Eyddi tæpri milljón í munntóbak og ætlar að hjálpa öðrum að hætta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2015 14:30 Jón Kári Eldon mynd/jón kári „Það kom mér á óvart hvað þetta var mikið þegar ég sá þetta dós fyrir dós,“ segir Jón Kári Eldon en fyrir ári síðan hætti hann að neyta munntóbaks. Til að fagna árangrinum setti hann vefsíðuna BaggErBögg.is. Á síðunni setur Jón Kári neyslu sína fram á myndrænan hátt en hann var virkur neytandi í tíu ár áður en hann hætti. Eftir ár án tóbaks segist hann vera við betri heilsu, kátari og nokkrum þúsundköllum ríkari. Honum reiknast til að hann hafi verið á níu hundrað þúsund krónum í munntóbak og magnið sé líklegast í kringum 36 kíló. „Maður heyrir oft talað um magnið en maður sér alltaf bara tölur en engar myndir. Ég tók saman mína neyslu sem er frekar venjuleg og ábyggilega eitthvað sem margir geta tengt við.“ Vinur Jóns Kára hafði oft hvatt mig til að hætta og ég hafði alltaf svarað með því að ég gæti það en hefði ekki áhuga. Einn daginn tók ég þá ákvörðun að hætta, opinberaði það á Twitter og hélt dagbók um það þar.“ Hann segir að það að segja frá markmiðinu hafi hjálpað mikið. Margir vinir hans hafi hætt en bara haldið því fyrir sig og í kjölfarið fallið. „Ef maður segir frá þá er erfiðara að bakka út úr því og fólk er líklegra til að veita manni stuðning.“ Fyrstu dagarnir voru erfiðastir en skyndilega hafði Jón lokið þrjátíu dögum án tóbaks. Þá féll hann en hætti á ný strax daginn eftir. Síðan þá hefur hann ekki snert tóbak. Jón Kári stundar nám í vefhönnun og nýmiðlun úti í San Francisco þar sem hann er á knattspyrnustyrk. Vefinn hannaði hann sjálfur frá grunni. Á sumrin spilar hann fótbolta með Knattspyrnufélagi Vesturbæjar en þegar blaðamaður náði tali af honum var hann leið til Seyðisfjarðar til að keppa við Huginn. „Ég held að það sé auðveldara að hætta þarna úti því menningin er öðruvísi. Það eru ekki allir með tóbak í kringum þig líkt og hérna heima,“ segir Jón Kári. „Ég spila fótbolta, nánast allir félagar mínir nota tóbak og félagsskapurinn hefur mikil áhrif.“ „Ég er enn í fótbolta en ég hef enga löngun til að byrja aftur. Ég stefni að því að nota tóbak ekki meir.“#baggerbogg Tweets Tengdar fréttir Baggið að bögga Lagerbäck í Bern Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. 4. september 2013 23:28 Lars hættur að taka í vörina Þegar menn hugsa um Svíþjóð dettur flestum í hug munntóbak eða snus. Ótrúlegur fjöldi Svía tekur í vörina og það þykir hinn eðlilegasti hlutur í Svíþjóð. Það lá því beint við að spyrja Svíann hvort hann notaði munntóbak? 15. október 2011 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Það kom mér á óvart hvað þetta var mikið þegar ég sá þetta dós fyrir dós,“ segir Jón Kári Eldon en fyrir ári síðan hætti hann að neyta munntóbaks. Til að fagna árangrinum setti hann vefsíðuna BaggErBögg.is. Á síðunni setur Jón Kári neyslu sína fram á myndrænan hátt en hann var virkur neytandi í tíu ár áður en hann hætti. Eftir ár án tóbaks segist hann vera við betri heilsu, kátari og nokkrum þúsundköllum ríkari. Honum reiknast til að hann hafi verið á níu hundrað þúsund krónum í munntóbak og magnið sé líklegast í kringum 36 kíló. „Maður heyrir oft talað um magnið en maður sér alltaf bara tölur en engar myndir. Ég tók saman mína neyslu sem er frekar venjuleg og ábyggilega eitthvað sem margir geta tengt við.“ Vinur Jóns Kára hafði oft hvatt mig til að hætta og ég hafði alltaf svarað með því að ég gæti það en hefði ekki áhuga. Einn daginn tók ég þá ákvörðun að hætta, opinberaði það á Twitter og hélt dagbók um það þar.“ Hann segir að það að segja frá markmiðinu hafi hjálpað mikið. Margir vinir hans hafi hætt en bara haldið því fyrir sig og í kjölfarið fallið. „Ef maður segir frá þá er erfiðara að bakka út úr því og fólk er líklegra til að veita manni stuðning.“ Fyrstu dagarnir voru erfiðastir en skyndilega hafði Jón lokið þrjátíu dögum án tóbaks. Þá féll hann en hætti á ný strax daginn eftir. Síðan þá hefur hann ekki snert tóbak. Jón Kári stundar nám í vefhönnun og nýmiðlun úti í San Francisco þar sem hann er á knattspyrnustyrk. Vefinn hannaði hann sjálfur frá grunni. Á sumrin spilar hann fótbolta með Knattspyrnufélagi Vesturbæjar en þegar blaðamaður náði tali af honum var hann leið til Seyðisfjarðar til að keppa við Huginn. „Ég held að það sé auðveldara að hætta þarna úti því menningin er öðruvísi. Það eru ekki allir með tóbak í kringum þig líkt og hérna heima,“ segir Jón Kári. „Ég spila fótbolta, nánast allir félagar mínir nota tóbak og félagsskapurinn hefur mikil áhrif.“ „Ég er enn í fótbolta en ég hef enga löngun til að byrja aftur. Ég stefni að því að nota tóbak ekki meir.“#baggerbogg Tweets
Tengdar fréttir Baggið að bögga Lagerbäck í Bern Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. 4. september 2013 23:28 Lars hættur að taka í vörina Þegar menn hugsa um Svíþjóð dettur flestum í hug munntóbak eða snus. Ótrúlegur fjöldi Svía tekur í vörina og það þykir hinn eðlilegasti hlutur í Svíþjóð. Það lá því beint við að spyrja Svíann hvort hann notaði munntóbak? 15. október 2011 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Baggið að bögga Lagerbäck í Bern Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. 4. september 2013 23:28
Lars hættur að taka í vörina Þegar menn hugsa um Svíþjóð dettur flestum í hug munntóbak eða snus. Ótrúlegur fjöldi Svía tekur í vörina og það þykir hinn eðlilegasti hlutur í Svíþjóð. Það lá því beint við að spyrja Svíann hvort hann notaði munntóbak? 15. október 2011 07:00