Innlent

Sóttu ekki um leyfi til að flytja byssurnar úr landi

Birgir Olgeirsson skrifar
Hríðskotabyssurnar voru fluttar með vél Icelandair til Noregs í gær.
Hríðskotabyssurnar voru fluttar með vél Icelandair til Noregs í gær. Vísir/Vilhelm
Samgöngustofa ætlar að óska eftir skýringum á því hvers vegna ekki var sótt um leyfi fyrir því að flytja 250 hríðskotabyssur frá landinu í gær með farþegaflugvél til Noregs. Greint var frá þessu í Speglinum í Ríkisútvarpinu í dag en þar kemur fram að samkvæmt reglugerð um flutning hergagna með loftförum um íslenskt yfirráðasvæði er óheimil nema með sérstöku leyfi Flugmálastjórnar Íslands sem nú heyrir undir Samgöngustofu.

Í svari til Spegilsins segist Icelandair ekki hafa sótt um leyfi því gert hefði verið ráð fyrir því að það væri til staðar í ljósi þess að byssurnar voru fluttar fyrir Landhelgisgæsluna. Spegillinn segir reglugerðina samda á grundvelli laga um loftferðir og þeim kemur fram að brot gegn reglum geti varðar sektum eða fangelsi allt að fimm árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×