SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2015 15:32 Birgir Jónasson saksóknari og teymi hans. Vísir/GVA „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt.“ Þetta sagði Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON sem ákærðir eru vegna tveggja milljarða króna láns bankans til Exista þann 30. september 2008. Alls eru fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins ákærðir vegna lánsins auk fyrrverandi forstjóra SPRON en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimilidir sínar til lánveitinga með því að veita umrætt lán. Ari var útibússtjóri hjá SPRON og hafði setið í stjórn sjóðsins frá 2004. Aðspurður hvernig umrædd lánveiting til Exista hafi komið inn á borð stjórnar sagði Ari að hún hefði komið frá fjárstýringu sjóðsins.„Valgeir kynnti þetta“ „Með því fylgja ákveðin gögn eins og árshlutareikningur og rökstuðningur frá sviðinu um að þetta sé hagstætt og henti vel. Þetta var skammtímalán til 30 daga og það var kynnt að þetta hentaði mjög.” Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, spurði hver hefði kynnt lánið. „Þeir voru saman þarna Guðmundur [Haukssson, forstjóri SPRON] og Valgeir [Baldursson, framkv.stjóri fjárhagssviðs SPRON]... Valgeir kynnti þetta,“ svaraði Ari. Hann kvaðst ekki vita neitt annað um lánsbeiðnina en það að hún kom inn á fundinn sem lán sem að fjárstýringin óskaði eftir að væri veitt. Ari sagðist ekki vita hvers vegna Exista þurfti þetta lán. Hann sagði að farið hefði verið yfir tryggingar vegna lánsins og greiðslugetu félagsins enda hafi það „bara verið innbyggt og hefðbundið ferli.”Taldi bjarta tíma framundan vegna Al Thani Ari sagði stjórnarmenn ekki hafa litið til útlánareglna bankans sérstaklega vegna lánsins en allir hafi þó verið meðvitaðir um lánareglurnar. Lánið hafi verið í samræmi við þær reglur og vísaði Ari í sérstakt ákvæði um peningamarkaðslán til fyrirtækja sem veita mátti til skamms tíma. „Þetta féll algjörlega undir það. Þetta var skammtímalán til eins mánaðar.“ Þá sagði Ari að þrátt fyrir að staðan á fjármálamörkuðum hafi verið erfið þá taldi hann að það væri bjart framundan. Nefndi hann í því samhengi kaup Al Thanis í Kaupþingi. „Ég taldi að það væri ekki bara gott fyrir Kaupþing heldur fyrir allt efnahagslífið. Maður hélt að botninum væri náð og að það væri bjart framundan.“ Jóhann Ásgeir Baldurs, annar fyrrum stjórnarformaður SPRON sem ákærður er í málinu, var spurður út í þessa erfiðu stöðu á fjármálamörkuðum sem uppi var á þessum tíma. Sagði hann að staðan hefði verið erfið frá því 2007 en menn töldu að búið væri að grípa til viðeigandi aðgerða vegna hennar.Lánveitingin kynnt sem arðsöm Nefndi Jóhann Ásgeir sérstaklega Exista og Kaupþing í þessu sambandi enda höfðu menn kynnt málin þannig. Þá hefði ríkið lýst því yfir deginum áður, þegar Glitnir var tekinn yfir, að búið væri að tryggja stöðugleika og fjármál og framtíð íslensku viðskiptabankanna. „Þegar við vorum að ræða um þessa lánveitingu þá spurðum við út í þetta, út af þessu, hvort að þetta væri skynsamlegt og starfsmenn bankans fullyrtu að svo væri. [...] Okkur var sagt að þetta væri í lagi og við þurfum bara sem stjórn í fjármálafyrirtæki að treysta starfsmönnunum. Við getum ekki farið út í sjálfstæðar rannsóknir,“ sagði Jóhann Ásgeir. Aðspurður sagði hann að rekstur SRPON hafi ekki verið arðsamur á þessum tíma en að lánveitingin hafi verið kynnt sem arðsöm og að um góða ávöxtun til skamms tíma væri að ræða. Meðal annars hafi legið fyrir að Exista væri fullfjármagnað til næstu 76 vikna og engar efasemdir hafi verið um það.Getur ekki alltaf haft rétt fyrir sér „Ég held að það hafi ekkert breyst fyrr en eftir 6. október eða eftir að neyðarlögin eru sett. Það verða bara ótrúlegar hamfariri sem hreinsa upp þessa stöðu og því miður sá ég það ekki fyrir. Það má kannski skrifa það á reynsluleysi að ég er uppalinn í góðæri og hafði ekki séð annað eins áður.“ Jóhann Ásgeir var svo spurður út í fundargerð hjá endurskoðunarnefnd SPRON frá því í 2009 þar sem fjallað var um lánið til Exista og það sagt „óheppileg lánveiting.” Um þetta sagði Jóhann Ásgeir: „Allar lánveitingar sem tapast eru óheppilegar. Fólk var algjörlega miður sín yfir því hvernig staðan var. [...] Því miður getur maður ekki alltaf haft rétt fyrir sér. Maður tekur réttar ákvarðanir og maður tekur rangar ákvarðanir en maður gerir það eftir bestu vitund.“ Tengdar fréttir SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt.“ Þetta sagði Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON sem ákærðir eru vegna tveggja milljarða króna láns bankans til Exista þann 30. september 2008. Alls eru fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins ákærðir vegna lánsins auk fyrrverandi forstjóra SPRON en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimilidir sínar til lánveitinga með því að veita umrætt lán. Ari var útibússtjóri hjá SPRON og hafði setið í stjórn sjóðsins frá 2004. Aðspurður hvernig umrædd lánveiting til Exista hafi komið inn á borð stjórnar sagði Ari að hún hefði komið frá fjárstýringu sjóðsins.„Valgeir kynnti þetta“ „Með því fylgja ákveðin gögn eins og árshlutareikningur og rökstuðningur frá sviðinu um að þetta sé hagstætt og henti vel. Þetta var skammtímalán til 30 daga og það var kynnt að þetta hentaði mjög.” Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, spurði hver hefði kynnt lánið. „Þeir voru saman þarna Guðmundur [Haukssson, forstjóri SPRON] og Valgeir [Baldursson, framkv.stjóri fjárhagssviðs SPRON]... Valgeir kynnti þetta,“ svaraði Ari. Hann kvaðst ekki vita neitt annað um lánsbeiðnina en það að hún kom inn á fundinn sem lán sem að fjárstýringin óskaði eftir að væri veitt. Ari sagðist ekki vita hvers vegna Exista þurfti þetta lán. Hann sagði að farið hefði verið yfir tryggingar vegna lánsins og greiðslugetu félagsins enda hafi það „bara verið innbyggt og hefðbundið ferli.”Taldi bjarta tíma framundan vegna Al Thani Ari sagði stjórnarmenn ekki hafa litið til útlánareglna bankans sérstaklega vegna lánsins en allir hafi þó verið meðvitaðir um lánareglurnar. Lánið hafi verið í samræmi við þær reglur og vísaði Ari í sérstakt ákvæði um peningamarkaðslán til fyrirtækja sem veita mátti til skamms tíma. „Þetta féll algjörlega undir það. Þetta var skammtímalán til eins mánaðar.“ Þá sagði Ari að þrátt fyrir að staðan á fjármálamörkuðum hafi verið erfið þá taldi hann að það væri bjart framundan. Nefndi hann í því samhengi kaup Al Thanis í Kaupþingi. „Ég taldi að það væri ekki bara gott fyrir Kaupþing heldur fyrir allt efnahagslífið. Maður hélt að botninum væri náð og að það væri bjart framundan.“ Jóhann Ásgeir Baldurs, annar fyrrum stjórnarformaður SPRON sem ákærður er í málinu, var spurður út í þessa erfiðu stöðu á fjármálamörkuðum sem uppi var á þessum tíma. Sagði hann að staðan hefði verið erfið frá því 2007 en menn töldu að búið væri að grípa til viðeigandi aðgerða vegna hennar.Lánveitingin kynnt sem arðsöm Nefndi Jóhann Ásgeir sérstaklega Exista og Kaupþing í þessu sambandi enda höfðu menn kynnt málin þannig. Þá hefði ríkið lýst því yfir deginum áður, þegar Glitnir var tekinn yfir, að búið væri að tryggja stöðugleika og fjármál og framtíð íslensku viðskiptabankanna. „Þegar við vorum að ræða um þessa lánveitingu þá spurðum við út í þetta, út af þessu, hvort að þetta væri skynsamlegt og starfsmenn bankans fullyrtu að svo væri. [...] Okkur var sagt að þetta væri í lagi og við þurfum bara sem stjórn í fjármálafyrirtæki að treysta starfsmönnunum. Við getum ekki farið út í sjálfstæðar rannsóknir,“ sagði Jóhann Ásgeir. Aðspurður sagði hann að rekstur SRPON hafi ekki verið arðsamur á þessum tíma en að lánveitingin hafi verið kynnt sem arðsöm og að um góða ávöxtun til skamms tíma væri að ræða. Meðal annars hafi legið fyrir að Exista væri fullfjármagnað til næstu 76 vikna og engar efasemdir hafi verið um það.Getur ekki alltaf haft rétt fyrir sér „Ég held að það hafi ekkert breyst fyrr en eftir 6. október eða eftir að neyðarlögin eru sett. Það verða bara ótrúlegar hamfariri sem hreinsa upp þessa stöðu og því miður sá ég það ekki fyrir. Það má kannski skrifa það á reynsluleysi að ég er uppalinn í góðæri og hafði ekki séð annað eins áður.“ Jóhann Ásgeir var svo spurður út í fundargerð hjá endurskoðunarnefnd SPRON frá því í 2009 þar sem fjallað var um lánið til Exista og það sagt „óheppileg lánveiting.” Um þetta sagði Jóhann Ásgeir: „Allar lánveitingar sem tapast eru óheppilegar. Fólk var algjörlega miður sín yfir því hvernig staðan var. [...] Því miður getur maður ekki alltaf haft rétt fyrir sér. Maður tekur réttar ákvarðanir og maður tekur rangar ákvarðanir en maður gerir það eftir bestu vitund.“
Tengdar fréttir SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04
Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27