Handbolti

Guðjón Valur: Þeir voru ekki lélegir, við vorum bara svona góðir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur gerði tíu mörk í kvöld.
Guðjón Valur gerði tíu mörk í kvöld.
„Ég er bara rosalega ánægður hvernig við spiluðum og mér finnst alltaf leiðinlegt að heyra að aðrir séu lélegir,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.

Íslenska handboltalandsliðið gulltryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í röð eftir öruggan 12 marka sigur á Svartfjallalandi í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 34-22, Íslandi vil.

Ísland endaði í efsta sæti riðils fjögur og fer áfram í lokakeppnina í Póllandi ásamt Serbíu. 

„Við spiluðum hörkuleik og fengum góðan stuðning áhorfenda. Ég er bara gríðarlega ánægður með okkar frammistöðu og frammistöðu áhorfenda.

Guðjón segir að liðið hafi lagt upp með að keyra hratt í bakið á þeim.

„Vörnin stóð rosalega vel og Bjöggi var góður fyrir aftan sem var frábært. Markmiðið var að vinna alla leiki í riðlinum, það tekst auðvitað ekkert alltaf en við erum ánægðir með sigurinn í riðlinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×