Innlent

Bara miðaldra og eldri karlar við opnun laxveiðiáa

Jakob Bjarnar skrifar
Gamlir karlar. Bubbi og Bó og milli þeirra er Einar Sigfússon sölustjóri veiðileyfa en hann fékk fyrsta laxinn í Norðurá á dögunum.
Gamlir karlar. Bubbi og Bó og milli þeirra er Einar Sigfússon sölustjóri veiðileyfa en hann fékk fyrsta laxinn í Norðurá á dögunum. visir/gva
Bubbi Morthens tónlistarmaður, sem meðal annars er þekktur fyrir stangveiðiástríðu sína, er ómyrkur í máli á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið.

„Sé myndir af opnun laxveiðiánna okkar og við erum allir miðaldra og gamlir kallar að opna þær. Yfir 96 prósent,“ skrifar Bubbi. Því miður, bætir hann við, þetta er sorglegt! Svo bætir hann broskalli við til að ydda oddinn af gagnrýni sinni, enda snýr hún að einhverju leyti að honum sjálfum, en hann og Bó Halldórsson voru fengnir til að opna Norðurá á dögunum, sem frægt er.

Bubbi segir að þó konur sumar hverjar hafi sótt fram í veiðinni þá sé þetta karlastand við opnanir laxveiðiáa þess eðlis að þeim fari hratt fækkandi á ný. „Það er engin nýliðun í laxveiðinni,“ segir Bubbi.


Tengdar fréttir

Veiði hafin í Þverá og Kjarrá

Þverá og Kjarrá opnuðu fyrir veiðimönnum á föstudaginn og í takt við opnun Norðurár er afraksturinn mun betri en menn þorðu að vona.

Góð opnun á urriðasvæðunum í Laxá

Veiði er hafin á urriðasvæðunum í Laxá og þrátt fyrir morgunverk veiðimanna sem fólust í því að skafa snjó af bílunum var veiðin góð.

Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá

Þegar ungir og upprennandi veiðimenn vilja sækja sér þekkingu og góðra ráða leita þeir til sér reyndari veiðimanna og það ætlum við líka að gera í sumar.

Mikið vatn í Langá við opnun

Mikið vatn er í flestum ánum á vesturlandi þar sem mikill snjór er að bráðna í hlýindum síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×