Innlent

Tvö börn urðu fyrir stóru grjóti

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. Vísir/VIlhelm
Tvö börn sem eru fimm og sex ára gömul voru að leik í bakgarði í Borgarnesi í dag, þegar stórt grjót valt á þau. Lögreglan á Vesturlandi segir á Facebooksíðu sinni að drengurinn sé líklega handleggsbrotinn og stúlkan fótbrotin. Bæði hlutu þau þar að auki minni áverka þar að auki.

Grjótið stöðvaðist ofan á stúlkunni en sjúkraflutningamaðurinn sem var fyrstur á vettvang náði að velta grjótinu af henni.

„Þarna munaði mjóu og mikil mildi að ekki fór verr. Bæði voru þau flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík. Óskum þeim skjóts bata og alls hins besta.“

Tvö börn, 5 og 6 ára gömul, slösuðust í Borgarnesi rétt fyrir hádegi í dag þegar stórt grjót valt á þau. Þau voru að...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Wednesday, June 24, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×