Stjórnarmennirnir „rottuðu sig ekki saman“ um lánið til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2015 14:30 Sakborningar í dómssal. Vísir/Vilhelm Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur þegar Exista tók tveggja milljarða króna lán hjá sjóðnum þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik. Vill ákæruvaldið meina að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og misnotað aðstöðu sína með lánveitingunni. Þá eiga ákærðu að hafa stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með láninu. Andri Árnason, verjandi Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi fostjóra, og Daníel Isebarn, verjandi Ara Bergmanns Einarssonar, fyrrum stjórnarmanns gerðu báðir að umtalsefni í málflutningsræðum sínum í morgun þá staðreynd að í lánareglum SPRON var sérstaklega kveðið á um þá tegund lána sem ákært er fyrir.Fráleitt að halda fram að aðstaða hefði verið misnotuð Í grein 3.3 í lánareglunum er fjallað um peningamarkaðslán sem sjóðurinn getur veitt án sérstakra trygginga og heimild til að veita slík lán, en lán SPRON til Exista var einmitt peningamarkaðslán sem veitt var án sérstakra trygginga Furðuðu verjendurnir sig á því að ákæruvaldið liti framhjá þessu ákvæði og léti „eins og það væri ekki til,” heldur byggði á að lánareglur hefðu verið brotnar. Verjandi Guðmundar sagði forstjórann ekki hafa haft neina aðkomu að láninu. Hann hefði ekki komið að undirbúningi þess og tók ekki heldur ákvörðun um að veita lánið. Stjórn sparisjóðsins hefði gert það en verjandinn tók fram að Guðmundur teldi ekkert athugavert við lánið. Það væri því „fráleitt” að halda því fram að þau hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé SPRON í hættu. Þá sagði Andri að ósannað væri í málinu að um verulega fjártjónshættu hafi verið að ræða vegna lánveitingarinnar. Til að svo geti verið þurfi að vera jafnmiklar líkur á að lán tapist og að það tapist ekki. Sagði verjandinn það fjarri lagi í þessu tilfelli og vísaði í sérfræðiálit Hersis Sigurgeirssonar um að litlar sem engar líkur hafi verið á greiðslufalli Exista á þeim tíma þegar lánið var veitt.Hver er þá óheiðarleikinn? Verjandi Ara sagði svo ljóst vera af öllum gögnum málsins að enginn stjórnarmanna SPRON hafi vitað af lánveitingunni fyrir fundinn þar sem hún var samþykkt. Þá hafi stjórnin heldur ekki vitað af afdrifum lánsins eftir gjalddaga þess en fyrir liggur að það var framlengt fjórum sinnum. Daníel sagði jafnframt að enginn stjórnarmanna hafi vitað af „snúningnum“ sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo hafi VÍS lagt inn tvo milljarða í sparisjóðinn. VÍS var að fullu í eigu Exista. Hann sagði ákæruvaldið vita að stjórnarmennirnir hafi ekki vitað af umræddum snúning. „Hver er þá óheiðarleikinn? Það er aldrei sakfellt fyrir umboðssvik nema að það sé einhvers konar „snúningur.“ [...] Það liggja alltaf einhverjar annarlegar hvatir að baki eða tilraun til að auðga einhvern. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Það var enginn vilji til að misnota aðstöðu sína, engin leynd og ekki verið að beita neinum blekkingum. Þau eru ekki að rotta sig saman fyrirfram um þetta lán.“ Þá sagði Daníel að stjórnin hefði einu sinni átt frumkvæði að málinu. „Er ekki svolítið einkennilegt að ásaka fólk um svik sem það átti ekki einu sinni frumkvæði að?“ Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur þegar Exista tók tveggja milljarða króna lán hjá sjóðnum þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik. Vill ákæruvaldið meina að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og misnotað aðstöðu sína með lánveitingunni. Þá eiga ákærðu að hafa stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með láninu. Andri Árnason, verjandi Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi fostjóra, og Daníel Isebarn, verjandi Ara Bergmanns Einarssonar, fyrrum stjórnarmanns gerðu báðir að umtalsefni í málflutningsræðum sínum í morgun þá staðreynd að í lánareglum SPRON var sérstaklega kveðið á um þá tegund lána sem ákært er fyrir.Fráleitt að halda fram að aðstaða hefði verið misnotuð Í grein 3.3 í lánareglunum er fjallað um peningamarkaðslán sem sjóðurinn getur veitt án sérstakra trygginga og heimild til að veita slík lán, en lán SPRON til Exista var einmitt peningamarkaðslán sem veitt var án sérstakra trygginga Furðuðu verjendurnir sig á því að ákæruvaldið liti framhjá þessu ákvæði og léti „eins og það væri ekki til,” heldur byggði á að lánareglur hefðu verið brotnar. Verjandi Guðmundar sagði forstjórann ekki hafa haft neina aðkomu að láninu. Hann hefði ekki komið að undirbúningi þess og tók ekki heldur ákvörðun um að veita lánið. Stjórn sparisjóðsins hefði gert það en verjandinn tók fram að Guðmundur teldi ekkert athugavert við lánið. Það væri því „fráleitt” að halda því fram að þau hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé SPRON í hættu. Þá sagði Andri að ósannað væri í málinu að um verulega fjártjónshættu hafi verið að ræða vegna lánveitingarinnar. Til að svo geti verið þurfi að vera jafnmiklar líkur á að lán tapist og að það tapist ekki. Sagði verjandinn það fjarri lagi í þessu tilfelli og vísaði í sérfræðiálit Hersis Sigurgeirssonar um að litlar sem engar líkur hafi verið á greiðslufalli Exista á þeim tíma þegar lánið var veitt.Hver er þá óheiðarleikinn? Verjandi Ara sagði svo ljóst vera af öllum gögnum málsins að enginn stjórnarmanna SPRON hafi vitað af lánveitingunni fyrir fundinn þar sem hún var samþykkt. Þá hafi stjórnin heldur ekki vitað af afdrifum lánsins eftir gjalddaga þess en fyrir liggur að það var framlengt fjórum sinnum. Daníel sagði jafnframt að enginn stjórnarmanna hafi vitað af „snúningnum“ sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo hafi VÍS lagt inn tvo milljarða í sparisjóðinn. VÍS var að fullu í eigu Exista. Hann sagði ákæruvaldið vita að stjórnarmennirnir hafi ekki vitað af umræddum snúning. „Hver er þá óheiðarleikinn? Það er aldrei sakfellt fyrir umboðssvik nema að það sé einhvers konar „snúningur.“ [...] Það liggja alltaf einhverjar annarlegar hvatir að baki eða tilraun til að auðga einhvern. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Það var enginn vilji til að misnota aðstöðu sína, engin leynd og ekki verið að beita neinum blekkingum. Þau eru ekki að rotta sig saman fyrirfram um þetta lán.“ Þá sagði Daníel að stjórnin hefði einu sinni átt frumkvæði að málinu. „Er ekki svolítið einkennilegt að ásaka fólk um svik sem það átti ekki einu sinni frumkvæði að?“
Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08
Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12