Skoðun

Að vera sitt raunverulega sjálf

Birgir Fannar skrifar
Ég veit fátt eins leiðinlegt og yfirborðskennt fólk. Enn hví er yfirborðskennd svona algeng ? hví er eðlilegra að gefa mynd af sjálfum sér sem maður telur ásættanlega gagnvart öðrum frekar enn að sýna sitt eigið sjálf?

Er til dæmis einhver í vinnu að haga sér eins og hann vill haga sér mjög lítið til um það. Einhverra hluta kemur fram yfirborðskennd útgáfa af þér sem sést bara í vinnunni. Hefurðu rekið þig á að hlæja með einhverju sem þér fannst engan veginn fyndið í vinnunni það er það sem ég er að tala um.

Jú gott og gilt að láta sér lynda við sýna yfirmenn og samstarfsmenn enn það þarf ekki að vera gert á kostnað þess að þú felir algerlega hver þú ert bara til að þóknast öðrum. Jú margir breyta sér einmitt til að vera þóknanlegir í vinnu og til að haldast betur í starfi. Enn er það þess virði að vera ekki þú að meðaltali átta tíma á dag ég myndi hiklaust segja nei.

Því hér er einmitt hættan sem fylgir því yfir tíma fer yfirborðskenndi þú að vera meira ráðandi og þú verður þessi hrikalega innantóma týpa sem ræðir eingöngu það sem er ásættanlegt. Talar bara um hvað er í blöðunum, talar um hvaða óþarfa dýra hlut þig langar að kaupa, talar um vinnuna, talar um hver stóð sig vel í Iceland got talent og almennt sýnir engar skoðanir aðrar enn þær sem eru ásættanlegar.

Góð leið til að sjá það er að lesa komment á fréttum eða blogg hve margir taka tónin sem fréttin gefur upp ? Vel flestir því það er ráðandi skoðunin og yfirborðssendin leyfir ekki annað enn að fylgja fjöldanum. Ekki viltu taka séns á að virka öðruvísi eða guð hjálpi þér segja þína raunverulegu skoðun að sjálfsögðu ekki. Þá ertu ekki að fitta inn og ert ekki lengur ásættanlegur.

Endar sem svo að þú kaupir bara það sem þú veist að þú þarft til að fitta inn að sjálfsögðu ekki þín hugmynd enn viltu taka sénsinn á að vera öðruvísi og viltu reyna að vera mannlegur nei auðvitað ekki annað fólk þolir ekki svoleiðis.

Af hverju er það alltaf stórt atriði í myndum þegar einhver í myndinni segir loksins einhverjum til syndanna með því að segja það sem hann vill og meinar. Því það er það sem við viljum vera. Að hafa styrkinn til að vera þú að hafa styrkinn til að segja það sem þú meinar án hömlu að vera þú það er það sem allir vilja enn fáir leggja í.

Enn með því að vera þú sjálfur áttu eftir að draga til þín fólk á þínu bandi. Vissulega eiga einhverjir eftir að hrekjast í burtu ekkert við því að gera. Enn frekar vera þekktur meðal fárra fyrir hver þú raunverulega ert frekar enn meðal margra fyrir að vera ekki þú sjálfur.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×