Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2015 11:12 Sakborningar í málinu í dómssal þegar aðalmeðferð hófst á mánudaginn. Vísir/GVA Munnlegur málflutningur í SPRON-málinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðmundur Hauksson, fyrrum forstjóri SPRON er ákærður í málinu ásamt fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sjóðsins, þeim Ara Bergmann Einarssyni, Jóhanni Ásgeir Baldurs, Margréti Guðmundsdóttur og Rannveigu Rist. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna láns sem SPRON veitti Exista þann 30. september 2008. Telur sérstakur saksóknari að ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína þegar lánið var veitt, þau hafi farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu. Fer ákæruvaldið fram á að sakborningarnir verði allir dæmdir í fangelsi. Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. Þá verði ekki ráðið af samtímagögnum málsins, og vísaði Birgir sérstaklega í fundargerð fundarins þar sem lánið var samþykkt, að önnur gögn en lánsbeiðnin hafi verið lögð fram og hafi stjórnarmennirnir undirritað lánið “athugasemdalaust.”Lánið veitt án nægra athuguna Að mati ákæruvaldsins hafi lánið verið veitt án þess að kanna sérstaklega stöðu og greiðslugetu Exista. Þá hafi lánið verið mjög óvenjulegt þar sem um var að ræða eina lánið sem samþykkt var af stjórn SPRON á árunum 2007 og 2008. Þar að auki sé um mjög stórt lán að ræða miðað við fjárhag sparisjóðsins. Ákærðu hafi því brugðist þeim skyldum sínum sem á þeim hvíldu samkvæmt lánareglum sjóðsins og reglum SPRON um störf stjórnar og forstjóra. Birgir gerði svo einnig að umtalsefni alvarlega stöðu á fjármálamarkaði sem rædd var á stjórnarfundinum þar sem lánið var samþykkt. Segir í fundargerðinni að staðan sé sú “versta sem uppi hefur verið í áratugi.” Degi áður hafði ríkið yfirtekið Glitni og sagði saksóknari mikla óvissu hafa verið á fjármálamörkuðum og lausafjárþurrð hjá fjármálafyrirtækjum. Engu að síður hafi stjórn SPRON veitt Exista jafnhátt lán og raun bar vitni.Segja stöðu Exista hafa verið sterka Sakborningar hafa allir haldið því fram fyrir dómi að staða Exista hafi verið sterk en Birgir sagði það vera álitaefni í málinu sem sé þó grundvallaratriði. Vísaði hann meðal annars í mikið tap Exista á árinu 2008 og lækkun hlutabréfa félagsins. Þá sagði hann það jafnframt vafa undirorpið hvort að eiginfjárstaða Exista hafi verið sterk þegar lánið var veitt þar sem árshlutauppgjör fyrir fyrri hluta ársins 2008 hafi ekki endurspeglað markaðsvirði eigna félagsins. Eins og áður segir fer ákæruvaldið fram á að allir ákærðu verði dæmdir í fangelsi þar sem brot þeirra eru stórfelld. Ekki voru nefndar neinar tímalengdir í því sambandi í málflutningi í morgun en þó kom fram að ákæruvaldið telji styrk og vilja Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi forstjóra, til brots stekari en almennra stjórnarmanna. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik er sex ára fangelsi. Að lokum sagði aðstoðarsaksóknari að ákærðu hafi ekki aðeins brotið gegn trausti hluthafa SPRON með lánveitingunni heldur einnig gegn trausti íslensk samfélags. Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 1,3 milljarðar verið greiddir vegna láns SPRON til Exista Dómarar í SPRON-málinu afléttu í dag trúnaði sem lögmaður Klakka, áður Exista, sagði ríkja um samkomulag félagsins við eignasafn Seðlabanka Íslands. 2. júní 2015 20:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Munnlegur málflutningur í SPRON-málinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðmundur Hauksson, fyrrum forstjóri SPRON er ákærður í málinu ásamt fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sjóðsins, þeim Ara Bergmann Einarssyni, Jóhanni Ásgeir Baldurs, Margréti Guðmundsdóttur og Rannveigu Rist. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna láns sem SPRON veitti Exista þann 30. september 2008. Telur sérstakur saksóknari að ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína þegar lánið var veitt, þau hafi farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu. Fer ákæruvaldið fram á að sakborningarnir verði allir dæmdir í fangelsi. Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. Þá verði ekki ráðið af samtímagögnum málsins, og vísaði Birgir sérstaklega í fundargerð fundarins þar sem lánið var samþykkt, að önnur gögn en lánsbeiðnin hafi verið lögð fram og hafi stjórnarmennirnir undirritað lánið “athugasemdalaust.”Lánið veitt án nægra athuguna Að mati ákæruvaldsins hafi lánið verið veitt án þess að kanna sérstaklega stöðu og greiðslugetu Exista. Þá hafi lánið verið mjög óvenjulegt þar sem um var að ræða eina lánið sem samþykkt var af stjórn SPRON á árunum 2007 og 2008. Þar að auki sé um mjög stórt lán að ræða miðað við fjárhag sparisjóðsins. Ákærðu hafi því brugðist þeim skyldum sínum sem á þeim hvíldu samkvæmt lánareglum sjóðsins og reglum SPRON um störf stjórnar og forstjóra. Birgir gerði svo einnig að umtalsefni alvarlega stöðu á fjármálamarkaði sem rædd var á stjórnarfundinum þar sem lánið var samþykkt. Segir í fundargerðinni að staðan sé sú “versta sem uppi hefur verið í áratugi.” Degi áður hafði ríkið yfirtekið Glitni og sagði saksóknari mikla óvissu hafa verið á fjármálamörkuðum og lausafjárþurrð hjá fjármálafyrirtækjum. Engu að síður hafi stjórn SPRON veitt Exista jafnhátt lán og raun bar vitni.Segja stöðu Exista hafa verið sterka Sakborningar hafa allir haldið því fram fyrir dómi að staða Exista hafi verið sterk en Birgir sagði það vera álitaefni í málinu sem sé þó grundvallaratriði. Vísaði hann meðal annars í mikið tap Exista á árinu 2008 og lækkun hlutabréfa félagsins. Þá sagði hann það jafnframt vafa undirorpið hvort að eiginfjárstaða Exista hafi verið sterk þegar lánið var veitt þar sem árshlutauppgjör fyrir fyrri hluta ársins 2008 hafi ekki endurspeglað markaðsvirði eigna félagsins. Eins og áður segir fer ákæruvaldið fram á að allir ákærðu verði dæmdir í fangelsi þar sem brot þeirra eru stórfelld. Ekki voru nefndar neinar tímalengdir í því sambandi í málflutningi í morgun en þó kom fram að ákæruvaldið telji styrk og vilja Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi forstjóra, til brots stekari en almennra stjórnarmanna. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik er sex ára fangelsi. Að lokum sagði aðstoðarsaksóknari að ákærðu hafi ekki aðeins brotið gegn trausti hluthafa SPRON með lánveitingunni heldur einnig gegn trausti íslensk samfélags.
Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 1,3 milljarðar verið greiddir vegna láns SPRON til Exista Dómarar í SPRON-málinu afléttu í dag trúnaði sem lögmaður Klakka, áður Exista, sagði ríkja um samkomulag félagsins við eignasafn Seðlabanka Íslands. 2. júní 2015 20:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30
1,3 milljarðar verið greiddir vegna láns SPRON til Exista Dómarar í SPRON-málinu afléttu í dag trúnaði sem lögmaður Klakka, áður Exista, sagði ríkja um samkomulag félagsins við eignasafn Seðlabanka Íslands. 2. júní 2015 20:30
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent