SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2015 20:45 Fram kom í máli Rannveigar Rist, sem var stjórnarmaður í sjóðnum og er ein ákærðu, að uppgjörið hafi sýnt styrka stöðu Exista. Vísir/GVA Allir þeir sem ákærðir eru vegna tveggja milljarða króna lánveitingar SPRON til Exista þann 30. september 2008 töldu að félagið stæði vel og væri öruggur lántaki. Engin gögn hafi bent til annars og engar lánareglur hafi verið brotnar við lánveitinguna. Alls eru fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins ákærðir vegna lánsins auk fyrrverandi forstjóra SPRON en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimilidir sínar til lánveitinga með því að veita umrætt lán.Árshlutauppgjör sýndi styrka stöðu ExistaÁ stjórnarfundinum þar sem lán SPRON til Exista var samþykkt var lagt fram árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2008. Fram kom í máli Rannveigar Rist, sem var stjórnarmaður í sjóðnum og er ein ákærðu, að uppgjörið hafi sýnt styrka stöðu Exista. „Við erum að lána þarna til aðila sem við teljum mjög öruggan. Þarna er leið til að koma á eðlilegri ávöxtun [á fjármunum sjóðsins] og leið til að auka arðsemi félagins. [...] Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt.” Margrét Guðmundsdóttir, sem sat einnig í stjórn SPRON og er líka ákærð í málinu, sagði að það eina sem stjórnin hafi getað byggt á var sex mánaða uppgjör Exista sem kynnt var með lánsbeiðninni. „Ég man að ég spurði út í tryggingar og það kom greinargóð skýring á því að tryggingarnar lægju í efnahagsreikningi Exista. Svo komu greinargóðar skýringar á peningamarkaðslánum og hvernig sá markaður virkaði. Þá var sérstaklega tekið fram að CAD hlutfallið [eiginfjárhlutfallið] væri í lagi og svo varpað upp á skjá sex mánaða uppgjöri Exista. Auk þess upplýsti Erlendur Hjaltason [stjórnarformaður SPRON og fostjóri Exista] að lausafjárstaðan væri góð til næstu níu mánða.” Erlendur er ekki á meðal ákærðu í málinu þar sem hann vék af fundi stjórnarinnar áður en atkvæðagreiðslan um lánveitinguna fór fram. Stjórnarmenn sögðu þó fyrir dómi í dag að hann hafi tekið þátt í umræðum um lánveitinguna áður en hann fór af fundinum og meðal annars veitt upplýsingar um stöðu Exista.„Al Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni”Bæði Margrét og Rannveig gerðu svo kaup Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi að umtalsefni fyrir dómi í dag. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings og átti félagið því mikið undir því að bankinn stæði vel. Magrét sagði að kaup Al Thani hefðu sannfært hana enn og aftur um það að Kaupþing væri sterkasti banki á Íslandi og með eign Exista í Kaupþingi væri því staða félagsins sterk. „Al Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni,” sagði Rannveig. Hún kvaðst því ekki hafa óttast það neitt sérstaklega að veita Exista umrætt lán og vísaði jafnframt í neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings sem veitt var viku seinna. „Menn höfðu heilt yfir mikla trú og traust á Kaupþingi. [...] Svo eru sett hryðjuverkalög á bankann sem er alveg fordæmalaust og það var ógerningur að við sjórnarmenn í SPRON hefðum getað séð þessa stöðu fyrir.” Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Allir þeir sem ákærðir eru vegna tveggja milljarða króna lánveitingar SPRON til Exista þann 30. september 2008 töldu að félagið stæði vel og væri öruggur lántaki. Engin gögn hafi bent til annars og engar lánareglur hafi verið brotnar við lánveitinguna. Alls eru fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins ákærðir vegna lánsins auk fyrrverandi forstjóra SPRON en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimilidir sínar til lánveitinga með því að veita umrætt lán.Árshlutauppgjör sýndi styrka stöðu ExistaÁ stjórnarfundinum þar sem lán SPRON til Exista var samþykkt var lagt fram árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2008. Fram kom í máli Rannveigar Rist, sem var stjórnarmaður í sjóðnum og er ein ákærðu, að uppgjörið hafi sýnt styrka stöðu Exista. „Við erum að lána þarna til aðila sem við teljum mjög öruggan. Þarna er leið til að koma á eðlilegri ávöxtun [á fjármunum sjóðsins] og leið til að auka arðsemi félagins. [...] Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt.” Margrét Guðmundsdóttir, sem sat einnig í stjórn SPRON og er líka ákærð í málinu, sagði að það eina sem stjórnin hafi getað byggt á var sex mánaða uppgjör Exista sem kynnt var með lánsbeiðninni. „Ég man að ég spurði út í tryggingar og það kom greinargóð skýring á því að tryggingarnar lægju í efnahagsreikningi Exista. Svo komu greinargóðar skýringar á peningamarkaðslánum og hvernig sá markaður virkaði. Þá var sérstaklega tekið fram að CAD hlutfallið [eiginfjárhlutfallið] væri í lagi og svo varpað upp á skjá sex mánaða uppgjöri Exista. Auk þess upplýsti Erlendur Hjaltason [stjórnarformaður SPRON og fostjóri Exista] að lausafjárstaðan væri góð til næstu níu mánða.” Erlendur er ekki á meðal ákærðu í málinu þar sem hann vék af fundi stjórnarinnar áður en atkvæðagreiðslan um lánveitinguna fór fram. Stjórnarmenn sögðu þó fyrir dómi í dag að hann hafi tekið þátt í umræðum um lánveitinguna áður en hann fór af fundinum og meðal annars veitt upplýsingar um stöðu Exista.„Al Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni”Bæði Margrét og Rannveig gerðu svo kaup Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi að umtalsefni fyrir dómi í dag. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings og átti félagið því mikið undir því að bankinn stæði vel. Magrét sagði að kaup Al Thani hefðu sannfært hana enn og aftur um það að Kaupþing væri sterkasti banki á Íslandi og með eign Exista í Kaupþingi væri því staða félagsins sterk. „Al Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni,” sagði Rannveig. Hún kvaðst því ekki hafa óttast það neitt sérstaklega að veita Exista umrætt lán og vísaði jafnframt í neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings sem veitt var viku seinna. „Menn höfðu heilt yfir mikla trú og traust á Kaupþingi. [...] Svo eru sett hryðjuverkalög á bankann sem er alveg fordæmalaust og það var ógerningur að við sjórnarmenn í SPRON hefðum getað séð þessa stöðu fyrir.”
Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32
SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04
Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27