Innlent

Dósent í geðhjúkrunarfræði til Jemen

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Páll Biering, dósent í geðhjúkrunarfræði
Páll Biering, dósent í geðhjúkrunarfræði mynd/aðsend
Páll Biering, dósent í geðhjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, er lagður af stað í sendiför til Jemen og Djibútí á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC).

Páll ferðast til hafnarborgarinnar Aden í gegnum Djibútí þar sem hann mun hafa vinnuaðstöðu.

Fram kemur í tilkynningu að verkefni Páls sé að veita sendifulltrúum og starfsfólki Alþjóðaráðsins í Jemen sálrænan stuðning. Auk þess er honum ætlað að meta þörf starfsfólksins fyrir sálfélagaslegan stuðning og setja fram tillögur til að efla slíkt starf. 
 
Hörð átök hafa geisað í Jemen síðan í mars á þessu ári þegar borgarastríð braust út. Í stórborgum á borð við Sana og Aden hafa átökin snert fleiri en deilandi aðila og fjölmargir saklausir borgarar hafa þurft að súpa seyðið af stríðsrekstrinum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hátt í 2584 manns hafi þegar fallið í átökunum en þar af eru 1362 saklausir borgarar. 
 
 Sendifulltrúar Rauða krossins hafa unnið gríðarlegt hjálparstarf við einstaklega erfiðar aðstæður allt frá upphafi átakanna,“ segir í tilkynningunni en Páll er þriðji íslenski sendifulltrúinn sem fer til Jemen. Í apríl fóru Elín Jakobína Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, og Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir, einnig til Aden.
 
Er þetta önnur sendiför Páls á vegum Rauða krossins. Árið 2012 vann hann að svipuðum verkefnum í Nígeríu á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×