Innlent

Konan virðist ekki vera alvarlega slösuð

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins fyrr í dag.
Frá vettvangi slyssins fyrr í dag. Vísir/Landsbjörg
Konan sem féll af hestbaki við Helgafell ofan Hafnarfjarðar fyrr í dag virðist hafa sloppið án alvarlega meiðsla. Hún er nú í rannsóknum á bráðamóttöku Landspítalans og er talið að hún sé ekki alvarlega slösuð.

Björgunarsveitir voru kallaðar út þegar tilkynning barst um slysið og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar konuna á sjúkrahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×