Handbolti

Birna Berg með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgiersson skrifar
Vísir/Daníel
Birna Berg Haraldsdóttir verður frá keppni út árið eftir að hún sleit krossband í hné í leik með íslenska landsliðinu um helgina.

Þetta staðfesti hún í samtali við mbl.is í kvöld en þetta er í annað sinn sem hún slítur krossband í hné. Það gerðist fyrst árið 2012 og var hún þá frá keppni í átta mánuði.

Óljóst er hvenær hún gengst undir aðgerð vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Svartfjallalands um helgina.

Hún skrifaði í vor undir samning við Koblenz/Weibern í Þýskalandi en ljóst er að hún mun ekki getað spilað með liðinu fyrr en á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×