Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. júní 2015 18:34 Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira