Margrét Rósa hélt upp á afmælið sitt með sínum besta landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2015 14:00 Margrét Rósa fékk afmælissöng og rós eftir leik í gær. vísir/facebook Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti flottan leik með íslenska kvennalandsliðinu í gær þegar liðið vann tíu stiga sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum sem fara fram á Íslandi þessa dagana. Margrét Rósa hélt upp á 21. árs afmælið sitt í gær og fagnaði því með því að setja nýtt persónulegt stigamet með íslenska landsliðinu í þessum góða sigri liðsins í Laugardalshöllinni. Margrét Rósa skoraði tíu í fyrsta sinn í A-landsleik en þau komu öll á síðustu tólf mínútum leiksins og sex þeirra komu á mikilvægum tveggja mínútna kafla í fjórða leikhlutanum. Margrét Rósa gaf einnig þrjár stoðsendingar sem er það mesta sem hún hefur gefið í einum A-landsleik. Margrét Rósa var ekki sú eina í liðinu sem setti persónuleg met því það gerði einnig miðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir. Hildur var með 14 stig og 8 fráköst í leiknum í gær og bæði voru það persónuleg met hjá henni með A-landsliðinu. Hildur skoraði líka tvær þriggja stiga körfur sem hún hafði ekki náð áður í leik með landsliðinu. Hún hafði skorað samtals einn þrist í fyrstu níu landsleikjunum sínum. Margrét Rósa hafði mest áður skorað 9 stig á móti Gíbraltar á Evrópumóti smáþjóða í fyrrasumar en Hildur hafði mest skorað 13 stig í vináttulandsleik á móti Danmörku í Stykkishólmi í fyrrasumar. Margrét Rósa og Hildur Björg eru báðar nýkomnar heim frá Bandaríkjunum þar sem að þær stunduðu nám á fyrsta ári í vetur og spiluðu auk þess með körfuboltaliðum skóla sinna sem báðir eru í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Hildur Björg spilaði með University of Texas–Pan American, UTPA, sem er í Edinburg í suður Texas-fylki en Margrét Rósa spilaði með Canisius Collage sem er Buffalo í norður New York fylki. Hildur Björg kemur frá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari 2014 en Margrét Rósa er frá Haukum þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari 2014. Það er ekki hægt að segja annað en stelpurnar hafi sýnt fram á framfarir í sínunm fyrsta A-landsleik eftir vistaskiptin yfir Atlantshafið. Aðrar íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Margrét Rósa Hálfdanardóttir átti flottan leik með íslenska kvennalandsliðinu í gær þegar liðið vann tíu stiga sigur á Möltu, 83-73, í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleikunum sem fara fram á Íslandi þessa dagana. Margrét Rósa hélt upp á 21. árs afmælið sitt í gær og fagnaði því með því að setja nýtt persónulegt stigamet með íslenska landsliðinu í þessum góða sigri liðsins í Laugardalshöllinni. Margrét Rósa skoraði tíu í fyrsta sinn í A-landsleik en þau komu öll á síðustu tólf mínútum leiksins og sex þeirra komu á mikilvægum tveggja mínútna kafla í fjórða leikhlutanum. Margrét Rósa gaf einnig þrjár stoðsendingar sem er það mesta sem hún hefur gefið í einum A-landsleik. Margrét Rósa var ekki sú eina í liðinu sem setti persónuleg met því það gerði einnig miðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir. Hildur var með 14 stig og 8 fráköst í leiknum í gær og bæði voru það persónuleg met hjá henni með A-landsliðinu. Hildur skoraði líka tvær þriggja stiga körfur sem hún hafði ekki náð áður í leik með landsliðinu. Hún hafði skorað samtals einn þrist í fyrstu níu landsleikjunum sínum. Margrét Rósa hafði mest áður skorað 9 stig á móti Gíbraltar á Evrópumóti smáþjóða í fyrrasumar en Hildur hafði mest skorað 13 stig í vináttulandsleik á móti Danmörku í Stykkishólmi í fyrrasumar. Margrét Rósa og Hildur Björg eru báðar nýkomnar heim frá Bandaríkjunum þar sem að þær stunduðu nám á fyrsta ári í vetur og spiluðu auk þess með körfuboltaliðum skóla sinna sem báðir eru í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Hildur Björg spilaði með University of Texas–Pan American, UTPA, sem er í Edinburg í suður Texas-fylki en Margrét Rósa spilaði með Canisius Collage sem er Buffalo í norður New York fylki. Hildur Björg kemur frá Snæfelli þar sem hún varð Íslandsmeistari 2014 en Margrét Rósa er frá Haukum þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari 2014. Það er ekki hægt að segja annað en stelpurnar hafi sýnt fram á framfarir í sínunm fyrsta A-landsleik eftir vistaskiptin yfir Atlantshafið.
Aðrar íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira