Skoðun

Hér er kjarkurinn!

Jóna Björg Jónsdóttir skrifar
Nú hafa tugir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum eftir framkomu íslenska ríkisins við stéttina. Ég er ein af þeim. Ég get ekki hugsað mér að starfa fyrir vinnuveitanda sem beitir óréttlæti og mismunun. Í nýlegum kjaraviðræðum batt ég miklar vonir við að stærsta kvennastétt landsins fengi sambærileg laun og aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá ríkinu og kynbundin launamunur yrði leiðréttur. Á ég að þurfa að sætta mig lægri laun af því að ég er kona í kvennastétt?

Að segja upp starfi sínu er ekki auðvelt. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru nú að segja upp eru með fjárhagslegar skuldbindingar eins og flestir aðrir í samfélaginu. Sumir eiga fjölskyldu, aðrir eru einstæðir og svo framvegis. Margir af þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa sagt upp brenna fyrir starfið sitt, eru búnir að sérhæfa sig innan hjúkrunar og eru ánægðir í starfi. En vinnuánægja og ástríða fyrir starfinu borga ekki reikninga heimilisins.

Með minni uppsögn er ég að berjast fyrir jafnrétti og því þurfa mínir persónulegu hagir að víkja fyrir stærri hugsjón. Þetta er einnig barátta fyrir heilbrigðiskerfinu því það er staðreynd að það er flótti úr hjúkrunarstéttinni og nýliðun er ekki í samræmi við það. Um það bil 800 hjúkrunarfræðingar fara á eftirlaun á næstu árum og illa gengur að fá fólk í hjúkrun og starfa við hjúkrun eftir útskrift. Ég tel að lág laun fyrir mikla ábyrgð eigi stóran þátt í þeirri krísu sem blasir við heilbrigðiskerfinu og því verður að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga.

Ég er stolt af stétt minni fyrir að sýna hugrekki og rísa upp gegn óréttlætinu og mismuninni. Hjúkrunarfræðingar eru að sýna þor, kjark og hugrekki með því að berjast fyrir þjóðina alla og stuðla að jafnrétti og bættu heilbrigðiskerfi. Gunnar Bragi Sveinsson: hér er kjarkurinn!!




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×