1,3 milljarðar verið greiddir vegna láns SPRON til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júní 2015 20:30 Dómarar í SPRON-málinu afléttu í dag trúnaði sem lögmaður Klakka, áður Exista, sagði ríkja um samkomulag félagsins við eignasafn Seðlabanka Íslands. Vísir/GVA Ef marka má það sem komið hefur fram við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra SPRON og fjórum fyrrum stjórnarmönnum sjóðsins vegna tveggja milljarða króna láns SPRON til Exista þann 30. september 2008 þá hafa 1,3 milljarðar verið greiddir til baka vegna lánsins. Um þrjár greiðslur er að ræða: 70 milljónir sem fyrrverandi stjórnarmenn og sparisjóðsstjóri SPRON sömdu um að greiða slitastjórninni svo fallið yrði frá skaðabótamáli á hendur þeim, 300 milljónir sem slitastjórnin fékk við nauðasamninga Exista og svo 930 milljónir sem Klakki, áður Exista, greiddi eignasafni Seðlabanka Íslands eftir að slitastjórn SPRON lauk störfum.Klakki samdi við eignasafnið vegna VÍSVar greiðsla Klakka innt af hendi vegna riftunar-og skaðabótamáls sem slitastjórn SPRON höfðaði gegn VÍS. Klakki og VÍS gerðu með sér samkomulag þess efnis að tryggingafélagið myndi ekki bera neinn skaða vegna málsins og samdi Klakki því við eignasafn Seðlabankans vegna þess. Málið hefur nú verið fellt niður en allt það sem snýr að greiðslu Klakka til eignasafnsins kom fram við vitnaleiðslur yfir Hrafnkeli Óskarssyni, lögmanni Klakka, fyrir dómi í dag. Hrafnkell bar fyrir sig trúnaði um samkomulag Klakka við eignasafn Seðlabankans þegar Daníel Isebarn, einn verjanda í málinu, innti hann eftir því hvort að Klakki hefði greitt eitthvað vegna lánsins.Dómarar afléttu trúnaðiUm þetta spannst nokkur umræða og óskaði verjandinn eftir úrskurði dómara þess efnis að trúnaðinum yrði aflétt. Dómarar gerðu þá hlé til að ráða ráðum sínum og úrskurðuðu svo að Hrafnkell skyldi svara spurningu Daníels. Hann upplýsti þá að Klakki hefði greitt eignasafni Seðlabankans vegna kröfunnar sem slitastjórn SPRON hafði gert á VÍS. Virtust þessi tíðindi koma flestum í dómsal á óvart, þar á meðal ákæruvaldinu. Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, spruði verjandann hvort hann vildi spyrja eitthvað frekar út í greiðsluna og sagði Daníel það þá “freistandi” að fá að vita upphæðina. Hrafnkell gaf hana þá upp, áðurnefndar 930 milljónir króna.Krafan nú fjórir milljarðarÁður hafði komið fram fyrir dómi þegar Bjarki Már Baxter, lögmaður slitastjórnar SPRON, bar vitni að hann teldi nettó útistandandi kröfu vegna láns SPRON til Exista vera fjóra milljarða. Spurður út í afdrif kröfunnar á hendur VÍS kvaðst hann ekki vita annað en að hún hefði verið sett á frest þar til lyktir fengust í það mál sem aðalmeðferð fer nú fram í. Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri, og fyrrum stjórnarmennirnir Rannveig Rist, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Ari Bergmann Einarssyni eru í málinu ákærð fyrir umboðssvik. Þau neita öll sök. Í ákæru er þeim gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með láninu SPRON til Exista. Þá vill saksóknari meina að þau hafi stefnt fé SPRON í verulega hættu og að lánið hafi ekki verið greitt til baka. Því megi telja að það sé sparisjóðnum að fullu eða að verulegu leyti glatað, eins og segir í ákæru. Var fyrrnefnd málshöfðun slitastjórnar SPRON á hendur VÍS tilkomin vegna “snúnings” sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að VÍS lánaði 4 milljarða til Exista þann 18. september 2008. Fjórum dögum síðar var það lán framlengt til 29. september og svo aftur framlengt þá um einn dag. Þann 30. september endurgreiðir Exista svo lánið til VÍS en sama dag koma 2 milljarðar frá VÍS inn í SPRON. Sparisjóðurinn á svo að hafa lánað þá milljarða til Exista. Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 „Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Ef marka má það sem komið hefur fram við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra SPRON og fjórum fyrrum stjórnarmönnum sjóðsins vegna tveggja milljarða króna láns SPRON til Exista þann 30. september 2008 þá hafa 1,3 milljarðar verið greiddir til baka vegna lánsins. Um þrjár greiðslur er að ræða: 70 milljónir sem fyrrverandi stjórnarmenn og sparisjóðsstjóri SPRON sömdu um að greiða slitastjórninni svo fallið yrði frá skaðabótamáli á hendur þeim, 300 milljónir sem slitastjórnin fékk við nauðasamninga Exista og svo 930 milljónir sem Klakki, áður Exista, greiddi eignasafni Seðlabanka Íslands eftir að slitastjórn SPRON lauk störfum.Klakki samdi við eignasafnið vegna VÍSVar greiðsla Klakka innt af hendi vegna riftunar-og skaðabótamáls sem slitastjórn SPRON höfðaði gegn VÍS. Klakki og VÍS gerðu með sér samkomulag þess efnis að tryggingafélagið myndi ekki bera neinn skaða vegna málsins og samdi Klakki því við eignasafn Seðlabankans vegna þess. Málið hefur nú verið fellt niður en allt það sem snýr að greiðslu Klakka til eignasafnsins kom fram við vitnaleiðslur yfir Hrafnkeli Óskarssyni, lögmanni Klakka, fyrir dómi í dag. Hrafnkell bar fyrir sig trúnaði um samkomulag Klakka við eignasafn Seðlabankans þegar Daníel Isebarn, einn verjanda í málinu, innti hann eftir því hvort að Klakki hefði greitt eitthvað vegna lánsins.Dómarar afléttu trúnaðiUm þetta spannst nokkur umræða og óskaði verjandinn eftir úrskurði dómara þess efnis að trúnaðinum yrði aflétt. Dómarar gerðu þá hlé til að ráða ráðum sínum og úrskurðuðu svo að Hrafnkell skyldi svara spurningu Daníels. Hann upplýsti þá að Klakki hefði greitt eignasafni Seðlabankans vegna kröfunnar sem slitastjórn SPRON hafði gert á VÍS. Virtust þessi tíðindi koma flestum í dómsal á óvart, þar á meðal ákæruvaldinu. Pétur Guðgeirsson, dómsformaður, spruði verjandann hvort hann vildi spyrja eitthvað frekar út í greiðsluna og sagði Daníel það þá “freistandi” að fá að vita upphæðina. Hrafnkell gaf hana þá upp, áðurnefndar 930 milljónir króna.Krafan nú fjórir milljarðarÁður hafði komið fram fyrir dómi þegar Bjarki Már Baxter, lögmaður slitastjórnar SPRON, bar vitni að hann teldi nettó útistandandi kröfu vegna láns SPRON til Exista vera fjóra milljarða. Spurður út í afdrif kröfunnar á hendur VÍS kvaðst hann ekki vita annað en að hún hefði verið sett á frest þar til lyktir fengust í það mál sem aðalmeðferð fer nú fram í. Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri, og fyrrum stjórnarmennirnir Rannveig Rist, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdóttir og Ari Bergmann Einarssyni eru í málinu ákærð fyrir umboðssvik. Þau neita öll sök. Í ákæru er þeim gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með láninu SPRON til Exista. Þá vill saksóknari meina að þau hafi stefnt fé SPRON í verulega hættu og að lánið hafi ekki verið greitt til baka. Því megi telja að það sé sparisjóðnum að fullu eða að verulegu leyti glatað, eins og segir í ákæru. Var fyrrnefnd málshöfðun slitastjórnar SPRON á hendur VÍS tilkomin vegna “snúnings” sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að VÍS lánaði 4 milljarða til Exista þann 18. september 2008. Fjórum dögum síðar var það lán framlengt til 29. september og svo aftur framlengt þá um einn dag. Þann 30. september endurgreiðir Exista svo lánið til VÍS en sama dag koma 2 milljarðar frá VÍS inn í SPRON. Sparisjóðurinn á svo að hafa lánað þá milljarða til Exista.
Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 „Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32
SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08
„Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17
SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45