Það þarf að stofna félag karla sem gráta Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2015 20:00 Fjórir til sex ungir menn taka líf sitt að jafnaði á hverju ári hér á landi. Geðhjálp, Hjálparsími Rauða krossins og tólf manna hlaupahópur standa sameiginlega að átaks- og forvarnarverkefnisins Útmeða. Með því slagorði eru ungir menn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð. Formaður Geðhjálpar Hrannar Jónsson þurfti sjálfur að læra að tala um tilfinningar sínar og segir þurfa tilfinningabyltingu meðal karlmanna.„Ég held að það þurfi tilfinningabyltingu á meðal karlmanna. Við þurfum að stofna félag karla sem gráta, Við þurfum að læra að grenja. Ég þekki þetta sjálfur. Að hafa verið karlmaður sem var allur inni í sér og geta ekki komið hlutunum frá mér og fór í gegnum mína byltingu. Það þarf að verða félagsleg bylting.“42% aukningÁ degi hverjum snýst rúmlega eitt símtal til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um sjálfsvíg, eigið eða annarra. Símtöl til hjálparsímans um sjálfsvíg voru 42% fleiri fyrrihluta ársins 2015 en fyrrihluta ársins 2014. Hjálmar Karlsson er verkefnastjóri Hjálparsímans. „Við höfum fundið fyrir því núna, það er 42% aukning á sjálfsvígssímtölum þessu ári miðað við árið í fyrra. Það þarf svo sem ekkert endilega að þyða að fleiri séu í sjálfsvígshug. það getur þýtt að fleiri séu að leita sér hjálpar sem sem er náttúrulega frábært og hjálpar til við að lyfta þögguninni. Það er alltaf fyrsta rökrétta skrefið að hafa samband við okkur,“segir Hjálmar. Hann minnir á að fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hringja. Þá sé hægt að nýta sér spjallið og ræða við sjálfboðaliða í gegnum tölvu. „Það er fullum trúnaði heitið og algjör nafnleynd, hann er opinn allan sólarhringinn og er alveg ókeypis, öll símfyrirtækin fella niður gjöld sín í hjálparsímann. Samtölin fara fram á jafnmargan hát tog þau eru ólík. Sjálfboðaliðarnir okkar eru sérþjálfaðir í því að taka á móti öllum símtölum hvernig sem þau eru, hvort sem þau eru mjög alvarleg eða eitthvað annað. Þá geta þeir veitt þennan sálræna stuðning og sálræn skyndihjálp sem þarf til ásamt því að veita upplýsingar um þau úrræði sem til eru í samfélaginu hverju sinni.“ 12 manna hlaupahópur ætlar að hlaupa hringinn í kringum landið til að safna fé til átaksins. Byrjað verður í Reykjavík við húsnæði Rauða Krossins, þann 30.júní og komið í mark 5.júlí á sama stað. Hringurinn er 1400 kílómetrar. Á vettvangi sjálfsvígs Haldin var hlaupaæfing Rauði krossins og Geðhjálpar í dag. Hlaupaæfingin er liður í undirbúningi hlauparanna undir hringhlaupið í kringum landið og markmið hópsins er safna áheitum til að efna til vitundarvakningar um vandann. Hópurinn er til í slaginn. Ágúst Guðmundsson er slökkviliðsmaður og málefnið stendur honum nærri enda þarf hann í störfum sínum stundum að vinna á vettvangi sjálfsvígs. „Við vorum búin að sjá tölu sem kom okkur mikið á óvart áður en við fórum af stað í þetta verkefni, svo tengist þetta mínu starfi töluvert, ég hef þurft að glíma við ýmislegt á mínum árum hjá Slökkviliðinu svo þetta stendur mér nærri.“ Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904 1500 eða eða leggja inn á söfnunarreikning Geðhjálpar, 546 – 14 – 411114, kt. 531180 – 0469 Númerið 1717 er gjaldfrjálst úr öllum símum og ekki kemur fram á símreikningi að hringt hafi verið í númerið. -Einnig er hægt að hringja í 1717 án inneignar í gsm-símum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Fjórir til sex ungir menn taka líf sitt að jafnaði á hverju ári hér á landi. Geðhjálp, Hjálparsími Rauða krossins og tólf manna hlaupahópur standa sameiginlega að átaks- og forvarnarverkefnisins Útmeða. Með því slagorði eru ungir menn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð. Formaður Geðhjálpar Hrannar Jónsson þurfti sjálfur að læra að tala um tilfinningar sínar og segir þurfa tilfinningabyltingu meðal karlmanna.„Ég held að það þurfi tilfinningabyltingu á meðal karlmanna. Við þurfum að stofna félag karla sem gráta, Við þurfum að læra að grenja. Ég þekki þetta sjálfur. Að hafa verið karlmaður sem var allur inni í sér og geta ekki komið hlutunum frá mér og fór í gegnum mína byltingu. Það þarf að verða félagsleg bylting.“42% aukningÁ degi hverjum snýst rúmlega eitt símtal til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um sjálfsvíg, eigið eða annarra. Símtöl til hjálparsímans um sjálfsvíg voru 42% fleiri fyrrihluta ársins 2015 en fyrrihluta ársins 2014. Hjálmar Karlsson er verkefnastjóri Hjálparsímans. „Við höfum fundið fyrir því núna, það er 42% aukning á sjálfsvígssímtölum þessu ári miðað við árið í fyrra. Það þarf svo sem ekkert endilega að þyða að fleiri séu í sjálfsvígshug. það getur þýtt að fleiri séu að leita sér hjálpar sem sem er náttúrulega frábært og hjálpar til við að lyfta þögguninni. Það er alltaf fyrsta rökrétta skrefið að hafa samband við okkur,“segir Hjálmar. Hann minnir á að fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hringja. Þá sé hægt að nýta sér spjallið og ræða við sjálfboðaliða í gegnum tölvu. „Það er fullum trúnaði heitið og algjör nafnleynd, hann er opinn allan sólarhringinn og er alveg ókeypis, öll símfyrirtækin fella niður gjöld sín í hjálparsímann. Samtölin fara fram á jafnmargan hát tog þau eru ólík. Sjálfboðaliðarnir okkar eru sérþjálfaðir í því að taka á móti öllum símtölum hvernig sem þau eru, hvort sem þau eru mjög alvarleg eða eitthvað annað. Þá geta þeir veitt þennan sálræna stuðning og sálræn skyndihjálp sem þarf til ásamt því að veita upplýsingar um þau úrræði sem til eru í samfélaginu hverju sinni.“ 12 manna hlaupahópur ætlar að hlaupa hringinn í kringum landið til að safna fé til átaksins. Byrjað verður í Reykjavík við húsnæði Rauða Krossins, þann 30.júní og komið í mark 5.júlí á sama stað. Hringurinn er 1400 kílómetrar. Á vettvangi sjálfsvígs Haldin var hlaupaæfing Rauði krossins og Geðhjálpar í dag. Hlaupaæfingin er liður í undirbúningi hlauparanna undir hringhlaupið í kringum landið og markmið hópsins er safna áheitum til að efna til vitundarvakningar um vandann. Hópurinn er til í slaginn. Ágúst Guðmundsson er slökkviliðsmaður og málefnið stendur honum nærri enda þarf hann í störfum sínum stundum að vinna á vettvangi sjálfsvígs. „Við vorum búin að sjá tölu sem kom okkur mikið á óvart áður en við fórum af stað í þetta verkefni, svo tengist þetta mínu starfi töluvert, ég hef þurft að glíma við ýmislegt á mínum árum hjá Slökkviliðinu svo þetta stendur mér nærri.“ Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúmerið 904 1500 eða eða leggja inn á söfnunarreikning Geðhjálpar, 546 – 14 – 411114, kt. 531180 – 0469 Númerið 1717 er gjaldfrjálst úr öllum símum og ekki kemur fram á símreikningi að hringt hafi verið í númerið. -Einnig er hægt að hringja í 1717 án inneignar í gsm-símum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira