SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júní 2015 22:30 Vitni komu fyrir dóm í dag. Vísir/GVA Erlendur Hjaltason, fyrrum stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, sagði fyrir dómi í dag að ekkert óvenjulegt hefði verið við tveggja milljarða króna lánveitingu sjóðsins til Exista þann 30. september 2008. Fjórir fyrrverandi stjórnarmenn SPRON eru ákærðir ásamt fyrrverandi forstjóra sjóðsins vegna lánveitingarinnar en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og teflt fé sparisjóðsins í hættu. Erlendur er ekki einn af ákærðu í málinu þar sem hann vék af stjórnarfundi áður en stjórnin greiddi atkvæði um lánið en kom fyrir dóminn í dag sem vitni.Veit ekki hvernig lánsbeiðnin kom tilBirgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, bað Erlend um að gera grein fyrir láninu. Hann sagði lánveitinguna hafa komið upp á stjórnarfundinum, hún hafi verið rædd og þá hafi hann vikið af fundinum. Erlendur kvaðst ekki vita hvernig lánsbeiðnin kom til og mundi ekki eftir að hafa komið að henni. Þá vissi Erlendur ekki hvert var tilefni lánveitingar en sagði það algengt að fjárstýring SPRON væri að sýsla með sambærileg lán, svokölluð peningamarkaðslán. Lánið var án sérstakra trygginga og sagði Erlendur að öll lántaka Exista hefði verið með þeim hætti, það er að veð fyrir lánum félagsins hafi verið í efnahagsreikningi þess.SPRON átti laust fé samkvæmt skýrslumErlendur var svo spurður hvort hann myndi eftir því hver hefði kynnt lánsbeiðnina á fundinum. Erlendur sagðist ekki hafa komið að kynningunni sjálfur en það gæti verið að hann hafi fengið einhverjar spurningar á fundinum um stöðu Exista sem hann hefði þá svarað. Aðspurður um stöðu SPRON á þessum tíma og hvort til hafi verið laust fé til að veita lánið sagði Erlendur að samkvæmt skýrslum hafi verið til fé fyrir lánveitingunni. Fram kom í máli Erlendar að hann hefði átt stofnfé í SPRON og hlutafé í Exista. Þá var honum kunnugt um að VÍS var að fullu í eigu Exista en fyrir liggur í málinu að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo lagði VÍS tvo milljarða inn í sparisjóðinn. Erlendur kvaðst ekki hafa vitað af innláninu á sínum tíma heldur frétt af því eftir þá. Þá sagðist hann ekki vita til þess að það hafi verið einhverjar hömlur á því að VÍS gæti lánað Exista fé. Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 „Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Erlendur Hjaltason, fyrrum stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, sagði fyrir dómi í dag að ekkert óvenjulegt hefði verið við tveggja milljarða króna lánveitingu sjóðsins til Exista þann 30. september 2008. Fjórir fyrrverandi stjórnarmenn SPRON eru ákærðir ásamt fyrrverandi forstjóra sjóðsins vegna lánveitingarinnar en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og teflt fé sparisjóðsins í hættu. Erlendur er ekki einn af ákærðu í málinu þar sem hann vék af stjórnarfundi áður en stjórnin greiddi atkvæði um lánið en kom fyrir dóminn í dag sem vitni.Veit ekki hvernig lánsbeiðnin kom tilBirgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, bað Erlend um að gera grein fyrir láninu. Hann sagði lánveitinguna hafa komið upp á stjórnarfundinum, hún hafi verið rædd og þá hafi hann vikið af fundinum. Erlendur kvaðst ekki vita hvernig lánsbeiðnin kom til og mundi ekki eftir að hafa komið að henni. Þá vissi Erlendur ekki hvert var tilefni lánveitingar en sagði það algengt að fjárstýring SPRON væri að sýsla með sambærileg lán, svokölluð peningamarkaðslán. Lánið var án sérstakra trygginga og sagði Erlendur að öll lántaka Exista hefði verið með þeim hætti, það er að veð fyrir lánum félagsins hafi verið í efnahagsreikningi þess.SPRON átti laust fé samkvæmt skýrslumErlendur var svo spurður hvort hann myndi eftir því hver hefði kynnt lánsbeiðnina á fundinum. Erlendur sagðist ekki hafa komið að kynningunni sjálfur en það gæti verið að hann hafi fengið einhverjar spurningar á fundinum um stöðu Exista sem hann hefði þá svarað. Aðspurður um stöðu SPRON á þessum tíma og hvort til hafi verið laust fé til að veita lánið sagði Erlendur að samkvæmt skýrslum hafi verið til fé fyrir lánveitingunni. Fram kom í máli Erlendar að hann hefði átt stofnfé í SPRON og hlutafé í Exista. Þá var honum kunnugt um að VÍS var að fullu í eigu Exista en fyrir liggur í málinu að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo lagði VÍS tvo milljarða inn í sparisjóðinn. Erlendur kvaðst ekki hafa vitað af innláninu á sínum tíma heldur frétt af því eftir þá. Þá sagðist hann ekki vita til þess að það hafi verið einhverjar hömlur á því að VÍS gæti lánað Exista fé.
Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 „Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32
SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08
„Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17
SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45