Innlent

Margir beðið lengi við Hvalfjarðargöngin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bílaröðin er margra kílómetra löng.
Bílaröðin er margra kílómetra löng. Vísir/Aðsend
Mikil umferð hefur verið um Hvalfarðargöngin í dag þegar folk hefur flykkst að höfuðborginni eftir helgarfríið sem senn er að baki.

Margir hafa setið fastir í bifreiðum sínum í drykklanga stund. Einn viðmælandi fréttastofunnar sagðist lítið hafa færst á þeim hálftíma sem hann hafði beðið í bílaröðinni sem hann taldi spanna um átta kílómetra.

Í samtali við Vísi sagði Marinó Tryggvason, afgreiðslustjóri Spalar sem rekur Hvalfjarðargöngin, að lítið annað væri að gera heldur en að sýna biðlund. Ekkert hefði komið upp á í göngunum sem útskýrði þessar tafir.

Þó hafi umferð gengið treglega sunnan megin við göngin og hafi því verið brugðið á það ráð að hleypa bílum ofan í göngin í hollum svo að þeir þyrftu ekki að bíða í röð ofan í göngunum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Vega­gerðar­inn­ar hef­ur um­ferð við Blik­dalsá, rétt sunn­an við göng­in, frá miðnætti talið 11187 bíla, en á síðustu 10 mín­út­um hafa 202 bíl­ar keyrt þar fram hjá. Það ger­ir rétt rúm­lega 20 bíla á hverri mín­útu, eða þrjár sek­únd­ur á milli bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×