Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. júní 2015 18:34 Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur. Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira