Innlent

Frelsissvipting og heimilisofbeldi

Vísir/Kolbeinn Tumi
Um klukkan eitt í nótt fór lögregla á heimili í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi og frelsissviptingu. Karlmaður var handtekinn og hann vistaður í fangageymslu og verður hann yfirheyrður síðar í dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Lögregla fór einnig á heimili í Vesturbænum upp úr klukkan eitt vegna heimilisofbeldis og líkamsárásar milli tengdra aðila. Karlmaður var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þá var líkamsárás var gerð í Vesturbæ þar sem maður var dreginn út úr bifreið og laminn. Þolandi var með áverka í andliti og var hann fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Ekki vitað um hver eða hverjir voru þar að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×