Innlent

Hátíð á Barnaspítala Hringsins

Sumargrillhátíð Barnaspítala Hringsins fór fram í dag en foreldrahópur gigtveikra barna stendur fyrir veislunni og er öllum inniliggjandi börnum, aðstandendum þeirra og starfsfólki boðið í gleðskapinn.

Markmiðið er að brjóta upp daginn hjá börnunum en um leið að vekja athygli á barnagigt, sem veldur því að börnin verða reglulegir gestir á spítalanum. Gestir gæddu sér á girnilegum veitingum auk þess sem leikstofan fékk ýmsar gjafir í tilefni dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×