„Öryrkjar eru ruslið hérna á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júní 2015 10:41 vísir „Ég er búinn að eiga í miklum vandræðum með líkamann minn í núna 20 ár. En í stuttu máli þá fékk ég æxli við mænuna þegar ég var tuttugu ára og hef verið með bakverk uppá dag síðan. Reyndar náði ég einni viku verkjalausri en það er allt og sumt, ein vika á 20 árum,“ segir Andri Hrannar Einarsson, sem deildi myndbandi um erfileika öryrkja á Facebook í gær. Horft hefur verið á myndbandið tæplega fjörutíu þúsund sinnum síðan í gær. „Þetta er eitthvað sem enginn kýs að gera, að geta ekki sinnt því sem er hversdagslegt. Ég er með 170.000 krónur á mánuði, og ég hef engan séns á því að taka yfirvinnu, eða aukavinnu, til þess að hífa þetta upp í 300 kallinn,“ segir Andri í myndbandinu. Til að byrja með voru einkennin sem Andri fékk dofi í tám og iljum. „Og pínu bakverk þegar ég var að vakna. En síðan ágerðist þetta bara og dofinn varð alltaf meiri og ég byrjaði að missa máttinn úr fótunum og verkurinn í bakinu varð svo mikill að ég var hættur að geta sofið liggjandi, ég svaf sitjandi ef ég náði að sofna. Að lokum var ég kominn með mikla lömun í báðar lappir og orðinn dofinn upp að brjósti og hættur að geta gengið nema við hækjur,“ segir Andri.Greindur latur og móðursjúkur Það tók fimmtán mánuði að finna hvað var að Andra þar sem hann var greindur latur og móðursjúkur eins og hann orðar það. „En þegar æxlið fannst þá var ég skorinn daginn eftir og það mátti ekki muna miklu að mænan færi í sundur. Það þurfti að saga smá af hryggnum til að komast að æxlinu. Þrír hryggtindar voru teknir og bakið verður aldrei jafn sterkt. Til að bæta á þetta þá fóru hnén mjög illa við lömunina.“ Hann segir að svona langvarandi verkir geri það að verkum að verkurinn dreifist útum allt. „Þetta kannski sést ekki á mér núna að ég hafi gengið í gegnum svona en ég er í messi og ef ég væri hestur væri búið að lóga mér. Ég er búinn að vera í allskyns æfingum, sjúkraþjálfun, nálastungur, hjá hnykkjara, æft einn, reynt allan fjandann. Ég hef alveg náð árangri en alltaf hefur eitthvað komið uppá og ég hef dottið á reit eitt aftur.“ Í myndbandinu segir Andri að öryrkjar missi svefn yfir fjárhagsáhyggjum.Þunglyndið getur verið banvænt „Við getum ekki sofið vegna verkja og annað slíkt. Þunglyndið sem fylgir þessu getur verið banvænt. Öryrkjar eru að loka sig inni hér og þar um landið, og það er af skökk yfir því að geta ekki séð um sig sjálfan. Öryrkjar hleypa þessu mikið inn á sig og álagið er oft mikið. Þetta getur leitt til þess að fólk einfaldlega stimplar sig út.“ Hann segir að öryrkjar geti ekki farið í verkfall. „Við höfum enginn tæki, nema það að segja frá okkar raunum og krefjast hærri launa. En á endanum getum við ekki þvingað um eitt né neitt. Okkur er úthlutað því lægsta og lægra heldur en því lægsta. Öryrkjar eru ruslið hérna á Íslandi og það virðist vera að stjórnmálamenn vilji sem minnst af þessum flokki vita.“Deildu þessu myndbandi ef þú þekkir öryrkja.Posted by Andri Hrannar Einarsson on 2. júní 2015 Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
„Ég er búinn að eiga í miklum vandræðum með líkamann minn í núna 20 ár. En í stuttu máli þá fékk ég æxli við mænuna þegar ég var tuttugu ára og hef verið með bakverk uppá dag síðan. Reyndar náði ég einni viku verkjalausri en það er allt og sumt, ein vika á 20 árum,“ segir Andri Hrannar Einarsson, sem deildi myndbandi um erfileika öryrkja á Facebook í gær. Horft hefur verið á myndbandið tæplega fjörutíu þúsund sinnum síðan í gær. „Þetta er eitthvað sem enginn kýs að gera, að geta ekki sinnt því sem er hversdagslegt. Ég er með 170.000 krónur á mánuði, og ég hef engan séns á því að taka yfirvinnu, eða aukavinnu, til þess að hífa þetta upp í 300 kallinn,“ segir Andri í myndbandinu. Til að byrja með voru einkennin sem Andri fékk dofi í tám og iljum. „Og pínu bakverk þegar ég var að vakna. En síðan ágerðist þetta bara og dofinn varð alltaf meiri og ég byrjaði að missa máttinn úr fótunum og verkurinn í bakinu varð svo mikill að ég var hættur að geta sofið liggjandi, ég svaf sitjandi ef ég náði að sofna. Að lokum var ég kominn með mikla lömun í báðar lappir og orðinn dofinn upp að brjósti og hættur að geta gengið nema við hækjur,“ segir Andri.Greindur latur og móðursjúkur Það tók fimmtán mánuði að finna hvað var að Andra þar sem hann var greindur latur og móðursjúkur eins og hann orðar það. „En þegar æxlið fannst þá var ég skorinn daginn eftir og það mátti ekki muna miklu að mænan færi í sundur. Það þurfti að saga smá af hryggnum til að komast að æxlinu. Þrír hryggtindar voru teknir og bakið verður aldrei jafn sterkt. Til að bæta á þetta þá fóru hnén mjög illa við lömunina.“ Hann segir að svona langvarandi verkir geri það að verkum að verkurinn dreifist útum allt. „Þetta kannski sést ekki á mér núna að ég hafi gengið í gegnum svona en ég er í messi og ef ég væri hestur væri búið að lóga mér. Ég er búinn að vera í allskyns æfingum, sjúkraþjálfun, nálastungur, hjá hnykkjara, æft einn, reynt allan fjandann. Ég hef alveg náð árangri en alltaf hefur eitthvað komið uppá og ég hef dottið á reit eitt aftur.“ Í myndbandinu segir Andri að öryrkjar missi svefn yfir fjárhagsáhyggjum.Þunglyndið getur verið banvænt „Við getum ekki sofið vegna verkja og annað slíkt. Þunglyndið sem fylgir þessu getur verið banvænt. Öryrkjar eru að loka sig inni hér og þar um landið, og það er af skökk yfir því að geta ekki séð um sig sjálfan. Öryrkjar hleypa þessu mikið inn á sig og álagið er oft mikið. Þetta getur leitt til þess að fólk einfaldlega stimplar sig út.“ Hann segir að öryrkjar geti ekki farið í verkfall. „Við höfum enginn tæki, nema það að segja frá okkar raunum og krefjast hærri launa. En á endanum getum við ekki þvingað um eitt né neitt. Okkur er úthlutað því lægsta og lægra heldur en því lægsta. Öryrkjar eru ruslið hérna á Íslandi og það virðist vera að stjórnmálamenn vilji sem minnst af þessum flokki vita.“Deildu þessu myndbandi ef þú þekkir öryrkja.Posted by Andri Hrannar Einarsson on 2. júní 2015
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira