Sænskar konur fá nýtt orð fyrir sjálfsfróun Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2015 10:39 Vísir/Getty Sænskar konur munu „klittra sér” í auknum mæli á komandi misserum gangi hugmyndir sænska kynfræðsluráðsins eftir sem í nóvember síðastliðnum hóf leitina að nýju orði fyrir sjálfsfróun kvenna. Hugmyndin að baki leitinni var að reyna að greiða leið sjálfsfróunar kvenna inn í opinbera umræðu, eyða skammarblöndnu feimninni sem enn þjakar margar konur þegar sjálfsfróun ber á góma en um leið undirstrika að konur og karlar fróa sér á mismunandi vegu. Var því ákveðið að ráðast í nýyrðasmíð með aðstoð sænsks almennings og eftir að kynfræðsluráðið hafði unnið sig í gegnum þær rúmlega 1200 tillögur sem bárust lá niðurstaðan loksins fyrir í liðinni viku – sagnorðið „klittra“ en næst á eftir komu „runka“ og „pulla“ Í tilkynningu frá sænska kynfræðsluráðinu segir að orðið hafi borið sigur úr býtum ekki síst vegna þess að það undirstrikar mikilvægi snípsins fyrir fullnæginu kvenna – en snípur er klitoris á sænsku. Áætlað er að þrír fjórðu hlutar kvenna fá ekki fullnægingu án örvunar snípsins.Áströlsk rannsókn frá árinu 2014 leiddi í ljós að konur fróuðu sér í mun minna mæli en karlmenn á liðnu ári – 72 prósent karla á móti 42 prósent kvenna – og karlar voru mun líklegri til að hafa fróað sér á síðastliðnum fjórum vikum. Þrátt fyrir að æ fleiri konur eigi auðveldara með að ræða um sjálfsfróun sína á hún þó ekki nándar nærri jafn mikið upp á pallborðið og fróun karla – bæði í einkasamtölum sem og í dægurmenningu. „Við tölum um sjálfsfróun karla í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, bröndurum og öðrum poppkúltúr. Það eru til óendanlega mörg hugtök fyrir það þegar karlmenn vilja létta af sér,” skrifaði Jenny Block á sínum tíma og bætti við: „En þegar sjálfsfróun kvenna er annars vegar þá heyrist ekki múkk.” Sænsku orðasamkeppninni var ætlað að vinna bug á þessu ójafnvægi og vinnur sænska kynfræðsluráðið nú í því að koma klittra í næstu útgáfu hinnar opinberu sænsku orðabókarinnar - Svenska Akademiens ordlista Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Sænskar konur munu „klittra sér” í auknum mæli á komandi misserum gangi hugmyndir sænska kynfræðsluráðsins eftir sem í nóvember síðastliðnum hóf leitina að nýju orði fyrir sjálfsfróun kvenna. Hugmyndin að baki leitinni var að reyna að greiða leið sjálfsfróunar kvenna inn í opinbera umræðu, eyða skammarblöndnu feimninni sem enn þjakar margar konur þegar sjálfsfróun ber á góma en um leið undirstrika að konur og karlar fróa sér á mismunandi vegu. Var því ákveðið að ráðast í nýyrðasmíð með aðstoð sænsks almennings og eftir að kynfræðsluráðið hafði unnið sig í gegnum þær rúmlega 1200 tillögur sem bárust lá niðurstaðan loksins fyrir í liðinni viku – sagnorðið „klittra“ en næst á eftir komu „runka“ og „pulla“ Í tilkynningu frá sænska kynfræðsluráðinu segir að orðið hafi borið sigur úr býtum ekki síst vegna þess að það undirstrikar mikilvægi snípsins fyrir fullnæginu kvenna – en snípur er klitoris á sænsku. Áætlað er að þrír fjórðu hlutar kvenna fá ekki fullnægingu án örvunar snípsins.Áströlsk rannsókn frá árinu 2014 leiddi í ljós að konur fróuðu sér í mun minna mæli en karlmenn á liðnu ári – 72 prósent karla á móti 42 prósent kvenna – og karlar voru mun líklegri til að hafa fróað sér á síðastliðnum fjórum vikum. Þrátt fyrir að æ fleiri konur eigi auðveldara með að ræða um sjálfsfróun sína á hún þó ekki nándar nærri jafn mikið upp á pallborðið og fróun karla – bæði í einkasamtölum sem og í dægurmenningu. „Við tölum um sjálfsfróun karla í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, bröndurum og öðrum poppkúltúr. Það eru til óendanlega mörg hugtök fyrir það þegar karlmenn vilja létta af sér,” skrifaði Jenny Block á sínum tíma og bætti við: „En þegar sjálfsfróun kvenna er annars vegar þá heyrist ekki múkk.” Sænsku orðasamkeppninni var ætlað að vinna bug á þessu ójafnvægi og vinnur sænska kynfræðsluráðið nú í því að koma klittra í næstu útgáfu hinnar opinberu sænsku orðabókarinnar - Svenska Akademiens ordlista
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira