Breyttar brautir kosta álíka og nýr flugvöllur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2015 09:14 Sáttaleið sem margir höfðu talið líklega í flugvallarmálinu, að breyta legu flugbrauta í Reykjavík, er nánast slegin af í skýrslu Rögnunefndar vegna kostnaðar. Hugmyndin gengur út á það að reyna að sameina þau sjónarmið að fá sem landrými undir íbúðabyggð en halda samt notagildi hans. Ómar Ragnarsson er meðal þeirra sem mælt hafa með þessari lausn en til þess þyrfti að láta flugvöllinn að hluta víkja út í Skerjafjörð og breyta legu flugbrauta. Í skýrslu Rögnunefndar eru sýndar fjórar tillögur um þetta; sú fyrsta að stytta norður-suðurbrautina en lengja austur-vestur brautina vestur yfir Suðurgötu og út í sjó. Önnur að austur-vestur brautin verðu lögð í sjó sunnan við sunnan við byggðina í Skerjafirði en norður-suður brautin stytt á móti, þriðja er að norður-suður brautin verði færð vestur undir byggðina í Skerjafirði og að hluta út í fjörðinn. Austur-vestur brautin yrði öll á uppfyllingu. Loks er það tillagan sem Ómari lýst best á, austur-vestur brautin lengd vestur yfir Suðurgötu og út í sjó og norður-suður braut hliðrað og lögð að hluta út í fjörðinn. Samkvæmt kostnaðarmati kostar breyttur Reykjavíkurflugvöllur litlu minna, svipað eða jafnvel meira en nýr flugvöllur, eftir því hvaða útfærsla yrði valin. Rögnunefnd reiknast til að breytingar á flugbrautum kosti frá ellefu til átján milljörðum króna en bætir síðan við kostnaði við nýjar flugvallarbyggingar upp á sjö til tíu milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúi í Rögnunefnd sagði í fréttum Stöðvar 2 að þetta væri býsna afgerandi. Miðað við þetta væri miklu betri kostur að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Sáttaleið sem margir höfðu talið líklega í flugvallarmálinu, að breyta legu flugbrauta í Reykjavík, er nánast slegin af í skýrslu Rögnunefndar vegna kostnaðar. Hugmyndin gengur út á það að reyna að sameina þau sjónarmið að fá sem landrými undir íbúðabyggð en halda samt notagildi hans. Ómar Ragnarsson er meðal þeirra sem mælt hafa með þessari lausn en til þess þyrfti að láta flugvöllinn að hluta víkja út í Skerjafjörð og breyta legu flugbrauta. Í skýrslu Rögnunefndar eru sýndar fjórar tillögur um þetta; sú fyrsta að stytta norður-suðurbrautina en lengja austur-vestur brautina vestur yfir Suðurgötu og út í sjó. Önnur að austur-vestur brautin verðu lögð í sjó sunnan við sunnan við byggðina í Skerjafirði en norður-suður brautin stytt á móti, þriðja er að norður-suður brautin verði færð vestur undir byggðina í Skerjafirði og að hluta út í fjörðinn. Austur-vestur brautin yrði öll á uppfyllingu. Loks er það tillagan sem Ómari lýst best á, austur-vestur brautin lengd vestur yfir Suðurgötu og út í sjó og norður-suður braut hliðrað og lögð að hluta út í fjörðinn. Samkvæmt kostnaðarmati kostar breyttur Reykjavíkurflugvöllur litlu minna, svipað eða jafnvel meira en nýr flugvöllur, eftir því hvaða útfærsla yrði valin. Rögnunefnd reiknast til að breytingar á flugbrautum kosti frá ellefu til átján milljörðum króna en bætir síðan við kostnaði við nýjar flugvallarbyggingar upp á sjö til tíu milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúi í Rögnunefnd sagði í fréttum Stöðvar 2 að þetta væri býsna afgerandi. Miðað við þetta væri miklu betri kostur að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira