimila landsins og yngsti hópurinn fái minnst. Þingmenn vinstri grænna gagnrýndu það á Alþingi í morgun hvernig skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar dreifist á heimili landsins, samkæmt skýrslu fjármálaráðherra sem formaður flokksins óskaði eftir. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði leiðréttinguna fela í sér mikla tilfærslu fjármuna milli kynslóða. „Uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. Það er að segja unga fólkið sem keypti íbúðir á þessum óhagstæðu árum fær minnst,“ sagði Steingrímur. Stærstur hluti leiðréttingarinnar færi skiljanlega til höfuðborgarsvæðisins. „Tuttugu milljarðar fara til hinna tekjuhæstu. Þeirra tveggja tekjutíunda sem eru með sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira. Þeir fá tuttugu milljarða af þessum sjötíu,“ segir Steingrímur. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að það séu tólfhundruð og heimili sem hafa fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir það að það eru 55,800 heimili sem skipta með sér um 88,5 milljörðum króna. Og hvernig skiptist þetta? Þetta skiptist gróflega þannig að stærsti hluti þessar leiðréttingar kemur í hlut þeirra sem eru með meðaltekjur og minni,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók undir með flokksbróður sínum Steingrími. „Og auðvitað er ekki hægt að segja að þetta sé almenn aðgerð eins og stjórnarmeirihlutinn hefur haldið hér fram og það er rakið afskaplega vel að svo er ekki,“ sagði Bjarkey. Þorsteinn sagði rangt að ekki væri um almenna aðgerð að ræða. Algeng leiðrétting væri uppá 1,5 milljónir sem þýddi lækkun greiðslubyrði um tíu til tólf þúsund krónur á mánuði og að auki bættist séreingarsparnaður við. Samanlagt gætu þessar leiðir lækkað greiðslubyrði meðaltekjuhjóna húsnæðisláns til tuttugu ára um sex milljónir króna. „Þegar þessi aðgerð kom fyrst til fóru menn að leita að þeim sem ekki fengu lausn. Leigjendur fengu t.d. ekki lausn af því að þeir voru ekki með húsnæðisskuldir. Alveg eins og reiðhjólamenn græða ekki á bensínlækkun. Það er bara svoleiðis,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira