Körfubolti

Nýliðar Stjörnunnar styrkjast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chelsie í leik gegn Keflavík þar sem hún skoraði 54 stig.
Chelsie í leik gegn Keflavík þar sem hún skoraði 54 stig. mynd/skúli sig/karfan.is

Chelsie Schweers hefur gert samkomulag við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að leika með nýliðunum í Domino's deild kvenna á næsta tímabili.

Chelsie þekkir ágætlega til hér á landi en hún lék með Hamri seinni hluta tímabilsins 2013-14 þar sem hún fór á kostum; skoraði 30,6 stig, tók 8,9 fráköst, gaf 3,9 stoðsendingar og stal 2,2 boltum að meðaltali í 11 leikjum. Þá var skotnýting hennar frábær; 49,6% í tveggja stiga skotum, 48,6% í þristum og 91,8% af vítalínunni.

„Miðað við það sem við höfðum kynnt okkur er Chelsie afburða leikmaður sem einnig vakti athygli fyrir jákvætt hugarfar og góðan liðsanda þegar hún var hér á landinu síðast,“ sagði Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali á Facebook-síðu félagsins.

„Það er yfirlýst stefna hjá okkur í Garðabænum að hafa gaman að hlutunum en á sama tíma að mæta af fullum þunga til leiks og keppa til sigurs í hverjum leik. Að mínu mati er Chelsie frábær viðbót við þann kjarna sem fyrir er og falla vel að okkar áformum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.