SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2015 20:45 Fram kom í máli Rannveigar Rist, sem var stjórnarmaður í sjóðnum og er ein ákærðu, að uppgjörið hafi sýnt styrka stöðu Exista. Vísir/GVA Allir þeir sem ákærðir eru vegna tveggja milljarða króna lánveitingar SPRON til Exista þann 30. september 2008 töldu að félagið stæði vel og væri öruggur lántaki. Engin gögn hafi bent til annars og engar lánareglur hafi verið brotnar við lánveitinguna. Alls eru fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins ákærðir vegna lánsins auk fyrrverandi forstjóra SPRON en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimilidir sínar til lánveitinga með því að veita umrætt lán.Árshlutauppgjör sýndi styrka stöðu ExistaÁ stjórnarfundinum þar sem lán SPRON til Exista var samþykkt var lagt fram árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2008. Fram kom í máli Rannveigar Rist, sem var stjórnarmaður í sjóðnum og er ein ákærðu, að uppgjörið hafi sýnt styrka stöðu Exista. „Við erum að lána þarna til aðila sem við teljum mjög öruggan. Þarna er leið til að koma á eðlilegri ávöxtun [á fjármunum sjóðsins] og leið til að auka arðsemi félagins. [...] Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt.” Margrét Guðmundsdóttir, sem sat einnig í stjórn SPRON og er líka ákærð í málinu, sagði að það eina sem stjórnin hafi getað byggt á var sex mánaða uppgjör Exista sem kynnt var með lánsbeiðninni. „Ég man að ég spurði út í tryggingar og það kom greinargóð skýring á því að tryggingarnar lægju í efnahagsreikningi Exista. Svo komu greinargóðar skýringar á peningamarkaðslánum og hvernig sá markaður virkaði. Þá var sérstaklega tekið fram að CAD hlutfallið [eiginfjárhlutfallið] væri í lagi og svo varpað upp á skjá sex mánaða uppgjöri Exista. Auk þess upplýsti Erlendur Hjaltason [stjórnarformaður SPRON og fostjóri Exista] að lausafjárstaðan væri góð til næstu níu mánða.” Erlendur er ekki á meðal ákærðu í málinu þar sem hann vék af fundi stjórnarinnar áður en atkvæðagreiðslan um lánveitinguna fór fram. Stjórnarmenn sögðu þó fyrir dómi í dag að hann hafi tekið þátt í umræðum um lánveitinguna áður en hann fór af fundinum og meðal annars veitt upplýsingar um stöðu Exista.„Al Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni”Bæði Margrét og Rannveig gerðu svo kaup Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi að umtalsefni fyrir dómi í dag. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings og átti félagið því mikið undir því að bankinn stæði vel. Magrét sagði að kaup Al Thani hefðu sannfært hana enn og aftur um það að Kaupþing væri sterkasti banki á Íslandi og með eign Exista í Kaupþingi væri því staða félagsins sterk. „Al Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni,” sagði Rannveig. Hún kvaðst því ekki hafa óttast það neitt sérstaklega að veita Exista umrætt lán og vísaði jafnframt í neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings sem veitt var viku seinna. „Menn höfðu heilt yfir mikla trú og traust á Kaupþingi. [...] Svo eru sett hryðjuverkalög á bankann sem er alveg fordæmalaust og það var ógerningur að við sjórnarmenn í SPRON hefðum getað séð þessa stöðu fyrir.” Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Allir þeir sem ákærðir eru vegna tveggja milljarða króna lánveitingar SPRON til Exista þann 30. september 2008 töldu að félagið stæði vel og væri öruggur lántaki. Engin gögn hafi bent til annars og engar lánareglur hafi verið brotnar við lánveitinguna. Alls eru fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins ákærðir vegna lánsins auk fyrrverandi forstjóra SPRON en sérstakur saksóknari telur fimmmenningana hafa farið út fyrir heimilidir sínar til lánveitinga með því að veita umrætt lán.Árshlutauppgjör sýndi styrka stöðu ExistaÁ stjórnarfundinum þar sem lán SPRON til Exista var samþykkt var lagt fram árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2008. Fram kom í máli Rannveigar Rist, sem var stjórnarmaður í sjóðnum og er ein ákærðu, að uppgjörið hafi sýnt styrka stöðu Exista. „Við erum að lána þarna til aðila sem við teljum mjög öruggan. Þarna er leið til að koma á eðlilegri ávöxtun [á fjármunum sjóðsins] og leið til að auka arðsemi félagins. [...] Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt.” Margrét Guðmundsdóttir, sem sat einnig í stjórn SPRON og er líka ákærð í málinu, sagði að það eina sem stjórnin hafi getað byggt á var sex mánaða uppgjör Exista sem kynnt var með lánsbeiðninni. „Ég man að ég spurði út í tryggingar og það kom greinargóð skýring á því að tryggingarnar lægju í efnahagsreikningi Exista. Svo komu greinargóðar skýringar á peningamarkaðslánum og hvernig sá markaður virkaði. Þá var sérstaklega tekið fram að CAD hlutfallið [eiginfjárhlutfallið] væri í lagi og svo varpað upp á skjá sex mánaða uppgjöri Exista. Auk þess upplýsti Erlendur Hjaltason [stjórnarformaður SPRON og fostjóri Exista] að lausafjárstaðan væri góð til næstu níu mánða.” Erlendur er ekki á meðal ákærðu í málinu þar sem hann vék af fundi stjórnarinnar áður en atkvæðagreiðslan um lánveitinguna fór fram. Stjórnarmenn sögðu þó fyrir dómi í dag að hann hafi tekið þátt í umræðum um lánveitinguna áður en hann fór af fundinum og meðal annars veitt upplýsingar um stöðu Exista.„Al Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni”Bæði Margrét og Rannveig gerðu svo kaup Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi að umtalsefni fyrir dómi í dag. Exista var stærsti hluthafi Kaupþings og átti félagið því mikið undir því að bankinn stæði vel. Magrét sagði að kaup Al Thani hefðu sannfært hana enn og aftur um það að Kaupþing væri sterkasti banki á Íslandi og með eign Exista í Kaupþingi væri því staða félagsins sterk. „Al Thani viðskiptin voru skýrt merki um jákvæðni og bjartsýni,” sagði Rannveig. Hún kvaðst því ekki hafa óttast það neitt sérstaklega að veita Exista umrætt lán og vísaði jafnframt í neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings sem veitt var viku seinna. „Menn höfðu heilt yfir mikla trú og traust á Kaupþingi. [...] Svo eru sett hryðjuverkalög á bankann sem er alveg fordæmalaust og það var ógerningur að við sjórnarmenn í SPRON hefðum getað séð þessa stöðu fyrir.”
Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32
SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04
Rannveig og félagar tekin fyrir í dómssal Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra og stjórnarmönnum SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. júní 2015 10:27