Situr inni í þrjá mánuði fyrir vörslu á íslensku og erlendu barnaklámi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 12:45 Lögreglan á Vestfjörðum fór með rannsókn málsins. Vísir/Pjetur Líni Hannes Sigurðsson, 67 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vörslu á miklu magni barnakláms á formi hreyfimynda og ljósmynda. Bæði var um íslenskt og erlent myndefni að ræða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða síðdegis í gær. Tólf mánuðir af fimmtán eru skilorðsbundnir til tveggja ára svo Líni þarf að óbreyttu að sitja inni í þrjá mánuði. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot en málin voru felld niður. Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Lína í febrúar 2013 og var lagt hald á tölvur, á annan tug harðra diska og minniskubba sem innihéldu samtals 34.837 ljósmyndir og 585 hreyfimyndir er sýndu börn, eða fullorðna einstaklinga í hlutverki barna, á kynferðislegan og klámfenginn hátt.Sagðist ætla að koma efninu til lögreglu Ákærði neitaði sök í málinu en dómnum þótti málsvörn hans nokkuð misvítandi. Sagðist hann ekki hafa vitað að varsla efnisins varðaði refsingu og hins vegar að hann hefði fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum um barnaklám, þar á meðal í Kastljósi, og í kjölfarið íhugað að benda lögreglu á slíkt efni. Þannig hafi söfnun hans á barnakláminu verið vegna einhvers konar réttarvörslusjónarmiðs. Dómurinn hafnaði þeim framburði Lína að tilgangur söfnunarinnar hafi verið að koma efninu á framfæri til lögreglu. Gögn málsins bendi til þess að efninu hafi verið safnað í fjölda ára. Lögreglufulltrúi sem bar vitni í málinu sagði að árið 2011 hefði lögreglu borist ábending um að viðkomandi væri með barnaklám í vörslum sínum. Húsleit á vinnustað og heimili Lína var hins vegar ekki gerð fyrr en í febrúar 2013. Þá sagði sálfræðingur og dómkvaddur matsmaður fyrir dómi að ákærði hefði komið ágætlega fyrir í sálfræðiprófi og geðgreiningarviðtali. Útskýringar hans á málinu hafi hins vegar verið ótrúverðugar og í engu samræmi við það sem fram kæmi í gögnum málsins. Þá hafi ekkert komið fram sem bendi til eftirsjár vegna vörslu á barnaklámi.Gróft efni Efnið sem fannst hjá dæmda var af ýmsum toga en þó aðallega um að ræða erlent efni með stúlkum á öllum aldri. Að hluta til er um mjög gróft efni að ræða sem sýnir ýmist fullorðna einstaklinga beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Miðað er við einstaklinga átján ára og yngri með orðinu börn. Einnig fundust myndir sem Líni vísaði til sem „nudist“ mynda en þar mátti meðal annars finna ljósmyndir og hreyfimyndir af íslenskum börnum. Sem dæmi um slíkar „nudist“ myndir voru erlendar ljósmyndir sem teknar voru á baðströndum og aðrar sem sýna börn að leik utandyra. Myndirnar virðast í mörgum tilvikum vera teknar án þess að börnin geri sér grein fyrir því segir í dómnum. „Þá virðist myndavélinni aðallega vera beint að þeim börnum sem eru nakin og virðist reynt að hafa kynfærasvæði barnanna sem mest í mynd.“ Telur dómurinn að með myndatökunum séu saklausir leikir barna notaðir til að búa til efni sem telja verður eins og á stendur að sýni börnin á kynferðislegan eða klámfenginn hátt vegna þeirra athygli sem nekt þeirra og kynfæri fá. Í sumum tilvikum voru áratugir síðan myndirnar voru teknar.Mannslíkaminn listaverk Verjandi Lína byggði vörn sína á því að í dag séu breytt viðhorf til þess að taka myndir af nöktum börnum. Myndatakan hafi þótt eðlileg á þeim tíma sem myndirnar voru teknar þó svo sé ekki í dag. Í dómnum segir að ekki verði litið til sjónarmiða þegar myndir voru teknar heldur litið til þeirra laga sem giltu þegar myndirnar fundust á heimili dæmda. Í dómnum kemur fram að dæmdi eigi við vandamál að stríða sem ekki eru tilgreind í útgáfu dómsins sem birt er á vef Héraðsdóms Vestfjarða. Telur dómurinn enga ástæðu til að draga í efa að dæmdi eigi við vandamál að stríða. Dæmdi telji hins vegar að áhugi hans á myndum af stúlkubörnum tengist þeim vanda og áhuginn beinist að mannslíkamanum sem einhvers konar listaverki. Dómari telur að rökrétt samhengi skorti fyrir þessum skýringum ákærða og er þá sérstaklega vísað til þess að hluti efnisins er gróft efni sem sýnir fullorðna karlmenn beita börn kynferðislegu ofbeldi.Rannsóknin tók of langan tíma Sem fyrr segir var Líni dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi þar sem tólf mánaðanna eru skilorðsbundnir. Málið var til rannsóknar ásamt tveimur öðrum kynferðisbrotamálum á hendur honum. Þau mál voru hins vegar felld niður í ársbyrjun á sama tíma og ríkissaksóknari ákvað að gefa út ákæru í því máli sem hér er rakið. Þá voru tæp tvö ár liðin frá húsleitinni þar sem barnaklámsefnið fannst. Í dómnum segir að ákærði eigi rétt á að ákært sé í öllum óloknum málum hans á sama tíma. Engu að síðar verði að gera þá kröfu við meðferð mála hjá lögreglu og ríkissaksóknara að ljúka málum á mun skemmri tíma. Lína verði á engan hátt kennt um það hversu langan tíma málsmeðferðin tók. Þá hafði dómurinn í huga við mat á umfangi brotsins að sömu myndir og myndskeið komi ítrekað fyrir. Þá tók dómurinn tillit til þess að hann hefur ekki áður hlotið dóm. Auk þess að sitja inni í þrjá mánuði var allur sá búnaður sem lögregla lagði hald á við húsleitina í febrúar 2013 gerður upptækur.Dóminn í heild sinni má sjá hér.Var kærður fyrir kynferðisbrot Sex konur kærðu Lína fyrir kynferðisbrot í ársbyrjun 2013. Ein kvennanna sagði í viðtali í Íslandi í dag í október síðastliðnum „orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en samfélagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins.“ Ekki var gefin út ákæra í neinu málanna. Fjögur málanna voru felld niður sumarið 2014 með vísun í 4. málsgrein 52. greinar laga um meðferð sakamála. Ríkissaksóknari ákvað svo að fella niður hin tvö málin í janúar síðastliðnum að lokinni rannsókn þar sem ekki þótti líklegt að það sem fram væri komið þætti líklegt til sakfellingar. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Líni Hannes Sigurðsson, 67 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vörslu á miklu magni barnakláms á formi hreyfimynda og ljósmynda. Bæði var um íslenskt og erlent myndefni að ræða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða síðdegis í gær. Tólf mánuðir af fimmtán eru skilorðsbundnir til tveggja ára svo Líni þarf að óbreyttu að sitja inni í þrjá mánuði. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot en málin voru felld niður. Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Lína í febrúar 2013 og var lagt hald á tölvur, á annan tug harðra diska og minniskubba sem innihéldu samtals 34.837 ljósmyndir og 585 hreyfimyndir er sýndu börn, eða fullorðna einstaklinga í hlutverki barna, á kynferðislegan og klámfenginn hátt.Sagðist ætla að koma efninu til lögreglu Ákærði neitaði sök í málinu en dómnum þótti málsvörn hans nokkuð misvítandi. Sagðist hann ekki hafa vitað að varsla efnisins varðaði refsingu og hins vegar að hann hefði fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum um barnaklám, þar á meðal í Kastljósi, og í kjölfarið íhugað að benda lögreglu á slíkt efni. Þannig hafi söfnun hans á barnakláminu verið vegna einhvers konar réttarvörslusjónarmiðs. Dómurinn hafnaði þeim framburði Lína að tilgangur söfnunarinnar hafi verið að koma efninu á framfæri til lögreglu. Gögn málsins bendi til þess að efninu hafi verið safnað í fjölda ára. Lögreglufulltrúi sem bar vitni í málinu sagði að árið 2011 hefði lögreglu borist ábending um að viðkomandi væri með barnaklám í vörslum sínum. Húsleit á vinnustað og heimili Lína var hins vegar ekki gerð fyrr en í febrúar 2013. Þá sagði sálfræðingur og dómkvaddur matsmaður fyrir dómi að ákærði hefði komið ágætlega fyrir í sálfræðiprófi og geðgreiningarviðtali. Útskýringar hans á málinu hafi hins vegar verið ótrúverðugar og í engu samræmi við það sem fram kæmi í gögnum málsins. Þá hafi ekkert komið fram sem bendi til eftirsjár vegna vörslu á barnaklámi.Gróft efni Efnið sem fannst hjá dæmda var af ýmsum toga en þó aðallega um að ræða erlent efni með stúlkum á öllum aldri. Að hluta til er um mjög gróft efni að ræða sem sýnir ýmist fullorðna einstaklinga beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Miðað er við einstaklinga átján ára og yngri með orðinu börn. Einnig fundust myndir sem Líni vísaði til sem „nudist“ mynda en þar mátti meðal annars finna ljósmyndir og hreyfimyndir af íslenskum börnum. Sem dæmi um slíkar „nudist“ myndir voru erlendar ljósmyndir sem teknar voru á baðströndum og aðrar sem sýna börn að leik utandyra. Myndirnar virðast í mörgum tilvikum vera teknar án þess að börnin geri sér grein fyrir því segir í dómnum. „Þá virðist myndavélinni aðallega vera beint að þeim börnum sem eru nakin og virðist reynt að hafa kynfærasvæði barnanna sem mest í mynd.“ Telur dómurinn að með myndatökunum séu saklausir leikir barna notaðir til að búa til efni sem telja verður eins og á stendur að sýni börnin á kynferðislegan eða klámfenginn hátt vegna þeirra athygli sem nekt þeirra og kynfæri fá. Í sumum tilvikum voru áratugir síðan myndirnar voru teknar.Mannslíkaminn listaverk Verjandi Lína byggði vörn sína á því að í dag séu breytt viðhorf til þess að taka myndir af nöktum börnum. Myndatakan hafi þótt eðlileg á þeim tíma sem myndirnar voru teknar þó svo sé ekki í dag. Í dómnum segir að ekki verði litið til sjónarmiða þegar myndir voru teknar heldur litið til þeirra laga sem giltu þegar myndirnar fundust á heimili dæmda. Í dómnum kemur fram að dæmdi eigi við vandamál að stríða sem ekki eru tilgreind í útgáfu dómsins sem birt er á vef Héraðsdóms Vestfjarða. Telur dómurinn enga ástæðu til að draga í efa að dæmdi eigi við vandamál að stríða. Dæmdi telji hins vegar að áhugi hans á myndum af stúlkubörnum tengist þeim vanda og áhuginn beinist að mannslíkamanum sem einhvers konar listaverki. Dómari telur að rökrétt samhengi skorti fyrir þessum skýringum ákærða og er þá sérstaklega vísað til þess að hluti efnisins er gróft efni sem sýnir fullorðna karlmenn beita börn kynferðislegu ofbeldi.Rannsóknin tók of langan tíma Sem fyrr segir var Líni dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi þar sem tólf mánaðanna eru skilorðsbundnir. Málið var til rannsóknar ásamt tveimur öðrum kynferðisbrotamálum á hendur honum. Þau mál voru hins vegar felld niður í ársbyrjun á sama tíma og ríkissaksóknari ákvað að gefa út ákæru í því máli sem hér er rakið. Þá voru tæp tvö ár liðin frá húsleitinni þar sem barnaklámsefnið fannst. Í dómnum segir að ákærði eigi rétt á að ákært sé í öllum óloknum málum hans á sama tíma. Engu að síðar verði að gera þá kröfu við meðferð mála hjá lögreglu og ríkissaksóknara að ljúka málum á mun skemmri tíma. Lína verði á engan hátt kennt um það hversu langan tíma málsmeðferðin tók. Þá hafði dómurinn í huga við mat á umfangi brotsins að sömu myndir og myndskeið komi ítrekað fyrir. Þá tók dómurinn tillit til þess að hann hefur ekki áður hlotið dóm. Auk þess að sitja inni í þrjá mánuði var allur sá búnaður sem lögregla lagði hald á við húsleitina í febrúar 2013 gerður upptækur.Dóminn í heild sinni má sjá hér.Var kærður fyrir kynferðisbrot Sex konur kærðu Lína fyrir kynferðisbrot í ársbyrjun 2013. Ein kvennanna sagði í viðtali í Íslandi í dag í október síðastliðnum „orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en samfélagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins.“ Ekki var gefin út ákæra í neinu málanna. Fjögur málanna voru felld niður sumarið 2014 með vísun í 4. málsgrein 52. greinar laga um meðferð sakamála. Ríkissaksóknari ákvað svo að fella niður hin tvö málin í janúar síðastliðnum að lokinni rannsókn þar sem ekki þótti líklegt að það sem fram væri komið þætti líklegt til sakfellingar.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira