SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júní 2015 22:30 Vitni komu fyrir dóm í dag. Vísir/GVA Erlendur Hjaltason, fyrrum stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, sagði fyrir dómi í dag að ekkert óvenjulegt hefði verið við tveggja milljarða króna lánveitingu sjóðsins til Exista þann 30. september 2008. Fjórir fyrrverandi stjórnarmenn SPRON eru ákærðir ásamt fyrrverandi forstjóra sjóðsins vegna lánveitingarinnar en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og teflt fé sparisjóðsins í hættu. Erlendur er ekki einn af ákærðu í málinu þar sem hann vék af stjórnarfundi áður en stjórnin greiddi atkvæði um lánið en kom fyrir dóminn í dag sem vitni.Veit ekki hvernig lánsbeiðnin kom tilBirgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, bað Erlend um að gera grein fyrir láninu. Hann sagði lánveitinguna hafa komið upp á stjórnarfundinum, hún hafi verið rædd og þá hafi hann vikið af fundinum. Erlendur kvaðst ekki vita hvernig lánsbeiðnin kom til og mundi ekki eftir að hafa komið að henni. Þá vissi Erlendur ekki hvert var tilefni lánveitingar en sagði það algengt að fjárstýring SPRON væri að sýsla með sambærileg lán, svokölluð peningamarkaðslán. Lánið var án sérstakra trygginga og sagði Erlendur að öll lántaka Exista hefði verið með þeim hætti, það er að veð fyrir lánum félagsins hafi verið í efnahagsreikningi þess.SPRON átti laust fé samkvæmt skýrslumErlendur var svo spurður hvort hann myndi eftir því hver hefði kynnt lánsbeiðnina á fundinum. Erlendur sagðist ekki hafa komið að kynningunni sjálfur en það gæti verið að hann hafi fengið einhverjar spurningar á fundinum um stöðu Exista sem hann hefði þá svarað. Aðspurður um stöðu SPRON á þessum tíma og hvort til hafi verið laust fé til að veita lánið sagði Erlendur að samkvæmt skýrslum hafi verið til fé fyrir lánveitingunni. Fram kom í máli Erlendar að hann hefði átt stofnfé í SPRON og hlutafé í Exista. Þá var honum kunnugt um að VÍS var að fullu í eigu Exista en fyrir liggur í málinu að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo lagði VÍS tvo milljarða inn í sparisjóðinn. Erlendur kvaðst ekki hafa vitað af innláninu á sínum tíma heldur frétt af því eftir þá. Þá sagðist hann ekki vita til þess að það hafi verið einhverjar hömlur á því að VÍS gæti lánað Exista fé. Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 „Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
Erlendur Hjaltason, fyrrum stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, sagði fyrir dómi í dag að ekkert óvenjulegt hefði verið við tveggja milljarða króna lánveitingu sjóðsins til Exista þann 30. september 2008. Fjórir fyrrverandi stjórnarmenn SPRON eru ákærðir ásamt fyrrverandi forstjóra sjóðsins vegna lánveitingarinnar en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og teflt fé sparisjóðsins í hættu. Erlendur er ekki einn af ákærðu í málinu þar sem hann vék af stjórnarfundi áður en stjórnin greiddi atkvæði um lánið en kom fyrir dóminn í dag sem vitni.Veit ekki hvernig lánsbeiðnin kom tilBirgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, bað Erlend um að gera grein fyrir láninu. Hann sagði lánveitinguna hafa komið upp á stjórnarfundinum, hún hafi verið rædd og þá hafi hann vikið af fundinum. Erlendur kvaðst ekki vita hvernig lánsbeiðnin kom til og mundi ekki eftir að hafa komið að henni. Þá vissi Erlendur ekki hvert var tilefni lánveitingar en sagði það algengt að fjárstýring SPRON væri að sýsla með sambærileg lán, svokölluð peningamarkaðslán. Lánið var án sérstakra trygginga og sagði Erlendur að öll lántaka Exista hefði verið með þeim hætti, það er að veð fyrir lánum félagsins hafi verið í efnahagsreikningi þess.SPRON átti laust fé samkvæmt skýrslumErlendur var svo spurður hvort hann myndi eftir því hver hefði kynnt lánsbeiðnina á fundinum. Erlendur sagðist ekki hafa komið að kynningunni sjálfur en það gæti verið að hann hafi fengið einhverjar spurningar á fundinum um stöðu Exista sem hann hefði þá svarað. Aðspurður um stöðu SPRON á þessum tíma og hvort til hafi verið laust fé til að veita lánið sagði Erlendur að samkvæmt skýrslum hafi verið til fé fyrir lánveitingunni. Fram kom í máli Erlendar að hann hefði átt stofnfé í SPRON og hlutafé í Exista. Þá var honum kunnugt um að VÍS var að fullu í eigu Exista en fyrir liggur í málinu að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo lagði VÍS tvo milljarða inn í sparisjóðinn. Erlendur kvaðst ekki hafa vitað af innláninu á sínum tíma heldur frétt af því eftir þá. Þá sagðist hann ekki vita til þess að það hafi verið einhverjar hömlur á því að VÍS gæti lánað Exista fé.
Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 „Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Sjá meira
SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32
SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08
„Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17
SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent