SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2015 13:04 Úr dómssal í morgun. Vísir/GVA Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. Í málinu er ákært fyrir tveggja milljarða króna lán sem veitt var fjárfestingafélaginu Exista skömmu fyrir hrun, þann 30. september 2008. Saksóknari telur að lánið hafi verið veitt án trygginga og að þá hafi ekki farið fram mat á stöðu Exista og greiðslugetu félagsins. Forstjórinn og stjórnarmennirnir hafi með lánveitingunni farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga, að mati ákæruvaldsins. Guðmundur sat stjórnarfundi SPRON sem forstjóri sparisjóðsins. Hann var einnig í stjórn Exista og átti hlutabréf í því félagi en kvaðst ekki hafia vikið af fundum SPRON þegar málefni félagsins voru rædd. Þá kom jafnframt fram fyrir dómi að Guðmundur átti hlutabréf í SPRON og sagði hann hagsmuni sína í sparisjóðnum hafa verið tífalt meiri en hagsmunir hans í Exista.Máttu veita lán án sérstakra trygginga Guðmundur neitaði því í dag að um umboðssvik væri að ræða. „Ég tel að þetta mál hafi fengið eðlilegan framgang. Það er rangt að það hafi verið farið út fyrir heimildir til lánveitinga. Tryggingin fyrir greiðslunni var efnahagur og rekstur Exista. Þá er það alfarið rangt að lánið hafi verið veitt án þess að meta greiðslugetu,“ sagði Guðmundur. Um svokallað peningamarkaðslán var að ræða og var það veitt til 30 daga. Samkvæmt lánareglum SPRON mátti veita peningamarkaðslán til fyrirtækja til skamms tíma án sérstakra trygginga. Voru ákveðnir viðskiptavinir sparisjóðsins sem gátu fengið slíkt lán. Guðmundur sagði að Exista hefði verið á meðal slíkra viðskiptavina ásamt til dæmis sveitarfélögum og Icelandair.„Við gjörþekktum stöðu Exista“ Guðmundur sagði að allrar varúðar hafi verið gætt við lánveitinguna til Exista. Meðal annars hafi verið gengið úr skugga um að lántakinn væri fær um að greiða lánið til baka og svo hefði verið í þessu tilfelli. „Við gjörþekktum stöðu Exista á þessum tíma. [...] Það var ekki ástæða til að taka frekari tryggingar því eiginfjárstaða Exista var mjög sterk. [...] Þá lá fyrir á stjórnarfundinum sex mánaða uppgjör félagsins.“ Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, vísaði í lánareglur SPRON um ýmis gögn sem þurftu að liggja fyrir áður en lán væru veitt. Nefndi hann meðal annars ársreikninga og skattframtöl og að unnið væri úr gögnunum á skipulegan hátt. Aðspurður hvort að svo hafi verið gert svaraði Guðmundur játandi: „Þekking á málum Exista var í samræmi við þær kröfur sem hér voru fyrir hendi. Það þurfti ekki að afla sérstaklega þeirra gagna sem hér er getið um því allar þessar upplýsingar lágu fyrir á fundinum. [..] Þá lá líka fyrir að lausafjárstaða Exista væri sterk.“Alvarleg staða á fjármálamörkuðum rædd á fundinum Fram kemur í fundargerð stjórnarfundarins þegar lánið var samþykkt að rætt hafi verið um alvarlega stöðu á fjármálamörkuðum og segir meðal annars að hún sé “sú versta sem uppi hafi verið í áratugi.” Þá staðfesti Guðmundur það fyrir dómi í dag að áhyggjur voru uppi á þessum tíma um lausafjárstöðu SPRON. Hins vegar hafi sparisjóðurinn átt laust fé til að lána Exista milljarðana tvo. Honum hafi ekki verið kunnugt um að fjármagna hafi þurft lánið sérstaklega enda hafi lausafjárstaða SPRON verið 16 milljarðar. Spurði Birgir hann þá út í tveggja milljarða króna innlán VÍS sem kom inn í SPRON sama dag og lánið til Exista var veitt. Í ákæru er talað um “snúning” varðandi lánið en samkvæmt henni lánaði VÍS 4 milljarða til Exista þann 18. september 2008. Fjórum dögum síðar var það lán framlengt til 29. september og svo aftur framlengt þá um einn dag. Þann 30. september endurgreiðir Exista svo lánið til VÍS en sama dag koma 2 milljarðar frá VÍS inn í SPRON. Má ráða af málatilbúnaði ákæruvaldsins að þessir milljarðar hafi svo verið lánaðir Exista til að borga VÍS til baka en Guðmundur sagði að lánið til Exista og innlán VÍS hafi ekki tengst í sínum huga. „Okkur var ókunnugt um þetta innlán frá VÍS á þessum tíma. Við erum bara að hugsa um lánið til Exista.“ Lán SPRON til Exista var framlengt fjórum sinnum og var seinasti gjalddagi þess 16. mars 2009. Það fékkst aldrei innheimt. Tengdar fréttir Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. Í málinu er ákært fyrir tveggja milljarða króna lán sem veitt var fjárfestingafélaginu Exista skömmu fyrir hrun, þann 30. september 2008. Saksóknari telur að lánið hafi verið veitt án trygginga og að þá hafi ekki farið fram mat á stöðu Exista og greiðslugetu félagsins. Forstjórinn og stjórnarmennirnir hafi með lánveitingunni farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga, að mati ákæruvaldsins. Guðmundur sat stjórnarfundi SPRON sem forstjóri sparisjóðsins. Hann var einnig í stjórn Exista og átti hlutabréf í því félagi en kvaðst ekki hafia vikið af fundum SPRON þegar málefni félagsins voru rædd. Þá kom jafnframt fram fyrir dómi að Guðmundur átti hlutabréf í SPRON og sagði hann hagsmuni sína í sparisjóðnum hafa verið tífalt meiri en hagsmunir hans í Exista.Máttu veita lán án sérstakra trygginga Guðmundur neitaði því í dag að um umboðssvik væri að ræða. „Ég tel að þetta mál hafi fengið eðlilegan framgang. Það er rangt að það hafi verið farið út fyrir heimildir til lánveitinga. Tryggingin fyrir greiðslunni var efnahagur og rekstur Exista. Þá er það alfarið rangt að lánið hafi verið veitt án þess að meta greiðslugetu,“ sagði Guðmundur. Um svokallað peningamarkaðslán var að ræða og var það veitt til 30 daga. Samkvæmt lánareglum SPRON mátti veita peningamarkaðslán til fyrirtækja til skamms tíma án sérstakra trygginga. Voru ákveðnir viðskiptavinir sparisjóðsins sem gátu fengið slíkt lán. Guðmundur sagði að Exista hefði verið á meðal slíkra viðskiptavina ásamt til dæmis sveitarfélögum og Icelandair.„Við gjörþekktum stöðu Exista“ Guðmundur sagði að allrar varúðar hafi verið gætt við lánveitinguna til Exista. Meðal annars hafi verið gengið úr skugga um að lántakinn væri fær um að greiða lánið til baka og svo hefði verið í þessu tilfelli. „Við gjörþekktum stöðu Exista á þessum tíma. [...] Það var ekki ástæða til að taka frekari tryggingar því eiginfjárstaða Exista var mjög sterk. [...] Þá lá fyrir á stjórnarfundinum sex mánaða uppgjör félagsins.“ Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, vísaði í lánareglur SPRON um ýmis gögn sem þurftu að liggja fyrir áður en lán væru veitt. Nefndi hann meðal annars ársreikninga og skattframtöl og að unnið væri úr gögnunum á skipulegan hátt. Aðspurður hvort að svo hafi verið gert svaraði Guðmundur játandi: „Þekking á málum Exista var í samræmi við þær kröfur sem hér voru fyrir hendi. Það þurfti ekki að afla sérstaklega þeirra gagna sem hér er getið um því allar þessar upplýsingar lágu fyrir á fundinum. [..] Þá lá líka fyrir að lausafjárstaða Exista væri sterk.“Alvarleg staða á fjármálamörkuðum rædd á fundinum Fram kemur í fundargerð stjórnarfundarins þegar lánið var samþykkt að rætt hafi verið um alvarlega stöðu á fjármálamörkuðum og segir meðal annars að hún sé “sú versta sem uppi hafi verið í áratugi.” Þá staðfesti Guðmundur það fyrir dómi í dag að áhyggjur voru uppi á þessum tíma um lausafjárstöðu SPRON. Hins vegar hafi sparisjóðurinn átt laust fé til að lána Exista milljarðana tvo. Honum hafi ekki verið kunnugt um að fjármagna hafi þurft lánið sérstaklega enda hafi lausafjárstaða SPRON verið 16 milljarðar. Spurði Birgir hann þá út í tveggja milljarða króna innlán VÍS sem kom inn í SPRON sama dag og lánið til Exista var veitt. Í ákæru er talað um “snúning” varðandi lánið en samkvæmt henni lánaði VÍS 4 milljarða til Exista þann 18. september 2008. Fjórum dögum síðar var það lán framlengt til 29. september og svo aftur framlengt þá um einn dag. Þann 30. september endurgreiðir Exista svo lánið til VÍS en sama dag koma 2 milljarðar frá VÍS inn í SPRON. Má ráða af málatilbúnaði ákæruvaldsins að þessir milljarðar hafi svo verið lánaðir Exista til að borga VÍS til baka en Guðmundur sagði að lánið til Exista og innlán VÍS hafi ekki tengst í sínum huga. „Okkur var ókunnugt um þetta innlán frá VÍS á þessum tíma. Við erum bara að hugsa um lánið til Exista.“ Lán SPRON til Exista var framlengt fjórum sinnum og var seinasti gjalddagi þess 16. mars 2009. Það fékkst aldrei innheimt.
Tengdar fréttir Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27