Vilja vinna að kerfisbreytingum í heilbrigðiskerfinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2015 16:13 Vísir/Vilhelm Unnið verður að innleiðingu launaþróunartryggingar fyrir hjúkrunarfræðinga, kannaðir verða kostir þess að auka sveigjanleika vinnutímaákvæða þeirra og áherslu verður lögð á aukinn sveigjanleika í rekstri heilbrigðisstofnanna. Þetta segir í yfirlýsingu stjórnvalda á vef fjármálaráðuneytisins í tengslum við kjarasamninga ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem undirritaðir voru í gær en þar eru reifaðar hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það hvernig hún telur að „bæta megi kjör hjúkrunarfræðinga til lengri tíma.” Þar segir að stjórnvöld muni keppa að því að í samráði við Fíh að bæta launakjör og skapa bætt skilyrði til þess að ríkið greiði samkeppnishæf laun sem endurspegli ábyrgð í starfi, kröfur um menntun og frammistöðu starfsmanna. Þá verði áfram unnið að nýju fyrirkomulagi við gerð kjarasamninga, þar sem horfa verður til lengri tíma, þannig að samningaviðræður í framtíðinni verði einfaldari og árangursríkari sem og að vinna að kerfisumbótum sem geta leitt til jákvæðrar launaþróunar umfram umsamdar taxtahækkanir í kjarasamningum. Kerfisumbótatillögur ríkisstjórnarinnar eru í fimm liðum og lúta að; útfærslu stofnanasamninga og launamála innan heilbrigðisstofnana, samspili launamála og fjárlagagerðar, launaþróunartryggingu, samspili framleiðni, vinnuumhverfis, vinnutíma og launaþróunar og að lokum fjármálum. Í tillögunum kennir ýmissa grasa. Til að mynda að samið verði um styrkingu á stofnanasamningum í kjarasamningum og og að sérstök áhersla verði lögð á frammistöðu og menntun við launaákvarðanir. Þá verði unnið að því í tengslum við fjárlagagerð að ekki skapist misræmi í launasetningu fyrir sambærileg störf til að tryggja að starfsfólk einstakra heilbrigðisstofnana sitji ekki eftir í launaþróun. Í tillögunum segir einnig: „Komast verður hjá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði standi í vegi þess að hægt sé að breyta launum á grunni kerfisbreytinga eða endurmeta launakjör einstakra hópa ríkisstarfsmanna. Unnið verður að innleiðingu launaþróunartryggingar sem felur í sér reglubundinn samanburð launa félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við launaþróun almennt og reiknaða aðlögun þar í milli“ Þetta verði gert í samráði við önnur samtök á vinnumarkaði. Þá vilja stjórnvöld kanna kosti þess að endurskoða ákvæði kjarasamninga um vinnutíma og auka sveigjanleika vinnutímaákvæða, til dæmis þannig að einstakar stofnanir geti gert tilraunir með breytingar á vinnufyrirkomulagi. Yfirlýsinguna undirrita Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og hana má í heild sinni lesa með því að smella hér. Tengdar fréttir Gerðardómur ekki úr sögunni þrátt fyrir undirritun Hafni hjúkrunarfræðingar nýundirrituðum kjarasamningum gæti gerðardómur haft lokaorðið í deilunni. Lektor í lögfræði segir hjúkrunarfræðingum stillt upp við vegg. 24. júní 2015 14:44 Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum. 23. júní 2015 19:34 Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00 Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir nýjan samning Hafa setið á samningafundi frá klukkan níu í morgun 23. júní 2015 21:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Unnið verður að innleiðingu launaþróunartryggingar fyrir hjúkrunarfræðinga, kannaðir verða kostir þess að auka sveigjanleika vinnutímaákvæða þeirra og áherslu verður lögð á aukinn sveigjanleika í rekstri heilbrigðisstofnanna. Þetta segir í yfirlýsingu stjórnvalda á vef fjármálaráðuneytisins í tengslum við kjarasamninga ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem undirritaðir voru í gær en þar eru reifaðar hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það hvernig hún telur að „bæta megi kjör hjúkrunarfræðinga til lengri tíma.” Þar segir að stjórnvöld muni keppa að því að í samráði við Fíh að bæta launakjör og skapa bætt skilyrði til þess að ríkið greiði samkeppnishæf laun sem endurspegli ábyrgð í starfi, kröfur um menntun og frammistöðu starfsmanna. Þá verði áfram unnið að nýju fyrirkomulagi við gerð kjarasamninga, þar sem horfa verður til lengri tíma, þannig að samningaviðræður í framtíðinni verði einfaldari og árangursríkari sem og að vinna að kerfisumbótum sem geta leitt til jákvæðrar launaþróunar umfram umsamdar taxtahækkanir í kjarasamningum. Kerfisumbótatillögur ríkisstjórnarinnar eru í fimm liðum og lúta að; útfærslu stofnanasamninga og launamála innan heilbrigðisstofnana, samspili launamála og fjárlagagerðar, launaþróunartryggingu, samspili framleiðni, vinnuumhverfis, vinnutíma og launaþróunar og að lokum fjármálum. Í tillögunum kennir ýmissa grasa. Til að mynda að samið verði um styrkingu á stofnanasamningum í kjarasamningum og og að sérstök áhersla verði lögð á frammistöðu og menntun við launaákvarðanir. Þá verði unnið að því í tengslum við fjárlagagerð að ekki skapist misræmi í launasetningu fyrir sambærileg störf til að tryggja að starfsfólk einstakra heilbrigðisstofnana sitji ekki eftir í launaþróun. Í tillögunum segir einnig: „Komast verður hjá því að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði standi í vegi þess að hægt sé að breyta launum á grunni kerfisbreytinga eða endurmeta launakjör einstakra hópa ríkisstarfsmanna. Unnið verður að innleiðingu launaþróunartryggingar sem felur í sér reglubundinn samanburð launa félagsmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við launaþróun almennt og reiknaða aðlögun þar í milli“ Þetta verði gert í samráði við önnur samtök á vinnumarkaði. Þá vilja stjórnvöld kanna kosti þess að endurskoða ákvæði kjarasamninga um vinnutíma og auka sveigjanleika vinnutímaákvæða, til dæmis þannig að einstakar stofnanir geti gert tilraunir með breytingar á vinnufyrirkomulagi. Yfirlýsinguna undirrita Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og hana má í heild sinni lesa með því að smella hér.
Tengdar fréttir Gerðardómur ekki úr sögunni þrátt fyrir undirritun Hafni hjúkrunarfræðingar nýundirrituðum kjarasamningum gæti gerðardómur haft lokaorðið í deilunni. Lektor í lögfræði segir hjúkrunarfræðingum stillt upp við vegg. 24. júní 2015 14:44 Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum. 23. júní 2015 19:34 Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00 Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir nýjan samning Hafa setið á samningafundi frá klukkan níu í morgun 23. júní 2015 21:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Gerðardómur ekki úr sögunni þrátt fyrir undirritun Hafni hjúkrunarfræðingar nýundirrituðum kjarasamningum gæti gerðardómur haft lokaorðið í deilunni. Lektor í lögfræði segir hjúkrunarfræðingum stillt upp við vegg. 24. júní 2015 14:44
Stór hluti mun ekki draga uppsagnir til baka Að minnsta kosti 170 hjúkrunarfræðingar hafa sagt starfi sínu lausu á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar segja fulla alvöru að baki uppsögnunum. 23. júní 2015 19:34
Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. 24. júní 2015 12:00
Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir nýjan samning Hafa setið á samningafundi frá klukkan níu í morgun 23. júní 2015 21:44