SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2015 13:04 Úr dómssal í morgun. Vísir/GVA Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. Í málinu er ákært fyrir tveggja milljarða króna lán sem veitt var fjárfestingafélaginu Exista skömmu fyrir hrun, þann 30. september 2008. Saksóknari telur að lánið hafi verið veitt án trygginga og að þá hafi ekki farið fram mat á stöðu Exista og greiðslugetu félagsins. Forstjórinn og stjórnarmennirnir hafi með lánveitingunni farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga, að mati ákæruvaldsins. Guðmundur sat stjórnarfundi SPRON sem forstjóri sparisjóðsins. Hann var einnig í stjórn Exista og átti hlutabréf í því félagi en kvaðst ekki hafia vikið af fundum SPRON þegar málefni félagsins voru rædd. Þá kom jafnframt fram fyrir dómi að Guðmundur átti hlutabréf í SPRON og sagði hann hagsmuni sína í sparisjóðnum hafa verið tífalt meiri en hagsmunir hans í Exista.Máttu veita lán án sérstakra trygginga Guðmundur neitaði því í dag að um umboðssvik væri að ræða. „Ég tel að þetta mál hafi fengið eðlilegan framgang. Það er rangt að það hafi verið farið út fyrir heimildir til lánveitinga. Tryggingin fyrir greiðslunni var efnahagur og rekstur Exista. Þá er það alfarið rangt að lánið hafi verið veitt án þess að meta greiðslugetu,“ sagði Guðmundur. Um svokallað peningamarkaðslán var að ræða og var það veitt til 30 daga. Samkvæmt lánareglum SPRON mátti veita peningamarkaðslán til fyrirtækja til skamms tíma án sérstakra trygginga. Voru ákveðnir viðskiptavinir sparisjóðsins sem gátu fengið slíkt lán. Guðmundur sagði að Exista hefði verið á meðal slíkra viðskiptavina ásamt til dæmis sveitarfélögum og Icelandair.„Við gjörþekktum stöðu Exista“ Guðmundur sagði að allrar varúðar hafi verið gætt við lánveitinguna til Exista. Meðal annars hafi verið gengið úr skugga um að lántakinn væri fær um að greiða lánið til baka og svo hefði verið í þessu tilfelli. „Við gjörþekktum stöðu Exista á þessum tíma. [...] Það var ekki ástæða til að taka frekari tryggingar því eiginfjárstaða Exista var mjög sterk. [...] Þá lá fyrir á stjórnarfundinum sex mánaða uppgjör félagsins.“ Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, vísaði í lánareglur SPRON um ýmis gögn sem þurftu að liggja fyrir áður en lán væru veitt. Nefndi hann meðal annars ársreikninga og skattframtöl og að unnið væri úr gögnunum á skipulegan hátt. Aðspurður hvort að svo hafi verið gert svaraði Guðmundur játandi: „Þekking á málum Exista var í samræmi við þær kröfur sem hér voru fyrir hendi. Það þurfti ekki að afla sérstaklega þeirra gagna sem hér er getið um því allar þessar upplýsingar lágu fyrir á fundinum. [..] Þá lá líka fyrir að lausafjárstaða Exista væri sterk.“Alvarleg staða á fjármálamörkuðum rædd á fundinum Fram kemur í fundargerð stjórnarfundarins þegar lánið var samþykkt að rætt hafi verið um alvarlega stöðu á fjármálamörkuðum og segir meðal annars að hún sé “sú versta sem uppi hafi verið í áratugi.” Þá staðfesti Guðmundur það fyrir dómi í dag að áhyggjur voru uppi á þessum tíma um lausafjárstöðu SPRON. Hins vegar hafi sparisjóðurinn átt laust fé til að lána Exista milljarðana tvo. Honum hafi ekki verið kunnugt um að fjármagna hafi þurft lánið sérstaklega enda hafi lausafjárstaða SPRON verið 16 milljarðar. Spurði Birgir hann þá út í tveggja milljarða króna innlán VÍS sem kom inn í SPRON sama dag og lánið til Exista var veitt. Í ákæru er talað um “snúning” varðandi lánið en samkvæmt henni lánaði VÍS 4 milljarða til Exista þann 18. september 2008. Fjórum dögum síðar var það lán framlengt til 29. september og svo aftur framlengt þá um einn dag. Þann 30. september endurgreiðir Exista svo lánið til VÍS en sama dag koma 2 milljarðar frá VÍS inn í SPRON. Má ráða af málatilbúnaði ákæruvaldsins að þessir milljarðar hafi svo verið lánaðir Exista til að borga VÍS til baka en Guðmundur sagði að lánið til Exista og innlán VÍS hafi ekki tengst í sínum huga. „Okkur var ókunnugt um þetta innlán frá VÍS á þessum tíma. Við erum bara að hugsa um lánið til Exista.“ Lán SPRON til Exista var framlengt fjórum sinnum og var seinasti gjalddagi þess 16. mars 2009. Það fékkst aldrei innheimt. Tengdar fréttir Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. Í málinu er ákært fyrir tveggja milljarða króna lán sem veitt var fjárfestingafélaginu Exista skömmu fyrir hrun, þann 30. september 2008. Saksóknari telur að lánið hafi verið veitt án trygginga og að þá hafi ekki farið fram mat á stöðu Exista og greiðslugetu félagsins. Forstjórinn og stjórnarmennirnir hafi með lánveitingunni farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga, að mati ákæruvaldsins. Guðmundur sat stjórnarfundi SPRON sem forstjóri sparisjóðsins. Hann var einnig í stjórn Exista og átti hlutabréf í því félagi en kvaðst ekki hafia vikið af fundum SPRON þegar málefni félagsins voru rædd. Þá kom jafnframt fram fyrir dómi að Guðmundur átti hlutabréf í SPRON og sagði hann hagsmuni sína í sparisjóðnum hafa verið tífalt meiri en hagsmunir hans í Exista.Máttu veita lán án sérstakra trygginga Guðmundur neitaði því í dag að um umboðssvik væri að ræða. „Ég tel að þetta mál hafi fengið eðlilegan framgang. Það er rangt að það hafi verið farið út fyrir heimildir til lánveitinga. Tryggingin fyrir greiðslunni var efnahagur og rekstur Exista. Þá er það alfarið rangt að lánið hafi verið veitt án þess að meta greiðslugetu,“ sagði Guðmundur. Um svokallað peningamarkaðslán var að ræða og var það veitt til 30 daga. Samkvæmt lánareglum SPRON mátti veita peningamarkaðslán til fyrirtækja til skamms tíma án sérstakra trygginga. Voru ákveðnir viðskiptavinir sparisjóðsins sem gátu fengið slíkt lán. Guðmundur sagði að Exista hefði verið á meðal slíkra viðskiptavina ásamt til dæmis sveitarfélögum og Icelandair.„Við gjörþekktum stöðu Exista“ Guðmundur sagði að allrar varúðar hafi verið gætt við lánveitinguna til Exista. Meðal annars hafi verið gengið úr skugga um að lántakinn væri fær um að greiða lánið til baka og svo hefði verið í þessu tilfelli. „Við gjörþekktum stöðu Exista á þessum tíma. [...] Það var ekki ástæða til að taka frekari tryggingar því eiginfjárstaða Exista var mjög sterk. [...] Þá lá fyrir á stjórnarfundinum sex mánaða uppgjör félagsins.“ Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, vísaði í lánareglur SPRON um ýmis gögn sem þurftu að liggja fyrir áður en lán væru veitt. Nefndi hann meðal annars ársreikninga og skattframtöl og að unnið væri úr gögnunum á skipulegan hátt. Aðspurður hvort að svo hafi verið gert svaraði Guðmundur játandi: „Þekking á málum Exista var í samræmi við þær kröfur sem hér voru fyrir hendi. Það þurfti ekki að afla sérstaklega þeirra gagna sem hér er getið um því allar þessar upplýsingar lágu fyrir á fundinum. [..] Þá lá líka fyrir að lausafjárstaða Exista væri sterk.“Alvarleg staða á fjármálamörkuðum rædd á fundinum Fram kemur í fundargerð stjórnarfundarins þegar lánið var samþykkt að rætt hafi verið um alvarlega stöðu á fjármálamörkuðum og segir meðal annars að hún sé “sú versta sem uppi hafi verið í áratugi.” Þá staðfesti Guðmundur það fyrir dómi í dag að áhyggjur voru uppi á þessum tíma um lausafjárstöðu SPRON. Hins vegar hafi sparisjóðurinn átt laust fé til að lána Exista milljarðana tvo. Honum hafi ekki verið kunnugt um að fjármagna hafi þurft lánið sérstaklega enda hafi lausafjárstaða SPRON verið 16 milljarðar. Spurði Birgir hann þá út í tveggja milljarða króna innlán VÍS sem kom inn í SPRON sama dag og lánið til Exista var veitt. Í ákæru er talað um “snúning” varðandi lánið en samkvæmt henni lánaði VÍS 4 milljarða til Exista þann 18. september 2008. Fjórum dögum síðar var það lán framlengt til 29. september og svo aftur framlengt þá um einn dag. Þann 30. september endurgreiðir Exista svo lánið til VÍS en sama dag koma 2 milljarðar frá VÍS inn í SPRON. Má ráða af málatilbúnaði ákæruvaldsins að þessir milljarðar hafi svo verið lánaðir Exista til að borga VÍS til baka en Guðmundur sagði að lánið til Exista og innlán VÍS hafi ekki tengst í sínum huga. „Okkur var ókunnugt um þetta innlán frá VÍS á þessum tíma. Við erum bara að hugsa um lánið til Exista.“ Lán SPRON til Exista var framlengt fjórum sinnum og var seinasti gjalddagi þess 16. mars 2009. Það fékkst aldrei innheimt.
Tengdar fréttir Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Sjá meira
Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27