Innlent

Bræla á makrílmiðunum

Gissur Sigurðsson skrifar
Veiðarnar ganga betur en menn þorðu að vona.
Veiðarnar ganga betur en menn þorðu að vona.
Bræla er nú á makrílmiðunum suður af Vestmannaeyjum og eru Eyjaskipin farin í land til löndunar en önnur í var. Fá skip eru enn byrjuð veiðarnar, en þær ganga þó betur en menn þorðu að vona fyrr í vor þegar hvergi varð vart við flækingsmakríl. 

Að sögn stýrimanns á Aðalsteini Jónssyni í morgun, voru skipin að fá 100 til 200 tonn í fimm klukkustunda holi og sagði hann að makríllinn væri vænni nú en í fyrra. Verið er að búa mörg skip til veiðanna sem munu halda út um eða upp úr helginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×