Innlent

Lögregla leitar bresks ferðamanns

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn heitir Benjamin Stokes og er fæddur 13. maí 1978.
Maðurinn heitir Benjamin Stokes og er fæddur 13. maí 1978.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar til leitar að breskum ferðamanni á Þingvöllum. Maðurinn heitir Benjamin Stokes og er fæddur 13. maí 1978. Ekki eru fyrir hendi upplýsingar um klæðnað hans.

Í frétt á vef lögreglunnar segir að bílaleigubifreið hans, svört Chevrolet Spark fólksbifreið, hafi fundist við Uxahryggjaveg, skammt neðan við Skógarhóla og er talið að hún hafi staðið þar síðan á mánudag síðastliðnn.

Maðurinn átti bókað flug frá Keflavíkurflugvelli í morgun klukkan 10 en skilaði sér ekki í innritun þar.    „Athygli lögreglu var upphaflega vakin á tilvist bifreiðarinnar á þessum stað og hefur því eftirgrenslan staðið yfir í nokkurn tíma.“

Lögreglan hvetur þá sem geta gefið upplýsingar um ferðir Benjamin Stokes hér á landi til þess að hafa samband í síma 444-2010 eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.

Uppfært 14:50: Benjamin Stokes er fundinn eins og lesa má úr tilkynningu lögreglu hér að neðan.

Breski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að á Þingvöllum frá því í morgun er fundinn. Hann var á göngu við Botnsúlur þegar leitarmenn í þyrlu LHG komu auga á hann. Maðurinn var fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var þreyttur og illa áttaður en að öðru leiti vel á sig kominn.

Lögregla þakkar leitarmönnum öllum vel unnin störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×