Stjórnarmennirnir „rottuðu sig ekki saman“ um lánið til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2015 14:30 Sakborningar í dómssal. Vísir/Vilhelm Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur þegar Exista tók tveggja milljarða króna lán hjá sjóðnum þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik. Vill ákæruvaldið meina að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og misnotað aðstöðu sína með lánveitingunni. Þá eiga ákærðu að hafa stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með láninu. Andri Árnason, verjandi Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi fostjóra, og Daníel Isebarn, verjandi Ara Bergmanns Einarssonar, fyrrum stjórnarmanns gerðu báðir að umtalsefni í málflutningsræðum sínum í morgun þá staðreynd að í lánareglum SPRON var sérstaklega kveðið á um þá tegund lána sem ákært er fyrir.Fráleitt að halda fram að aðstaða hefði verið misnotuð Í grein 3.3 í lánareglunum er fjallað um peningamarkaðslán sem sjóðurinn getur veitt án sérstakra trygginga og heimild til að veita slík lán, en lán SPRON til Exista var einmitt peningamarkaðslán sem veitt var án sérstakra trygginga Furðuðu verjendurnir sig á því að ákæruvaldið liti framhjá þessu ákvæði og léti „eins og það væri ekki til,” heldur byggði á að lánareglur hefðu verið brotnar. Verjandi Guðmundar sagði forstjórann ekki hafa haft neina aðkomu að láninu. Hann hefði ekki komið að undirbúningi þess og tók ekki heldur ákvörðun um að veita lánið. Stjórn sparisjóðsins hefði gert það en verjandinn tók fram að Guðmundur teldi ekkert athugavert við lánið. Það væri því „fráleitt” að halda því fram að þau hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé SPRON í hættu. Þá sagði Andri að ósannað væri í málinu að um verulega fjártjónshættu hafi verið að ræða vegna lánveitingarinnar. Til að svo geti verið þurfi að vera jafnmiklar líkur á að lán tapist og að það tapist ekki. Sagði verjandinn það fjarri lagi í þessu tilfelli og vísaði í sérfræðiálit Hersis Sigurgeirssonar um að litlar sem engar líkur hafi verið á greiðslufalli Exista á þeim tíma þegar lánið var veitt.Hver er þá óheiðarleikinn? Verjandi Ara sagði svo ljóst vera af öllum gögnum málsins að enginn stjórnarmanna SPRON hafi vitað af lánveitingunni fyrir fundinn þar sem hún var samþykkt. Þá hafi stjórnin heldur ekki vitað af afdrifum lánsins eftir gjalddaga þess en fyrir liggur að það var framlengt fjórum sinnum. Daníel sagði jafnframt að enginn stjórnarmanna hafi vitað af „snúningnum“ sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo hafi VÍS lagt inn tvo milljarða í sparisjóðinn. VÍS var að fullu í eigu Exista. Hann sagði ákæruvaldið vita að stjórnarmennirnir hafi ekki vitað af umræddum snúning. „Hver er þá óheiðarleikinn? Það er aldrei sakfellt fyrir umboðssvik nema að það sé einhvers konar „snúningur.“ [...] Það liggja alltaf einhverjar annarlegar hvatir að baki eða tilraun til að auðga einhvern. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Það var enginn vilji til að misnota aðstöðu sína, engin leynd og ekki verið að beita neinum blekkingum. Þau eru ekki að rotta sig saman fyrirfram um þetta lán.“ Þá sagði Daníel að stjórnin hefði einu sinni átt frumkvæði að málinu. „Er ekki svolítið einkennilegt að ásaka fólk um svik sem það átti ekki einu sinni frumkvæði að?“ Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Verjendur ákærðu í SPRON-málinu gagnrýna málatilbúnað sérstaks saksóknara sem byggir á því að fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og fjórir fyrrum stjórnarmenn hans hafi brotið lánareglur þegar Exista tók tveggja milljarða króna lán hjá sjóðnum þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik. Vill ákæruvaldið meina að þeir hafi misnotað aðstöðu sína og misnotað aðstöðu sína með lánveitingunni. Þá eiga ákærðu að hafa stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu með láninu. Andri Árnason, verjandi Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi fostjóra, og Daníel Isebarn, verjandi Ara Bergmanns Einarssonar, fyrrum stjórnarmanns gerðu báðir að umtalsefni í málflutningsræðum sínum í morgun þá staðreynd að í lánareglum SPRON var sérstaklega kveðið á um þá tegund lána sem ákært er fyrir.Fráleitt að halda fram að aðstaða hefði verið misnotuð Í grein 3.3 í lánareglunum er fjallað um peningamarkaðslán sem sjóðurinn getur veitt án sérstakra trygginga og heimild til að veita slík lán, en lán SPRON til Exista var einmitt peningamarkaðslán sem veitt var án sérstakra trygginga Furðuðu verjendurnir sig á því að ákæruvaldið liti framhjá þessu ákvæði og léti „eins og það væri ekki til,” heldur byggði á að lánareglur hefðu verið brotnar. Verjandi Guðmundar sagði forstjórann ekki hafa haft neina aðkomu að láninu. Hann hefði ekki komið að undirbúningi þess og tók ekki heldur ákvörðun um að veita lánið. Stjórn sparisjóðsins hefði gert það en verjandinn tók fram að Guðmundur teldi ekkert athugavert við lánið. Það væri því „fráleitt” að halda því fram að þau hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fé SPRON í hættu. Þá sagði Andri að ósannað væri í málinu að um verulega fjártjónshættu hafi verið að ræða vegna lánveitingarinnar. Til að svo geti verið þurfi að vera jafnmiklar líkur á að lán tapist og að það tapist ekki. Sagði verjandinn það fjarri lagi í þessu tilfelli og vísaði í sérfræðiálit Hersis Sigurgeirssonar um að litlar sem engar líkur hafi verið á greiðslufalli Exista á þeim tíma þegar lánið var veitt.Hver er þá óheiðarleikinn? Verjandi Ara sagði svo ljóst vera af öllum gögnum málsins að enginn stjórnarmanna SPRON hafi vitað af lánveitingunni fyrir fundinn þar sem hún var samþykkt. Þá hafi stjórnin heldur ekki vitað af afdrifum lánsins eftir gjalddaga þess en fyrir liggur að það var framlengt fjórum sinnum. Daníel sagði jafnframt að enginn stjórnarmanna hafi vitað af „snúningnum“ sem fjallað er um í ákæru og snýr að því að sama dag og SPRON lánaði Exista milljarðana tvo hafi VÍS lagt inn tvo milljarða í sparisjóðinn. VÍS var að fullu í eigu Exista. Hann sagði ákæruvaldið vita að stjórnarmennirnir hafi ekki vitað af umræddum snúning. „Hver er þá óheiðarleikinn? Það er aldrei sakfellt fyrir umboðssvik nema að það sé einhvers konar „snúningur.“ [...] Það liggja alltaf einhverjar annarlegar hvatir að baki eða tilraun til að auðga einhvern. Hér var ekki um neitt slíkt að ræða. Það var enginn vilji til að misnota aðstöðu sína, engin leynd og ekki verið að beita neinum blekkingum. Þau eru ekki að rotta sig saman fyrirfram um þetta lán.“ Þá sagði Daníel að stjórnin hefði einu sinni átt frumkvæði að málinu. „Er ekki svolítið einkennilegt að ásaka fólk um svik sem það átti ekki einu sinni frumkvæði að?“
Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12 Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08
Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. 3. júní 2015 11:12