Hjólar hringinn og safnar fyrir einhverfa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. júní 2015 13:53 Ungur maður mun næsta hálfa mánuðinn hjóla í kringum landið til styrktar unglingahópum Einhverfusamtakanna. Nokkur spenna var fyrir ferðinni þegar hann lagði af stað í morgun. Tryggvi Þór Skarphéðinsson, sem er 24 ára, hélt af stað frá Reykjavík í morgun í hringferð sína um landið. Hann ætlar að hjóla einn í kringum landið á 15 dögum. Ferðin er farin til styrktar Einhverfusamtökunum. „Mig er búið að langa að gera þetta rosalega lengi,“ segir Tryggvi og að tíminn hafi verið réttur til þess í sumar. Hann ákvað að safna fyrir Einhverfusamtökin þar sem bróðir hans, sem er 3 árum yngri en hann, er einhverfur og segir hann málefnið gott. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir unglingahópa samtakanna sem Tryggi ætlar að safna fyrir vinna mikilvægt starf. „Við erum með tvo starfandi unglingahópa. Einn á Akureyri og einn hérna í Reykjavík. Þessi hópar þeir hittast hálfs mánaðarlega og þeir spila, spjalla, fara út að borða eða í bíó eða gera eitthvað skemmtilegt saman. Það er fagfólk sem að mætir alltaf með þeim og styður þau í þessu starfi. Þetta eru unglingar 12-20 sem að eiga kannski mjög fáa félaga og hafa orðið fyrir einelti og þurfa virkilega stuðning félagslega. Þannig að þetta er mjög mikilvægt starf. Það eru á bilinu kannski 15-20 unglingar að mæta í hvert einasta skipti þannig að þetta er vel sótt,“ segir Sigrún. Hægt er að senda SMS í númerið 1900 með skilaboðunum „einhverfa“ til að styrkja málefnið en við hvert SMS þá renna 1.900 krónur til samtakanna. Tryggvi var nokkuð spenntur fyrir ferðinni áður en hann lagði í hann í morgun en hann segir að huga þurfi að mörgu fyrir svona ferð. „Það eru mjög mikið af hlutum svona bara líkamlega geta og matur og allt það sko. Rigning eða rok eða verður gott veður þú veist. Ég veit ekkert hvað mun gerast þannig að þetta verður mjög áhugavert,“ segir Tryggvi Þór. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Ungur maður mun næsta hálfa mánuðinn hjóla í kringum landið til styrktar unglingahópum Einhverfusamtakanna. Nokkur spenna var fyrir ferðinni þegar hann lagði af stað í morgun. Tryggvi Þór Skarphéðinsson, sem er 24 ára, hélt af stað frá Reykjavík í morgun í hringferð sína um landið. Hann ætlar að hjóla einn í kringum landið á 15 dögum. Ferðin er farin til styrktar Einhverfusamtökunum. „Mig er búið að langa að gera þetta rosalega lengi,“ segir Tryggvi og að tíminn hafi verið réttur til þess í sumar. Hann ákvað að safna fyrir Einhverfusamtökin þar sem bróðir hans, sem er 3 árum yngri en hann, er einhverfur og segir hann málefnið gott. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna, segir unglingahópa samtakanna sem Tryggi ætlar að safna fyrir vinna mikilvægt starf. „Við erum með tvo starfandi unglingahópa. Einn á Akureyri og einn hérna í Reykjavík. Þessi hópar þeir hittast hálfs mánaðarlega og þeir spila, spjalla, fara út að borða eða í bíó eða gera eitthvað skemmtilegt saman. Það er fagfólk sem að mætir alltaf með þeim og styður þau í þessu starfi. Þetta eru unglingar 12-20 sem að eiga kannski mjög fáa félaga og hafa orðið fyrir einelti og þurfa virkilega stuðning félagslega. Þannig að þetta er mjög mikilvægt starf. Það eru á bilinu kannski 15-20 unglingar að mæta í hvert einasta skipti þannig að þetta er vel sótt,“ segir Sigrún. Hægt er að senda SMS í númerið 1900 með skilaboðunum „einhverfa“ til að styrkja málefnið en við hvert SMS þá renna 1.900 krónur til samtakanna. Tryggvi var nokkuð spenntur fyrir ferðinni áður en hann lagði í hann í morgun en hann segir að huga þurfi að mörgu fyrir svona ferð. „Það eru mjög mikið af hlutum svona bara líkamlega geta og matur og allt það sko. Rigning eða rok eða verður gott veður þú veist. Ég veit ekkert hvað mun gerast þannig að þetta verður mjög áhugavert,“ segir Tryggvi Þór.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira